Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 20. fundur - 13. janúar 2021

13.01.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 15:00. Fundi slitið kl. 16:40.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson sem kom inn á fundinn kl. 15:10, Eva Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Katrín Sigurjónsdóttir fyrir Helgu Helgadóttur, Eyþór Björnsson sem fór af fundi kl. 16:00 og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, sat fundinn undir lið 6.a.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Tillaga að skipan undirnefndar umhverfismála.

Á aukaþingi SSNE 11. desember var samþykkt að stjórn myndi skipa undirnefnd umhverfismála.

Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fulltrúa í undirnefnd umhverfismála og felur framkvæmdstjóra að upplýsa aðildarsveitarfélög SSNE um skipan nefndarinnar og hlutverk.

2.     Erindisbréf fulltrúa SSNE í stjórnum, nefndum og starfshópum.

Framkvæmdastjóri kynnir drög að erindisbréfum.

Stjórn samþykkir fyrirliggjandi form erindisbréfa með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur framkvæmdastjóra að útbúa erindisbréf fyrir fulltrúa SSNE í stjórnum, nefndum og starfshópum á vegum samtakanna. Þá felur stjórn framkvæmdastjóra að koma upplýsingum um fulltrúa SSNE á heimasíðu félagsins.

3.     Viðbragðsáætlun vegna áreitis.

Framkvæmdastjóri kynnir drög að viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað ásamt tilkynningareyðublaði.

Stjórn SSNE samþykkir viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldi á vinnustað og felur framkvæmdastjóra að kynna starfsmönnum félagsins innihald áætlunarinnar sem og tilkynningareyðublað.

4.     Almenningssamgöngur – Strætó, leið 79.

Eftir útboð á akstri almenningssamgangna hóf SBA akstur á leiðinni Húsavík – Akureyri 1. janúar 2021. Þrátt fyrir að útboð Vegagerðarinnar hafi gengið út frá óbreyttum leiðum ekur strætó nú um Kinn í stað Fljótsheiðar með þeim afleiðingum að tvær stoppistöðvar í Þingeyjarsveit detta út, þ.e. Laugar og Fosshóll. Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar óskar eftir stuðningi SSNE varðandi málið.

Stjórn harmar að Vegagerðin hafi tekið ákvörðun um að afnema tvær stoppistöðvar landsbyggðarstrætó í Þingeyjarsveit, ekki síst stoppistöð við framhaldsskólann á Laugum. Framhaldsskólinn á Laugum verður með breytingunni eini framhaldskóli landsins sem ekki er tengdur við almenningssamgöngur og telur stjórn það óásættanlegt. Þá telur stjórn óeðlilegt að ekkert samráð sé haft við sveitarfélagið um jafn viðamikla breytingu og raun ber vitni og að breytingar séu gerðar eftir að útboð hefur verið samþykkt. Stjórn SSNE hvetur Vegagerðina til þess að endurskoða ákvörðun sína.

5.     Fjölmiðlar og íbúar landsbyggðanna.

Formaður kynnti niðurstöðu verkefnis þar sem skoðuð er birtingarmynd íbúa landsbyggðanna sem viðmælenda í sjónvarpsfréttatímum Rúv og Stöðvar 2, í Kastljósi og fleiri miðlum, eftir landssvæðum í samanburði við íbúafjölda.

6.     Efni til kynningar.

a)     Fyrsta grænbók um byggðamál kynnt í samráðsgátt.

b)     Fundargerð aðalfundar SASS frá 29. og 30. október 2020.

c)     Fundargerð 61. fundar stjórnar SSNV frá 1. desember 2020.

d)     Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember 2020.

e)     Fundargerð 565. fundar stjórnar SASS frá 4. desember 2020.

f)     Torgið, fréttabréf Skipulagsstofnunar, haust 2020.

g)     Umsóknarfrestur til 5. febrúar 2021 í Nýsköpunarsjóð námsmanna.

h)     Fundargerð 66. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 7. desember 2020.

7.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

https://www.althingi.is/altext/151/s/0461.html

b)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

https://www.althingi.is/altext/151/s/0452.html

Getum við bætt síðuna?