Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 19. fundur - 9. desember 2020

09.12.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 9. desember 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:15.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Anna Karen Úlfarsdóttir fyrir Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson sem kom á fundinn kl. 13:10, Helga Helgadóttir sem kom á fundinn kl. 13:20, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, sat fundinn undir lið 1 og Sigurður Steingrímsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sat fundinn undir lið 4.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Umhverfismál.

Farið yfir þá vinnu sem starfsfólk SSNE hefur unnið varðandi málaflokkinn.

Stjórn SSNE leggur fram tillögu til aukaþings um að skipuð verði undirnefnd umhverfismála og að aukaþing veiti stjórn heimild til að skipa hana innan mánaðar.

2.     Laun stjórnarmanna og starfsmanna í starfshópum sem SSNE skipar.

Farið yfir það í hvaða tilfellum SSNE greiðir fyrir stjórnarsetu og setu í starfshópum.

3.     Fundargerðir þinga SSNE.

Stjórn SSNE samþykkir að í fundargerðum árs- og aukaþinga sé farið eftir venjum um ritun fundargerða og að þær innifeli skýran inngangstexta og afgreiðslu mála þar sem fylgiskjöl og upptaka fylgi viðkomandi lið.

4.     Nýsköpun á landsbyggðunum við niðurlagningu NmÍ.

Rætt hvernig málum nýsköpunar á landsbyggðunum verður háttað þegar NmÍ verður lögð niður og einnig hvernig farið verður með fjármagn til nýsköpunar á landsbyggðunum.

„Stjórn SSNE telur óásættanlegt að leggja fram jafn loðið og óljóst frumvarp líkt og raun ber vitni. Gríðarlegir hagsmunir eru undir í því að skapa öflugt stuðningskerfi við nýsköpun á landsbyggðunum. Stjórn skorar því eindregið á ráðherra að setja fram skýr mælanleg markmið, árangursmælikvarða, ábyrgðaraðila og fjármögnun. Auk þess er nauðsynlegt að útfæra með hvaða hætti ná skal því markmiði á landsbyggðunum að efla nýsköpun með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila. Þá telur stjórn eðlilegt að í stjórn Tækniseturs í Vatnsmýrinni sé einn stjórnarmaður búsettur utan höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem unnið verði að útfærslu á því með hvaða hætti jafna eigi möguleika fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðunum til þess að nýta aðstöðu og sérhæfðan tækjabúnað í Vatnsmýrinni.“

5.     Áhersluverkefni SSNE.

Farið yfir hvaða áhersluverkefni skuli taka fyrir á vettvangi SSNE.

6.     Fjölmenningarstefn Eyþings.

Stjórn leggur til að Fjölmenningarstefna Eyþings verði rædd á ársþingi í apríl 2021.

7.     Efni til kynningar.

a)     Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. nóvember 2020.

b)     Áskorun Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Reykjavíkurborg frá 26. Nóvember 2020.

c)     Fundargerð 12. fundar byggðamálaráðs frá 19. nóvember 2020.

d)     Fundargerð 13. fundar byggðamálaráðs frá 3. desember 2020.

8.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0347.html

b)     Til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0375.html

c)     Til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0362.html

d)     Til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0361.html

e)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um loftslagsmál (niðurdæling koldíoxíðs), 335. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0391.html

f)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004 (verðlagshækkun), 336. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0397.html

 

Getum við bætt síðuna?