Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 303. fundur - 2.3.2018

02.03.2018

Árið 2018, föstudaginn 2. mars, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Eiríkur H. Hauksson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar I. Birgisson og Arnór Benónýsson. Olga Gísladóttir mætti í forföllum Sifjar Jóhannesdóttur. Elías Pétursson boðaði einnig forföll og varamaður hans hafði ekki tök á að mæta. Einnig sátu fundinn Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri og Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnisstjóri menningarmála sem ritaði fundargerð.

Fundur hófst kl: 13:00. 

Þetta gerðist helst.

 

1. Sóknaráætlun: Tillögur að áhersluverkefnum 2018.

Kynntar voru hugmyndir að áhersluverkefnum. Í kjölfarið fjallaði stjórn um verkefnin og samþykkti eftirfarandi áhersluverkefni.

a)      SinfoniaNord - þjónusta og upptaka á sinfónískri kvikmyndatónlist í Hofi. Kostnaðaráætlun 50.060.000 kr. Framlag úr Sóknaráætlun 19.000.000 kr.
Eva vék af fundi undir ákvörðun um SinfoniaNord.

b)      Okkar áfangastaður – markaðsgreining fyrir Norðurland. Kostnaðaráætlun 20.000.000 kr. Verkefnið verði fjármagnað af Sóknaráætlunum Norðurlands eystra og Norðurlands vestra. Framlag úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 12.500.000 kr. Áætlað er að viðbótarframlag komi frá SSNV.

c)      Innviðagreining á Norðurlandi eystra. Kostnaðaráætlun 14.800.000kr. Framlag úr Sóknaráætlun 8.000.000kr.

d)     Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi. Kostnaðaráætlun 8.000.000kr. Framlag úr úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 5.500.000kr og áætlað mótframlag vegna þátttöku SSNV.

e)       Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll. Kostnaðaráætlun 3.500.000kr. Framlag úr Sóknaráætlun 3.500.000 kr.

f)       Ungt og skapandi fólk. Kostnaðaráætlun 7.700.000 kr. Framlag úr Sóknaráætlun 4.000.000kr.

g)      Menntunarþörf og tækifæri eftir starfssviðum og greinum á Norðurlandi eystra. Kostnaðaráætlun 6.000.000kr. Framlag úr Sóknaráætlun 6.000.000kr.

 

2.      Rýni og greining á innra starfi Eyþings – drög að samningi við ráðgjafa.
Stjórn Eyþing samþykkir að ganga til samninga við RR ráðgjöf um greiningu á innra starfi Eyþings og tillögu til úrbóta og er framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi.

 

3.      Samkomulag við Brú lífeyrissjóð.
Samkomulag hefur náðst við Brú lífeyrissjóð um 4,5% viðbótariðgjald vegna uppgjörs á lífeyrisauka. Sjóðurinn hefur einnig fallist á leiðréttingu á viðmiðunarupphæð.
Stjórn Eyþings óskar eftir því að aðildarsveitarfélögin greiði framlag Eyþings vegna uppgjörs á varúðar- og jafnvægissjóði, en það er áætlað um 7,5 m.kr. Greiðsluþátttaka aðildarsveitarfélaga miðast við íbúafjölda með sama hætti og árgjald Eyþings. Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá málum við aðildarsveitarfélögin.

 

4.      Almenningssamgöngur.
Lagt fram minnisblað starfshóps, dags. 28. febrúar 2018, vegna úttektar á almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Starfshópurinn leggur til þrjár tillögur um næstu skref (sjá tillögur bls. 6).
Stjórn Eyþings samþykkir að segja upp samningi við Vegagerðina og felur framkvæmdarstjóra að ganga frá uppsagnarbréfi. Jafnframt er framkvæmdarstjóra falið að óska eftir viðræðum við Vegagerðina um uppgjör á verkefninu. Stjórn Eyþings lýsir sig reiðubúna til viðræðna við Vegagerðina um framhald verkefnisins að því gefnu að fjármagn til verkefnisins verði tryggt og stóraukið.

 

Þingmál.

a)      Tillaga til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022, 2. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0002.html
Lögð fram.

b)      Frumvarp til laga um brottfall laga um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja, 138. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0210.html
Lagt fram.

c)      Frumvarp til laga um raforkulög og sofnun Landsnets hf. (ýmsar breytingar), 115. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0184.html 
Lagt fram.

d)     Frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög (undanþágur frá frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld o.fl., 64. mál.
http://www.althingi.is/altext/148/s/0066.html  
Lagt fram. 

e)      Tillaga til þingsályktunar um um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0054.html 
Lögð fram. 

f)       Frumvarp til laga um breytingu á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun (sjá vef srn.is)
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=13
Lagt fram. 

g)      Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs).
http://www.althingi.is/altext/148/s/0166.html
Lagt fram. 

h)     Tillaga til þingsályktunar um samræmingu verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta, 45. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0045.html 

Stjórn Eyþings tekur undir þingsályktunartillöguna. Full þörf er á að hraða uppbyggingu fjarfundabúnaðar í ráðuneytum. Einnig er mikilvægt að stofnanir ríkisins komi sér upp slíkum búnaði. Sveitarfélög á landsbyggðinni sem og landshlutasamtök sveitarfélaga þurfa reglulega að eiga samskipti við ráðuneyti og stofnanir. Oft og tíðum kallar það á mikinn ferðakostnað og tíma. Tímasparnaðurinn er ekki síður mikilvægur í þessu samhengi. Hingað til hefur oft verið erfitt að fá fjarfund vegna skorts á búnaði.
Þá tekur stjórn Eyþings undir það að „framkvæmdarvaldinu, með Stjórnarráði Íslands í broddi fylkingar, ber að vera aðgengilegt fyrir alla landsmenn og þjónusta einstaklinga og lögaðila jafnt, óháð búsetu“. 

i)       Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvald um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0253.html

Stjórn Eyþings fagnar tillögunni og vonar að hún verði til þess að betri sátt náist um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Stjórn Eyþings vill koma á framfæri nokkrum ábendingum.

  • Í A.3. þarf að skilgreina hvaða svæði eru „lykilsvæði”.
  • Að mati stjórnar Eyþings er óásættanlegt að línulagnir yfir hálendið séu útilokaðar enda er það ekki í anda þingsályktunarinnar um styrkingu og uppbyggingu flutningskerfisins og aukið afhendingaröryggi.
  • Í A.9. þarf að skilgreina hvernig tryggja eigi að ákvarðanir um einstaka jarðstrengskafla, þegar það á við , byggist á heildstæðu mati á þeim hluta flutningskerfisins þar sem lengd jarðstrengskafla er háð takmörkunum og innbyrðis háð. Einnig þarf að vera skýrt hver á að meta þetta sem og að meta hvar jarðstrengur hefur í för með sér mestan ávinning umfram loftlínu. 

j)       Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0264.html 
Lagt fram. 

k)     Frumvarp til laga um helgidagafrið, 134. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0206.html  
Lagt fram. 

l)       Frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum, 185. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0259.html 
Lagt fram. 

m)   Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 149. mál. http://www.althingi.is/altext/148/s/0222.html 
Lögð fram.

n)     Tillaga til þingsályktunar um Alexandersflugvöll, 168. mál.
Lögð fram.

5.      Áætlun um fundi stjórnar
Lögð fram til kynningar. 

6.      Önnur mál
(a)   Bréf frá Sverri Ingólfssyni, dags. 2. febrúar, vegna rökstuðnings fyrir höfnun styrkumsóknar.
Lagt fram.

(b)  Fundur með þingmönnum NA-kjördæmis.
Sameiginlegur fundur stjórna Eyþings og SSA féll niður vegna veðurs 13. febrúar sl. Formaður og framkvæmdastjóri hittu þingmenn á stuttum fundi þann 14. febrúar. Til skoðunar er að finna tíma fyrir sameiginlegan fund með SSA og þingmönnum.

(c)   Fundur með samgönguráði.
Lagt var fram bréf frá samgöngu- og sveitarsjórnarráðuneyti, dags. 13. febrúar. Fundur með samgönguráði var haldinn 27. febrúar á Akureyri og var fulltrúaráð Eyþings boðið til fundarins.

 

 

Fundi slitið kl. 16:15

Vigdís Rún Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?