Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings- 319. fundur - 9. apríl 2019

09.04.2019

Fundargerð – Stjórn Eyþings – 319. fundur – 9. apríl 2019

Fundur haldinn, þriðjudaginn 9. apríl 2019 í fundarherbergi AFE og hófst fundurinn kl. 10:00.
Fundi lauk kl. 12:50.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir, Elías Pétursson, Axel Grettisson, Helgi Héðinsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1. Vinna við nýja sóknaráætlun á árinu 2019.
Kynning á umræðum á fundi formanns með stýrihópi Stjórnarráðsins. Farið yfir fyrirliggjandi tilboð vegna nýrrar sóknaráætlunar.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Capacent um gerð nýrrar sóknaráætlunar og tryggja að verkefnið rúmist innan fjárheimilda.

2. Endurskoðun á verklagsreglum Uppbyggingarsjóðs vegna ársins 2019.
Starfsmenn leggja til breytingar á verklagsreglum Uppbyggingarsjóðs.
Stjórn samþykkir framlagðar verklagsreglur Uppbyggingasjóðs vegna ársins 2019.

3. Drög að samningi um verkefnið Brothættar byggðir – Bakkafjörður og nærsveitir.
Lögð fram til kynningar drög að samningi um verkefnið Brothættar byggðir –Bakkafjörður og nærsveitir.
Stjórn samþykkir drög að samningi og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi í samræmi við drögin. Að auki samþykkir stjórn að fela framkvæmdastjóra að taka sæti í stýrihópi verkefnisins.

4. Stefnumótandi byggðaáætlun.
Umræður um stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Stjórn Eyþings samþykkir að boðað verði til fundar í fulltrúaráði í Grýtubakkahreppi í 20. maí kl:14:00 til að ræða stefnumótandi byggðaáætlun.

5. Málefni almenningssamgangna Eyþings.
Staða almenningssamganga og framtíð þeirra í landshlutanum.
Stjórn telur eðlilegt að ríkið reki grunnkerfi almenningssamgangna þar sem leiðarkerfið þurfi að vera heildstætt og skilvirkt bæði innan og milli landshluta. Stjórn telur eðlilegt að ríkið taki við þvi verkefni 1.janúar árið 2020 þegar núverandi samningur við Eyþing rennur út. Stjórn Eyþings skorast þó ekki undan ábyrgð við aðkomu að mótun leiðarkerfis í samráði við sveitarfélögin og felur formanni að taka þátt í samtali um framtið almenningssamgangna.

6. Tilnefning Eyþings í verkefnastjórn vegna mótunar safnastefnu Akureyrarbæjar.
Formaður leggur fram tillögu um fulltrúa í verkefnastjórn vegna mótunar safnastefnu Akureyrarbæjar.
Stjórn Eyþings samþykkir að tilnefna Vigdísi Rún Jónsdóttur, menningarfulltrúa Eyþings, í verkefnisstjórnina.

7. Samningur um bókasafnsþjónustu HA og Eyþings.
Í samræmi við ályktun aðalfundar Eyþings fer formaður yfir viðræður við Háskólann á Akureyri um endurskoðun á samningi um bókasafnsþjónustu.
Stjórn Eyþings samþykkir að leita afbrigða frá útsendri dagskrá aukaaðalfundar og leggur til að samningi um bókasafnsþjónustu verði sagt upp. Þá er starfsmönnum falið að leita leiða til að auka samstarf við Háskólann á Akureyri um önnur verkefni.

8. Fjármál Eyþings.
Verkefnastjóri fer yfir stöðu fjármála Eyþings.
Lagt fram til kynningar.

9. Viðræður við atvinnuþróunarfélögin um aukið samstarf eða sameiningu.
Umræður um stöðu viðræðna við atvinnuþróunarfélögin á svæðinu um aukið samstarf og eða sameiningu og þá ályktun sem lögð verður fyrir á aukaaðalfundi félagsins. Einnig fer formaður yfir fund með starfshópi um stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga.

10. Þóknun til nefnda og ráða.
Formaður leggur fram tillögur að drögum um breytingar á starfsreglum stjórnar um þóknun til nefnda og ráða.
Stjórn samþykkir framlagða tillögu og felur formanni að kynna þær á aukaaðalfundi Eyþings og að starfsmenn uppfæri starfsreglur stjórnar á heimasíðu Eyþings í samræmi við ákvörðun stjórnar.

11. Efni til kynningar.
  • a)  50. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 13. mars 2019.
  • b)  51. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 28. mars 2019.
  • c)  Fundargerð 51. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 25. febrúar 2019.
  • d)  544. fundur stjórnar SASS frá 1. mars 2019.
  • e)  Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2019.
  • f)   Bókun stjórnar sambandsins vegna áforma fjármálaráðherra að skerða tekjur Jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög.
  • g)  Nýtt landsskipulagsferli að hefjast um loftslag, landslag og lýðheilsu – boð um þátttöku á samráðsvettvangi frá 13. mars 2019.
  • h)  Vefuppfletti fasteignaskrár og gjaldtaka.
  • i)   Fundargerð 52. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 25. mars 2019. 
12. Frá nefndasviði Alþingis.
  • a) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um kolefnismerkingu á kjötvörur, 275. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/0306.html.

  • b) Umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1045.html

  • c) Umsögn um frumvarp til laga um lax- og silungsveiði (selveiðar), 645. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1051.html

  • d) Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verðjöfnunargjöld), 646. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1052.html

  • e) Umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1060.html

  • f) Umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1134.html

  • g) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024, 750. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1181.html

  • h) Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar), 739. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1167.html

  • i) Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál (styrking á stjórnsýslu og umgjörð), 758. mál.

        https://www.althingi.is/altext/149/s/1200.html

Getum við bætt síðuna?