Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 31.05.2016

16.08.2016

Árið 2016, þriðjudaginn 31. maí, kom stjórn Eyþings saman til fundar á veitingahúsinu Sölku á Húsavík. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Arnór Benónýsson, Bjarni Theodór Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilma Steinarsdóttir, Karl Frímannsson og Sif Jóhannesdóttir. Framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, sat ekki fundinn en mætti til viðtals.

Fundur hófst kl. 13:15 að loknum hádegisverði stjórnar og gesta fundarins. 

Þetta gerðist helst. 

  1. Stoðstofnanir sveitarfélaga.

Stjórn Eyþings kallaði fulltrúa hverrar stoðstofnunar fyrir sig til  viðtals  um verkefni þeirra, skaranir verkefna, mögulegt samstarf og  mögulegar sameiningar stoðstofnana.  Eftirtaldir komu til viðtals:

  1. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri og Svanhildur Pálsdóttir formaður frá Markaðsstofu Norðurlands.
  2. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri og Unnar Jónsson formaður frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.
  3. Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Formaður félagsins, Sif Jóhannesdóttir, á sæti í stjórn Eyþings.
  4. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings.
  5. Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings.

Að loknum viðtölum samþykkti stjórnin að fela Karli Frímannssyni að ganga frá samantekt frá fundinum. Jafnframt að taka áfram umræðu um stoðstofnanir sveitarfélaga á næsta fundi stjórnar. 

Fundi slitið um kl. 15:40.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

 

 

Getum við bætt síðuna?