Fundargerð – Stjórn SSNE – 17. fundur – 11. nóvember 2020
Fundur haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:25.
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon sem vék af fundi kl. 15:00, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir sem vék af fundi kl. 15:15, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.
Elva Gunnlaugsdóttir sat fundinn undir lið 3.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Dagskrá:
1. Samvinna sveitarstjórnarfulltrúa og þingmanna.
Rætt um hvort og hvernig hægt er að bæta samskipti og samvinnu í landshlutanum.
Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að gera drög að útfærslu á markvissari samvinnu sveitarstjórnarmanna og þingmanna. Málið yrði í kjölfarið til umræðu á aukaþingi SSNE í desember.
2. Frumvarp til laga (jöfnun atkvæðavægis).
Bæjarráð Akureyrarbæjar óskar eftir því að frumvarpið verði rætt á vettvangi SSNE sem og nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.
Stjórn SSNE vísar málinu til kynningar og umræðu á ársþingi samtakanna í apríl 2021.
3. C.1 styrkir - val á verkefnum.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Alls verða allt að 76,5 milljónir króna veittar til sértækra verkefna svæðanna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 16. nóvember 2020. Stjórn ræðir hvernig vali á verkefnum verður háttað.
Stjórn SSNE felur framkvæmdastjóra að sækja um styrki fyrir eftirtalin verkefni:
- Verkefni í fjarvinnslu á Bakkafirði og á Raufarhöfn.
- Hraðið.
- Ásgarður.
- Rannsóknamiðstöð í grænni líftækni og plöntumeinafræði.
- Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.
- Hringrásarhagkerfið.
- Gróðurhús í Öxarfirði.
- Sjálfbær raforkuframleiðsla og hleðslustöð við á Grímsstaði á fjöllum.
4. Áfangastaðastofur.
Hlutverk landshlutasamtaka varðandi áfangastaðastofur, skyldur og ábyrgð. Fyrirkomulag áfangastaðastofa og stjórnskipun.
Stjórn SSNE frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir ítarlegri gögnum um málið.
5. Starfsáætlun stjórnar.
SSNE vinnur starfsáætlun fyrir 2021 í nóvember sem lögð verður fyrir aukaþing í desember.
Framkvæmdastjóri leggur til tímalínu um vinnu við gerð starfsáætlunar. Starfsáætlun mun taka til þeirra atriða sem fram komu á ársþingi í október og endurspegla þær áherslur sem þar komu fram. Endurskoðun sóknaráætlunar fer fram í janúar og febrúar 2021 og verður lögð fyrir ársþing í apríl.
6. Efni til kynningar.
a) 246. fundur stjórnar AFE frá 7. október 2020.
b) Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2020.
c) Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október 2020.
d) Auglýst eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021.
e) Boðun á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 18. desember 2020.
7. Frá nefndasviði Alþingis.
a) Tillaga til þingsályktunar um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, umsagnarfrestur til 19. nóvember. https://www.althingi.is/altext/151/s/0039.html
Stjórn SSNE leggur áherslu á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar eða betri kostur hefur verið tekinn í notkun.
b) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/0043.html
c) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/0039.html