Fara í efni

Fundargerð – Stjórn Eyþings – 322. fundur – 25. júní 2019

25.06.2019

Fundur haldinn þriðjudaginn 25. júní 2019 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 14:00. Fundi slitið kl. 15:40.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Stefánsdóttir, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Níels Guðmundsson endurskoðandi Enor og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð. Elías Pétursson mætti á fundinn kl: 14:30 og Axel Grettisson afboðaði sig.

Framkvæmdastjóri setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.      Ársreikningur Eyþings 2018 ásamt endurskoðunarskýrslu.

Níels Guðmundsson endurskoðandi hjá Enor mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Níels fór yfir ársreikninginn og svaraði spurningum.

Rekstartekjur ársins 2018 námu kr. 433,5 millj. samanborið við tekjur að fjárhæð kr. 416,0 millj. samkvæmt áætlun. Frávik í tekjum frá áætlun eru í heild kr. 17,4 millj. og skýrast að mestu af auknum tekjum vegna sóknaráætlunar en ekki hafði verið gert ráð fyrir framlögum vegna C1 verkefna í fjárhagsáætlun. Á móti auknum tekjum vegna sóknaráætlunar kemur svo tilfærsla framlaga til næsta árs en í áætlun var ekki gert ráð fyrir frestun á tekjum vegna ónýttra framlaga. Rekstrargjöld ársins námu kr. 428,3 millj. samanborið við gjöld að fjárhæð kr. 399,0 millj. samkvæmt áætlun. Helstu frávik koma fram í úthlutuðum styrkjum og aðkeyptri þjónustu. Rekstrarniðurstaða ársins 2018 var jákvæð um kr. 6,0 millj. samanborið við kr. 17,6 millj. jákvæða afkomu skv. áætlun.

Heildareignir í árslok 2018 námu kr. 180,2 millj. samanborið við kr. 170,8 millj. í ársbyrjun og hefur efnahagur sambandsins haldið áfram að stækka.

Eigið fé var í árslok neikvætt um kr. 47,5 millj. kr. samanborið kr. 53,5 millj. neikvæða stöðu í ársbyrjun. Uppsafnað tap samgönguhlutans stóð í árslok 2018 í um kr. 61,3 millj. og hafði lækkað um kr. 11,8 millj. milli ára.

Endurskoðandi fór í framhaldi yfir endurskoðunarskýrsluna.

Stjórn Eyþings staðfesti ársreikninginn og vísar honum til aðalfundar.

2.      Starfsmannamál.

Stjórn áréttar þá ákvörðun að ekki verði ráðið í starf verkefnastjóra hjá Eyþingi heldur verði framkvæmdastjóra falið að sinna verkefnum með öðrum hætti, til dæmis með aðkeyptri þjónustu eða formanni falið að sinna fleiri verkefnum þegar við á.

Getum við bætt síðuna?