Fundargerð – Stjórn SSNE – 6. fundur – 21. febrúar 2020
Fundur haldinn föstudaginn 21. febrúar 2020 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 13:00. Fundi slitið kl. 14:15.
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Helga Helgadóttir, Kristján Þór Magnússon, Helgi Héðinsson, Axel Grettisson, Gunnar Gíslason fyrir Evu Hrund Einarsdóttur, Sigurður Þór Guðmundsson, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
1. Áhersluverkefni fyrir árið 2020.
Áframhaldandi vinna við yfirferð á umsóknum um áhersluverkefni fyrir árið 2020.
Stjórn samþykkti eftirfarandi áhersluverkefni fyrir árið 2020:
Akureyrarflugvöllur – næsta gátt inn í landið 7.000.000 kr.
Eimur 7.500.000 kr.
Þróun og þekking – Ný nálgun í stoðkerfi byggða 3.000.000 kr.
Borgarhlutverk Akureyrar 8.300.000 kr.
Þróun og ráðgjöf í menningarmálum 12.500.000 kr.
Nýsköpun í norðri – NÍN 4.000.000 kr.