Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 24.08.2016

29.08.2016

Árið 2016, miðvikudaginn 24. ágúst, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91 Akureyri. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Arnór Benónýsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Karl Frímannsson, Sif Jóhannesdóttir. Þá voru mætt Olga Gísladóttir varamaður Hilmu Steinarsdóttur sem látið hefur af stjórnarsetu (sjá 283. fund) og Gunnar I. Birgisson í stað Bjarna Theódórs Bjarnasonar sem var forfallaður. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 15:10. 

Þetta gerðist helst.

   1. Svæðisskipulag fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra. Val á ráðgjafa -  kynningar og viðtöl.

Óskað hafði verið eftir kynningu frá þremur fyrirtækjum sem unnið hafa að skipulagsvinnu. Óskað var eftir kynningu á aðkomu þeirra að hliðstæðum verkefnum. Jafnframt var óskað eftir sýn þeirra á verkefnið, m.a. hvað felast eigi í verkefninu, hvernig samráði skuli háttað, skipulag og umgjörð verkefnis, umfang þess og hugsanleg áfangaskipti. Eftirtaldir komu til fundar við stjórn og í þessari röð:

(a)  Frá Teiknistofu arkitekta: Árni Ólafsson.

(b)  Frá Landslagi: Ómar Ívarsson og Þráinn Hauksson.

(c)  Frá Alta: Halldóra Hreggviðsdóttir og Björg Ágústsdóttir.

Stjórnin þakkar fyrir vandaðar kynningar og ánægjulegar umræður. Unnið verður út frá þeim upplýsingum sem fram komu og málið tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.

   2. Aðalfundur Eyþings 2016.

Lausleg umræða fór fram um fyrirkomulag aðalfundar og dagskrá. Ábending kom fram um að æskilegt væri að fá greinargerð frá starfshópi um úrgangsmál. Formaður tók að sér að hafa samband við fulltrúa starfshópsins.  Þar sem fundartími var orðinn langur lagði formaður til að fresta frekari umræðu til næsta stjórnarfundar en fela framkvæmdastjóra að setja upp ramma að dagskrá fyrir næsta stjórnarfund á grundvelli hugmynda frá Karli en honum var falið á 273. fundi að gera tillögu að fundarformi.

   3. Málefni innflytjenda. Stefna sveitarfélaga.

Framkvæmdastjóri dreifði ritunum Fjölmenningarstefna og Móttaka innflytjenda í skóla sem gefin voru út af Eyþingi í febrúar 2009. Spurst hafði verið fyrir um þessi gögn og hvort ástæða væri til að taka stefnuna til endurskoðunar.

 

Fundi slitið kl. 18:50.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?