Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 2. fundur – 18. desember 2019

18.12.2019

Fundur haldinn miðvikudaginn 18. desember 2019 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 13:00. Fundi slitið kl. 13:45.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Helga Helgadóttir, Helgi Héðinsson, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.     Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Formaður fer yfir þá vinnu sem framundan er vegna endurskipulagningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að framlengja samning við menningarfulltrúa um tvo mánuði.

Stjórn óskar eftir því að framkvæmdastjóri Eyþings gegni tímabundið framkvæmdastjórastöðu nýs félags til tveggja mánaða.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að undirbúa aðalfund nýs félags í samstarfi við Strategíu.

Stjórn felur framkvæmdastjóra, í samstarfi við framkvæmdastjóra AFE, AÞ og ráðgjafa Strategíu, að undirbúa drög að þjónustusamningi milli félaganna og leggja fyrir stjórn.

Stjórn felur formanni að gera skriflegt samkomulag við Strategíu vegna áframhaldandi ráðgjafavinnu við sameiningarferlið.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að skila inn upplýsingum til rsk um stjórn nýs félags fyrir 1. janúar nk.

Stjórn felur formanni að skipuleggja samráðsfund með framkvæmdastjórum félaganna þriggja og stjórn hins nýja félags á milli jóla og nýárs - um fjarfund verður að ræða.

Getum við bætt síðuna?