Fundargerð - Stjórn Eyþings - 313. fundur - 01.11.2018
313. fundur stjórnar Eyþings, símafundur, fimmtudaginn 1. nóvember 2018.
Mætt: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, Axel Grettisson, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir og Elías Pétursson.
Helgi Héðinsson boðaði forföll.
Fundur hófst kl. 16:10.
Þetta var til umfjöllunar og afgreiðslu:
- Samningur um tímabundna framkvæmdarstjórn.
Á 311.fundi Eyþings þann 9.október 2018 var þetta bókað:
„2. Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra
Stjórn Eyþings samþykkir að óska eftir viðbótarfjárveitingu til aðildarsveitarfélaganna vegna tímabundinnar ráðningar framkvæmdastjóra til allt að sex mánaða vegna veikinda framkvæmdastjóra. Formanni falið að kostnaðarreikna samþykktina og senda út til sveitarfélaganna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Eyþings 2018 og 2019 vegna þessa.“
Þann 16.október 2018 var send beiðni á aðildarsveitarfélögin um viðbótarframlag vegna ofangreindrar samþykktar að upphæð samtals kr. 9.300.000. Flest sveitarfélög hafa tekið beiðnina til umfjöllunar og hafa samþykkt hana.
Fyrir liggur verkefnistillaga sem send var stjórnarmönnum í rafpósti frá formanni 1. nóvember kl. 14:00. Um er að ræða samning við Pál Björgvin Guðmundsson, viðskipta-og iðnrekstrarfræðing, um tímabundna framkvæmdastjórn, ráðgjöf og aðra sérfræðiaðstoð vegna starfsemi og verkefna Eyþings.
Verkefnistillagan rúmast innan ofangreindra fjárheimilda.
Stjórn samþykkir að ganga til samninga við Pál Björgvin Guðmundsson á grundvelli verkefnistillögunnar að hann hefji störf fyrir Eyþing 5.nóvember 2018.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:39.
Fundargerð ritaði Katrín Sigurjónsdóttir