Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 309. fundur - 21.9.2018

21.09.2018

Árið 2018, föstudagurinn 21. september, kom stjórn Eyþings saman til fundar á Sel hóteli í Mývatnssveit. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Gunnar I. Birgisson, Sif Jóhannesdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson og Elías Pétursson.

Fundur hófst kl. 10:00.

Þetta gerðist helst.

 1.      Aðalfundur 2018.
a)      Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra.  Lögð fram endanleg skýrsla stjórnar sem lögð verður fram á aðalfundi.
b)      Tillögu stjórnar um viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Stjórn samþykkti að umorða tillögu sem samþykkt var á síðasta fundi stjórnar. Stjórnin samþykkir tillöguna sem er svohljóðandi:

Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019.“

Jafnframt var lögð fram tillaga að leiðarvísi fyrir væntanlegan starfshóp. 
Tillagan og leiðarvísir var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.

 c)      Tillaga um uppsögn á samningi um HA og Eyþings um bókasafnsþjónustu.  Stjórn leggur til við aðalfund að samningi HA og Eyþings um bókasafnsþjónustu verði sagt upp.

 2.      Almenningssamgöngur.
Formaður fór yfir stöðu mála. Boðað hefur verið til fundar um almenningsamgöngur mánudaginn 24. september.  Ekki liggur fyrir hver niðurstaða þess fundar verður en mikilvægt er að fylgja málinu eftir.
Fram kom tillaga um að leggja til við aðalfund að myndaður verði þriggja manna starfshópur sem falið er að fylgja eftir yfirstandandi viðræðum um almenningssamgöngum.  Var tillagan samþykkt.

 3.      Starfsmannamál
Formaður greindi frá því að framkvæmdastjóri væri kominn í veikindaleyfi.  Var samþykkt að Linda Margrét verkefnastjóri gegndi störfum framkvæmdastjóra í veikindaleyfinu.

 

Fundi slitið kl. 11.50.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson  ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?