Fundargerð 71. fundar stjórnar SSNE - 17. mars 2025
17.03.2025
Fundur haldinn á Teams mánudaginn 17. mars 2025 og hófst fundurinn kl. 14.
Fundinn sátu: Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Axel Grettisson, Hilda Jana Gísladóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Mirjam Blekkenhorst, Þórunn Sif Harðardóttir, Þröstur Friðfinnsson, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
- Drög að uppgjöri ársins 2024
Lögð fram drög að uppgjöri ársins 2024. Til fundarins mættu Níels Guðmundsson, endurskoðandi hjá Enor og Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri SSNE. Lítilsháttar hagnaður varð af rekstri síðasta árs í samræmi við áætlun.
Stjórn staðfestir ársreikning 2024 fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar til ársþings. - Áhersluverkefni Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025
Lagðar fram tillögur að þremur nýjum áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025. Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri SSNE mætti til fundarins undir þessum lið.
Stjórn þakkar Elvu fyrir kynninguna og leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt: Gönguleiðir - 4.000.000 kr. - Ársþing SSNE 2025
Lögð fram drög að dagskrá ársþings SSNE sem haldið verður 2.-3. apríl 2025 á Hótel Natur í Svalbarðsstrandarhreppi. Einnig lögð fram bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þar sem þar sem óskað er eftir því að stefna um samgöngur og innviði í sóknaráætluninni verði tekin til umræðu á ársþingi SSNE í apríl 2025. Jafnframt lögð fram tillaga til ársþings frá Gunnari Má Gunnarssyni sem barst í tölvupósti 14. mars s.l. um að skipt verði um nafn á samtökunum.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að dagskrá þingsins í samræmi við umræður á fundinum og að senda hana út til þingfulltrúa. - Tillögur til breytinga á samþykktum SSNE
Lagðar fram tillögur til breytinga á samþykktum SSNE. Þá kynnti framkvæmdastjóri tillögur að auknu samráði við atvinnulíf og menningu- og skapandi greinar.
Stjórn samþykkir tillögurnar fyrir sitt leiti og felur framkvæmdastjóra að senda þær út með gögnum þingsins.
- Tilnefning í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri
Lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneyti varðandi skipan fulltrúa í skólanefnd MA.
Stjórn SSNE leggur til að eftirfarandi fulltrúar verði tilnefnd til skipunar í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri: Heimir Árnason, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Magni Þór Óskarsson og Ásta Flosadóttir. - Stofnun vettvangsakademíu á Hofstöðum í Mývatnssveit
Lagt fram erindi til stjórnar SSNE, dagsett 4. mars 2025, þar sem SSNE er boðið að taka þátt í stofnun vettvangsakademíu á Hofsstöðum í Mývatnssveit eigi fulltrúa í stjórn vettvangsakademíu á Hofsstöðum og taki þátt í stofnun akademíunnar.
Stjórn SSNE þakkar fyrir erindið og fagnar stofnun vettvangsakademíu á Hofsstöðum í Mývatnssveit, en telur sér ekki fært um að taka þátt í verkefninu. - Erindi frá byggðaráði Norðurþings
Lögð fram bókun frá byggðaráði Norðurþings frá 13. mars 2025 þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar. Helena Eydís fulltrúi Norðurþings í stjórninni reifaði erindið.
Lagt fram til kynningar. - Verkefnastjórn Brothættar byggðir II í Öxarfirði og Raufarhöfn
Í samræmi við samninga um tilraunaverkefnin Raufarhöfn og framtíðin II og Öxarfjörður í sókn II þarf stjórn SSNE að skipa fulltrúa sinn í verkefnisstjórn sem mun fylgja verkefnunum eftir ásamt verkefnastjórum.
Stjórn samþykkir að Hildur Halldórsdóttir verði skipuð í verkefnastjórn fyrir hönd SSNE. - Mál til kynningar
- Úthlutun styrkja af byggðaáætlun (aðgerð C.1 – sértæk verkefni Sóknaráætlunarsvæða)
Framkvæmdastjóri greindi frá því að tvær umsóknir frá SSNE fengu brautargengi í C.1 aðgerð Byggðaáætlunar 2022-2036, sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða. Eftirfarandi verkefni voru samþykkt:
- Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur, 8 m.kr.
- Endurnýjun hluta stofnlagnar frá borholu Hitaveitu Öxarfjarðar-héraðs við Skógalón, 15 m.kr.
- Úthlutun styrkja af byggðaáætlun (aðgerð C.1 – sértæk verkefni Sóknaráætlunarsvæða)
- Mál til umsagnar
- Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 (samræming við EES-reglur), 129. mál.
- Kílómetragjald á ökutæki, 123. mál.
- Þjóðferjuleiðir, 120. mál.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um málið. - Frumvarp til laga um búvörulög (framleiðendafélög), 107. mál.
- Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög, 147. mál.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um málið.
- Önnur mál
- Munnleg skýrsla framkvæmdastjóra.
Fundi slitið kl. 17:13.