Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 10. fundur – 2. júní 2020

02.06.2020

Fundur haldinn þriðjudaginn 2. júní 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 10:50. Fundi slitið kl. 12:40.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson fyrir Helga Héðinsson, Kristján Þór Magnússon sem kom á fundinn kl. 11:00, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Fundargerðir markaðsstofunnar.

Fulltrúi SSNE í stjórn Markaðsstofu Norðurlands greinir frá stöðu mála innan Markaðsstofunnar.

Stjórn SSNE felur framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með Markaðsstofu Norðurlands um framtíð upplýsingamiðstöðva.

2.     90 daga aðgerðaáætlun og minnisblað um stöðu verkefna.

Framkvæmdastjóri fer yfir 90 daga aðgerðaáætlun félagsins og leggur fram minnisblað um stöðu verkefna.

Stjórn þakkar starfsfólki SSNE fyrir kraftmikið starf á umbrotatímum.

3.     Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Eva Hrund Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar, fer yfir verklag við mat á umsóknum sem bárust vegna aukaúthlutunar úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020.

Stjórn SSNE staðfestir aukaúthlutun úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra og felur framkvæmdastjóra að kynna niðurstöðuna.

4.     Greiðslur til fagráða og úthlutunarnefndar.

Framkvæmdastjóri fer yfir útgjöld vegna fagráða og úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs fyrir árið 2019.

Lagt fram til kynningar.

5.     Fundir með sveitarstjórum á Norðurlandi eystra um stöðuna í landshlutanum.

Framkvæmdastjóri fer yfir helstu áherslur sem fram hafa komið á fundum SSNE með sveitarstjórum á svæðinu á tímum Covid-19.

6.     Áhersluverkefni 2019.

Frammistöðuskýrslur áhersluverkefna frá árinu 2019 lagðar fram til kynningar.

7.     Ársþing SSNE.

Umræður um dagskrá ársþings SSNE sem haldið verður í september nk. í Eyjafjarðarsveit.

Ársþing SSNE verður haldið 25.-26. september nk. í Eyjafjarðarsveit.

8.     Siglufjarðarskarðsgöng.

Formaður fer yfir tölvupóst frá Elíasi Péturssyni, sveitarstjóra Fjallabyggðar, um forathugun á nýjum jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Óskað er eftir aðstoð frá SSNE við að þoka málinu áfram.

Stjórn SSNE leggur áherslu á greiðar samgöngur í landshlutanum. Stjórn vísar erindinu til ársþings samtakanna sem og umræðu um mögulega samgöngustefnu landshlutans.

9.     Efni til kynningar.

a)     Minnisblað Vinnumálastofnunar frá 6. maí 2020.

b)     Opnir fundir Markaðsstofu Norðurlands í júní.

c)     Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí 2020.

d)     74. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 15. maí 2020.

e)     Fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí 2020.

f)     75. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 28. maí 2020.

g)     Bókun á 633. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar frá 26. maí 2020.

10.    Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Umsögn um frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða (markmið og hlutverk), 712. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/1220.html

b)     Umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/1269.html

c)     Umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 707. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/1122.html

d)     Umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/1122.html

e)     Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/1355.html

f)     Umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
        https://www.althingi.is/altext/150/s/1354.html

Getum við bætt síðuna?