Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 21.11.2013

04.12.2013

Stjórn Eyþings
249. fundur

Árið 2013, fimmtudaginn 21. nóvember, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri og tveir stjórnarmanna voru þátttakendur um fundarsíma. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Halla Björk Reynisdóttir. Siggeir Stefánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarsonar í síma. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 15:05.
Þetta gerðist helst.

1. Fundargerðir Menningarráðs Eyþings, dags. , 45. – 47. fundur.
Lagðar fram.

2. Almenningssamgöngur.
(a) Fundargerð Strætó b.s. frá 6. nóvember.
Geir, Pétur og Sigurður gerðu grein fyrir fundargerðinni en þeir sátu fundinn þar sem farið var ítarlega yfir fjölmörg atriði sem snerta rekstur Eyþings á almenningssamgöngum. Fram kom að þeir gera verulegar athugasemdir við fundargerðina þar sem ekki fengust bókuð svör sem fram komu við lykilspurningum sem lagðar voru fram á fundinum og varða uppgjör á leið 57. Fundargerðin er að öðru leyti mjög greinargóð.

(b) Svar stjórnar SSA varðandi kostnaðaruppgjör á leið 56.
Lögð var fram bókun frá fundi stjórnar SSA 31. október en fyrir fundinum lá tillaga Eyþings að uppgjöri á leið 56. Tillagan varðar uppgjör á beinum kostnaði við rekstur einnar ferðar á dag á leið 56 milli Akureyrar og Egilsstaða, en allan aukakostnað tekur Eyþing að fullu á sig.
Í svarinu kemur fram að stjórn SSA hafnar allri þátttöku í kostnaði umfram framlag ríkisins vegna leiðarinnar. Þessi afstaða kemur stjórn Eyþings í opna skjöldu enda talið að fullt samkomulag hefði verið um þennan akstur og fullt tillit tekið til óska SSA. Að auki hefur það sýnt sig að full þörf er á þessum samgöngumáta milli landshlutanna.
Pétur og Sigurður kynntu nýja tillögu sem þeir lögðu fram á fundi á Húsavík sem þeir áttu með Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur og Ólafi Áka Ragnarssyni 19. nóvember um málið. Til viðbótar við fyrri tillögu hefur kostnaður vegna þjónustusamnings við Strætó bs. verið helmingaður þannig að 50% falla á Eyþing en hin 50% skiptast á SSA (42,86%) og Eyþing. Á fundinum var einnig farið yfir þær aðhaldsaðgerðir og fargjaldabreytingar sem gripið verður til á umræddri leið.
Stjórnin felur framkvæmdastjóra að senda stjórn SSA tillöguna og væntir þess að stjórnin horfi til mikilvægis samstarfs um almenningssamgöngur milli Norður- og Austurlands.

(c) Leið 57 – uppgjör og framtíðarskipulag.
Lögð var fram tillaga frá Ólafi Sveinssyni f.h. SSV, skv. tölvupósti 28. september, um uppgjör á hallarekstri almenningssamgangna á Vesturlandi að meðtalinni leið 57 milli Akureyrar og Reykjavíkur. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Eyþing greiði hluta af hallanum.
Stjórn Eyþings hafnar þátttöku í taprekstri almenningssamgangna á Vesturlandi og vísar til álits lögfræðinga sem farið hafa yfir málið. Vísað er m.a. til eftirfarandi:
• Ekki hefur verið sýnt fram á að umrætt tap hafi orðið á leið 57 (Akureyri-Reykjavík) enda má telja það ólíklegt miðað við áætlanir Strætó bs.
• Fyrir liggur skýr samþykkt stjórnar Eyþins í bréfi, dags. 31. ágúst 2012, þar sem SSV er veitt umboð til undirritunar samnings við Hópbíla ehf. um akstur á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Umboðið nær ekki til annarra leiða á vegum SSV.
• Þá höfnuðu sveitarfélögin yfirdráttarheimild til Eyþings sl. sumar til að mæta hallarekstri innan svæðis Eyþings. Af því leiðir að stjórn Eyþings hefur ekki heimild til að taka á sig hallarekstur í öðrum landshlutum.
• Eðlilegt er að samræmis sé gætt í rekstri leiða 56 (Akureyri-Egilsstaðir) og 57 sem báðar eru í samrekstri. Eyþing annast umsýslu leiðar 56 og er sú leið gerð upp sérstaklega.
Stjórnin felur Geir, Sigurði og Pétri að gera vegamálastjóra grein fyrir þeim ágreiningi sem uppi er við SSV. Einnig er þeim falið að eiga fund með Guðjóni Bragasyni lögfræðingi Sambands ísl. sveitarfélag um rekstrarskilyrði almenningssamgangna og ábyrgðir landshlutasamtakanna.

(d) Endurskoðaðar áætlanir.
Lagðar voru fram nýjar rekstraráætlanir fyrir árin 2014 – 2017, dags. 20.11.2013, auk nýs rekstraryfirlits fyrir yfirstandandi ár. Áætlanirnar byggja á þeim breytingum sem samþykktar voru á síðasta fundi stjórnar.
Geir, Sigurður og Pétur munu fara yfir áætlanirnar á fundi sem áformaður er með vegamálastjóra á morgun.

3. Þingmál.
(a) Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (endurskoðun matsskýrslu), 120. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0123.html
Lagt fram.
(b) Tillaga til þingsályktunar um landsnet ferðaleiða, 122. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0127.html
Lögð fram.
(c) Tillaga til þingsályktunar um myglusvepp og tjón af völdum hans, 96. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0099.html
Stjórnin lýsir yfir ánægju með tillöguna.
(d) Frumvarp til laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (framleiðsla og dreifing áburðar o.fl.), 140. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0157.html 
Lagt fram.
(e) Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim (sjúkdómalistar og reglugerðarheimild), 139. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0156.html 
Lagt fram.
(f) Frumvarp til laga um matvæli (eftirlit og gjaldtökuheimild, EES-reglur), 110. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0113.html 
Lagt fram.
(g) Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 14. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0014.html 
Stjórnin tekur undir megininntak tillögunnar.
(h) Frumvarp til laga um byggingarvörur (heildarlög, EES-reglur), 61. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0061.html 
Lagt fram.
(i) Tillaga til þingsályktunar um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, 107. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0110.html 
Lögð fram.
(j) Tillaga til þingsályktunar um útlendinga, 136. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0151.html 
Lögð fram.
(k) Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (aflahlutdeildir í rækju), 153. mál.
http://www.althingi.is/altext/143/s/0178.html 
Lagt fram.

4. Fundargerðir og efni frá landshlutasamtökum.
Lögð fram fundargerð stjórnar SSV frá 11. nóvember.

5. Fulltrúaráð Eyþings.
Pétur greindi frá að upplýsingar um fulltrúa sveitarfélaganna í fulltrúaráðið væru að berast þessa dagana.
Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að semja dagskrá og undirbúa fundinn með áherslu á almenningssamgöngur og starfshætti fulltrúaráðsins. Fundurinn verður haldinn eftir hádegi miðvikudaginn 11. desember á Akureyri.

6. Sóknaráætlun.
(a) Staða verkefna 2013 og framhald sóknaráætlunar.
Lögð fram greinargerð stýrinets Stjórnarráðsins, dags. 21. október, ásamt tölvupósti frá Stefaníu Traustadóttur innanríkisráðuneytinu sama dag.
Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir varðandi framhald sóknaráætlunar.

(b) Verkefni um fjarskipti.
Lagðir voru fram minnispunktar frá Pétri af fundi 6. nóvember í innanríkisráðuneytinu sem hann og Geir sátu. Fyrir liggur að Eyþing á fjárveitingu til ráðstöfunar skv. sóknaráætlun, en illa hefur gengið að finna verkefninu farveg vegna samkeppnismála.
Stjórnin samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu í samráði við innanríkisráðuneytið og skilgreina verkefnið út frá þeim punktum sem fram koma í minnispunktunum. Ef nauðsynlegt reynist að skilgreina nánar áherslur í úrbótum samþykkir stjórnin að leitað verði eftir verðtilboðum frá verkfræðistofum á svæðinu.
Siggeir þurfti að yfirgefa fundinn undir þessum dagskrárlið kl. 16:45.

7. Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar.
Lagðar fram og ræddar lauslega. Stjórnin fagnar þeirri tillögu að við allar breytingar á stofnanakerfi og þjónustu ríkisins verði horft til þess möguleika að flytja opinber störf út á land. Lítið hefur miðað í slíkum áformum til þessa.

8. Leigusamningur um skrifstofuhúsnæði að Hafnarstræti 91 Akureyri.
Stjórnin samþykkir leigusamninginn og væntir þess að umbeðin breyting á millivegg verði gerð. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið í lok janúar nk.


Fundi slitið kl. 17:15.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?