Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 318. fundur - 12. mars 2019

12.03.2019

Fundur haldinn, þriðjudaginn 12. mars 2019 á fjarfundarformi og hófst fundurinn kl: 13:00. Fundi lauk kl: 15:30.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Gunnar I. Birgisson, Elías Pétursson, Axel Grettisson, Helgi Héðinsson og Páll Björgvin Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti síðan fund og gengið var til dagskrár.

1. Starfsmannamál Eyþings.

Umræða um stöðu starfsmannamála Eyþings og stöðu framkvæmdastjóra. Vegna óvenjulegra kringumstæðna felur stjórn Eyþings formanni stjórnar tímabundið verkefni framkvæmdastjóra og prókúru félagsins frá 15. mars nk. Stjórn leggur ríka áherslu á að staða framkvæmdastjóra verði auglýst eins fljótt og auðið er að liðnum aukaaðalfundi þann 9. apríl nk.

Við afgreiðslu þessa dagskrárliðar vék Hilda Jana Gísladóttir formaður af fundinum.

Stjórn samþykkir samhljóða að fela varaformanni að ganga frá samningi þess efnis í samráði við stjórn.

Hilda Jana kom aftur inn á fundinn.

2. Viðræður við atvinnuþróunarfélögin um aukið samstarf eða sameiningu.

Á fundinn kom Þóroddur Bjarnason formaður vinnuhóps um aukið samstarf eða sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna og fór yfir stöðu viðræðna við atvinnuþróunarfélögin á svæðinu. Umræður um málefnið. Fulltrúaráðsfundi sem áætlaður var 18. mars nk er frestað til 25. mars nk kl: 15.

Stjórn samþykkir breytingar á dagsetningu og tímasetningu samhljóða.

3.  Málefni almenningssamgangna hjá Eyþingi.

Umræða og ákvörðun stjórnar færð í trúnaðarmálabók.

Þá er lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra SSV er varðar fund sem hann ásamt framkvæmdastjóra SSS áttu með fulltrúa samgönguráðuneytisins vegna framtíðar almenningssamgangna.

4. Áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2019.

Stjórn samþykkti á fundi sínum 15. febrúar sl. að láta fullvinna ákveðin áhersluverkefni m.v. þær fjárheimildir sem fyrir lágu. Endanlegur frágangur verkefnatillagna yrði unninn fyrir næsta stjórnarfund og staðfest á þeim fundi. Framlag ársins til áhersluverkefna er 48,6 millj. kr. Nú hefur verið gengið frá endanlegum lýsingum á verkefnum og skipting fjármuna til verkefnanna liggur fyrir. Þá hafa áhersluverkefnin verið staðfest af stýrihópi Stjórnarráðsins.

Stjórn samþykkir og staðfestir áherlsuverkefni sóknaráætlunar 2019.

5.  C1 verkefni byggðaáætlunar.

Fyrir liggja fimm tillögur að umsóknum er varðar C1 verkefni byggðaáætlunar, en þau eru:

1)      Verkefni um áninga- og ferðamannastaði frá Kelduhverfi til og með Bakkafirði.

2)      Heimskautsgerði á Raufarhöfn.

3)      Verksmiðjuhúsin á Hjalteyri.

4)      Sjálbær raforkuframleiðsla í Grímsey.

5)      Uppbygging Hríseyjar sem ferðamannastaður.

Stjórn samþykkir samhljóða að sækja um framangreind verkefni í samráði við viðkomandi aðila sem að umsóknum koma.

6.  Umsögn um stefnumótun í almenningssamgöngum.

Fyrir liggur umsögn stjórnar Eyþings um stefnu ríkisins í almenningssamgöngum „Ferðumst saman“. Stjórn staðfestir fyrirliggjandi umsögn.

7.  Vinna við nýja Sóknaráætlun á árinu 2019.

Áframhaldandi umræða um vinnulag og endurskoðun Sóknaráætlunar 2020-2025. Fyrir liggur bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi framlög til landshlutasamtakanna við mótun Sóknaráætlunar. Hlutur Eyþings verður 6,2 millj. kr. Þá liggur fyrir tillaga að verklagi og tilboð frá Héðni Unnsteinssyni hjá Capacent er varðar vinnu við nýja Sóknaráætlun.

Stjórn samþykkir að gengið verði til samningaviðræðna við Héðin Unnsteinsson hjá Capacent um vinnu og mótun Sóknaráætlunar Eyþings.

9.  Þóknun til nefnda og ráða.

Áframhaldandi umræða frá stjórnarfundi í desember um laun stjórnar Eyþings og launakjör hjá stjórnum landshlutasamtakanna. Starfandi framkvæmdastjóra falið að móta tillögu um málið sem lögð verður fyrir stjórn og aukaaðalfund Eyþings í apríl.

10. Aukaaðalfundur Eyþings 2019.

Staðfestur er nýr fundartíma fyrir aukaaðalfund Eyþings sem er 9. apríl nk. kl.13:00 á Akureyri.

11. Efni til kynningar.

a)      Boð á 27. ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þann 5. apríl nk.

Starfandi framkvæmdastjóri mun sækja fundinn ef þess verður nokkur kostur.

b)      543. fundur stjórnar SASS frá 1. febrúar 2019.

c)      9. fundur stjórnar SSA frá 19. febrúar 2019.

d)      Aukaaðalfundur SSA frá 20. febrúar 2019.

e)      48. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 14. febrúar 2019.

f)       49. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 28. febrúar 2019.

g)      868. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. febrúar 2019.

h)      Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til umferðalaga, 149. löggjafarþing – 219. mál, frá 15. nóvember 2018.

i)       Drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnu ríkisins í almenningssamgöngum „Ferðumst saman“.

j)       XXXIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á Grand hótel í Reykjavík þann 29. mars nk.

k)      Þátttaka barna við stefnumótun innan Stjórnarráðsins og mat á áhrifum stefnumótunar á börn og ungmenni, minnisblað frá 8. febrúar 2019.

l)       42. fundur stjórnar SSNV frá 5. mars 2019.

m)   Upplýsingar frá Byggðastofnun um atvinnutekjur ársins 2017 og atvinnuþátttöku í desember 2017.

n)      Samráð um atvinnustefnu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

o)      Kynningar- og samráðsfundur um lýsingu landsskipulagsstefnu mánudaginn 25. mars.

12. Frá nefndasviði Alþingis.

a)      Umsögn tillögu til þingsályktunar um vistvæn opinber innkaup á matvöru, 43. mál

https://www.althingi.is/altext/149/s/0043.html

b)      Umsögn tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/0086.html

Stjórn Eyþings tekur undir þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og er afstaða stjórnarinnar einróma í því að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar. Þá tekur stjórn Eyþings undir greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa Norðausturlands, þá er tilgangur hluta ferðanna að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tengist staðsetning flugvallarins þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Þá gegnir flugvöllurinn einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.” 

Starfandi framkvæmdastjóra falið að fylgja bókuninni eftir gagnvart Alþingi og ráðuneyti.

c)      Umsögn um framvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs), 154. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/0154.html

d)      Umsögn tillögu þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/0187.html

e)      Umsögn um frumvarp til laga um búvörulög (afurðarstöðvar í kjötiðnaði), 295. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/0338.html

f)       Umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/0343.html

g)      Umsögn tillögu til þingsályktunar um uppgræðslu lands og ræktun túna, 397. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/0534.html

Getum við bætt síðuna?