Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 19.04.2017

24.04.2017

 Árið 2017, miðvikudaginn 19. apríl, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Ráðhúsi Svalbarðsstrandarhrepps. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Eiríkur H. Hauksson, Gunnar Gíslason í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur, Olga Gísladóttir í forföllum Sifjar Jóhannesdóttur. Elías Pétursson var í síma. Gunnar I. Birgisson boðaði forföll og ekki voru tök á að boða varamann hans. Arnór Benónýsson boðaði forföll sem og varamaður hans. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 16:00. 

Þetta gerðist helst. 

1. Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

(a)   Fjármagn
Við nánari skoðun á uppgjöri uppbyggingarsjóðs hefur komið í ljós að ónýtt framlag 2015 að upphæð kr. 9.336.760 kr. var ekki tekið með í heildarupphæð til úthlutunar í ár. Stjórnin samþykkir að bíða með ákvörðun um ráðstöfun þeirrar upphæðar þar til endanlegt uppgjör liggur fyrir í ársreikningi 2016.

(b)   Fundargerðir fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, dags. 30. og 31. mars, 9. og 10. fundur.
Lagðar fram.

(c)    Fundargerðir fagráðs menningar
Fundargerðir bárust ekki fyrir fundinn.

(d)   Fundargerð úthlutunarnefndar
Fundargerðin barst ekki fyrir fundinn.

(e)    Úthlutunarhátíð
Úthlutunarhátíðin verður í Menningarhúsinu Bergi Dalvík föstudaginn 28. apríl og hefst kl. 15.

(f)    Áhersluverkefni
Framkvæmdarstjóri ræddi mögulegt aukið fjármagn til áhersluverkefna.

2. Fundargerð vorfundar landshlutasamtaka sveitarfélaga, dags. 23.3.2017.
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir fundargerðinni.

3. Bréf frá Orkustofnun, dags. 16. mars, um tillögur að smávirkjunum.
Í bréfinu er óskað eftir því að landshlutasamtök sveitarfélaga kalli eftir hugmyndum frá sveitarfélögum, innan sinna vébanda og sendi Orkustofnun nauðsynlegar upplýsingar fyrir að minnsta kosti einn virkjunarkost. Fram kemur einnig að stofnunin mun velja einn virkjunarkost frá hverju landssvæði til útfærslu í þessum áfanga í smávirkjanamálum.

Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdarstjóra að leita eftir samstarfi við atvinnuþróunarfélögin um efni bréfsins.

4. Bréf (tp) frá Samtökum sjávarútvegsfyrirtækja, dags. 31. mars, varðandi samstarf um málþing um nýtingu strandsvæða til fiskeldis.
Stjórnin samþykkir þátttöku Eyþings í málþinginu.

5. Þingmál.

(a)   Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á svið samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0326.html
Lagt fram.

(b)   Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 207. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0291.html
Stjórn Eyþings hefur fengið til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 207. mál. Afgreiðsla umsagnar var gerð í tölvupóstum og var afgreiðsla stjórnar send 7. apríl sl.

Eftirfarandi umsögn var samþykkt í stjórn Eyþings með 6 atkvæðum gegn einu:

Stjórn Eyþings telur allt of langt seilst með því að útiloka heilan landshluta frá nær öllum möguleikum til frekari nýtingar vatnsorku. Þetta er þeim mun alvarlegra þar sem Norðurland eystra er landshluti sem býr við alvarlegan raforkuskort og ótrygga miðlun raforku. Þessi staða hefur ítrekað verið staðfest að undanförnu. Fyrir liggja ýmis dæmi, þar á meðal á Akureyri, þar sem þessi staða hamlar atvinnuuppbyggingu og nýjum atvinnutækifærum. Að auki veldur þetta starfandi fyrirtækjum stórfelldum vanda. Mörg þeirra hafa neyðst til að koma upp varaafli með díeselstöðvum, sem er í miklu ósamræmi við stefnu stjórnvalda í umhverfismálum.

Eini virkjunarkosturinn á öllu Norðurlandi sem skilgreindur er í orkunýtingarflokk er veituleið Blönduvirkjunar.

Af þessum ástæðum telur stjórn Eyþings nauðsynlegt að skilgreina á ný virkjunarkosti í Jökulsánum í Skagafirði og í Skjálfandafljóti sem geti fallið í biðflokk. Sem dæmi má nefna virkjunarkosti í Skjálfandafljóti ofan við Aldeyjarfoss. Að mati stjórnarinnar á að vera hægt að mæta sjónarmiðum bæði um verndun og um nauðsynlega orkuöflun. Hagsmunir samfélaganna á Norðurlandi liggja ekki í því að einblínt sé á annað hvort sjónarmiðið.

Stjórnin vekur athygli á því að Þistilfjörður er hluti af Norðausturlandi en ekki Austurlandi. Hafralónsá er að mati stjórnar kostur sem kann að vera mikilvægur fyrir norðausturhorn landsins sem í dag býr við mikið óöryggi í afhendingu raforku.

Jafnframt vísar stjórn Eyþings til áður sendrar athugasemdar, dags. 20. apríl 2016, við drög að rammaáætlun III, en þar segir: „Stjórnin telur að álit allra faghópanna fjögurra hefði þurft að liggja til grundvallar þessum tillögum. Nauðsynlegt er að dýpri umræða sé tekin um orkuöflun og flutningskerfi og sett í samhengi við samfélagsleg áhrif.“ 

Sérálit.

Einn stjórnarmanna Eyþings, Sif Jóhannesdóttir, lagði fram sér umsögn um ofangreint þingmál og er hún eftirfarandi:

Raforkuframleiðsla á Norðurlandi hefur verið meiri en nýting þar og hefur umfram framleiðsla verið nýtt í öðrum landshlutum. Áætlanir eru uppi um aukna framleiðslu raforku á stöðum sem þegar hafa verið virkjaðir og eru í nýtingarflokki. Einnig er nú horft til aukinnar framleiðslu raforku í minni virkjunum. Þannig er framleitt nægt rafmagn í landshlutanum til að tryggja nægilega orku fyrir atvinnulíf og uppbyggingu þess, þrátt fyrir að stórir kostir í vatnsaflsvirkjunum verði nú settir í verndarflokk. Einnig er rétt að benda á að í tillögunni eru  nokkrir virkjanakostir á Norðurlandi í biðflokki. Vandamál landshlutans hvað raforku varðar liggur hvorki í lítilli framleiðslu né takmörkuðum möguleikum til aukningar, vandinn liggur í ótryggri miðlun raforku innan hans. Mjög brýnt er að Landsnet, hlutaðeigandi sveitarfélög og landeigendur nái sátt um úrbætur á raforkuflutningskerfi á Norðurlandi til að bregðast við þessari stöðu. Íbúar og sveitarfélög eiga ekki að láta stilla sér upp með þeim hætti að sjálfsögð rafmagnsnotkun til atvinnulífs útheimti umdeildar virkjanaframkvæmdir og breytingar á áður kynntri stefnu rammaáætlunar. Slík áform myndu enn fremur útheimta áralangan undirbúningstíma og fullkomna óvissu um hvort og hvaða sátt næðist um virkjunarkosti. 

(c)    Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0288.html
Lagt fram.

(d)   Tillaga til þingsályktunar um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar, 135. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0194.html
Lagt fram.

(e)    Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0418.html
Lagt fram.

(f)    Frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0419.html
Lagt fram.

(g)   Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal, 193. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0264.html
Lagt fram.

(h)   Tillaga til þingsályktunar um fjarfundi á vegum ráðuneyta og notkun fjarfundabúnaðar, 273. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0380.html
Lagt fram.

(i)     Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaréttur erlendra ríkisborgara), 258. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0356.html
Lagt fram.

(j)     Frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, 411. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0542.html
Stjórn Eyþings er í meginatriðum sammála áherslum sem koma fram í frumvarpinu en leggur áherslu á að skýra þarf betur og horfa til lengri tíma varðandi ákveðin atriði sem snúa að fjármögnun. Mikilvægt er að fyrir liggi áætlun um hve mikið fjármagn fari í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á næstu árum og að sú áætlun verði fjármögnuð á fjárlögum. Þá er mikilvægt að skýrt sé hvaðan fjármagn til einstakra framkvæmda á að koma, þ.e. úr landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarminja, af fjárlögum eða úr Framkvæmdasjóði svo ferðamannastöðum verði ekki vísað á milli fjármögnunarleiða eða lendi á milli þeirra. 

(k)   Tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0223.html
Stjórnin tekur undir bókun bæjarráðs Akureyrar frá 5. janúar sl.:

„Í höfuðborg Íslands er eina hátæknisjúkrahús landsins. Það er því lífsnauðsynlegt að þangað sé ávallt greið leið með sjúklinga hvort sem er af höfðuborgarsvæðinu eða landsbyggðunum. Lokun Neyðarbrautarinnar svokölluðu á Reykjavíkurflugvelli hefur leitt til þess að sjúkraflugvélar hafa ekki getað lent í Reykjavík né annars staðar á Suðvesturhorninu með alvarlega veika einstaklinga, sem hafa þurft á bráðnauðsynlegri umönnun að halda á þessu eina hátæknisjúkrahúsi okkar landsmanna. Það er því ófrávíkjanleg krafa bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar að Neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð aftur þar til önnur og jafngóð lausn finnst.

Bæjarráð skorar á Borgarstjórn Reykjavíkurborgar, innanríkisráðherra og Alþingi að stuðla að því að svo geti orðið.“

(l)     Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0311.html
Lagt fram.

(m) Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0377.html
Lagt fram.

(n)   Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0255.html
Lagt fram.

(o)   Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnislaust Ísland, 114. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0173.html
Lagt fram.

(p)   Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0145.html
Lagt fram.

(q)   Frumvarp til laga um varnir gegn mengun hafs og stranda og hollustuhætti og mengunarvarnir (EES-reglur, refsiákvæði), 355. mál.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0482.html
Lagt fram.

6. Starfsmannamál.
Lagt fram bréf frá Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur menningarfulltrúa, dags. 27. mars sl., þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi til ársloka 2018. Lagðar voru fram reglur nokkurra sveitarfélaga og stofnana um launalaus leyfi.

Meirihluti stjórnar telur ekki hægt að verða við beiðninni og felur framkvæmdastjóra að ræða við bréfritara.  

7. Aðalfundur 2017.
Framkvæmdastjóri kynnti dagsetningar sem eru til skoðunar. Fundurinn er áformaður á Sigló Hótel, Siglufirði.

8. Boð á fund fjárlaganefndar Alþingis 26. apríl um fjármálaáætlun 2018 – 2022.
Stjórnin samþykkir að þiggja boðið.

9. Önnur mál.
Stjórnin samþykkir að stefna að fundi í fulltrúaráði Eyþings 7. júní nk. á Húsavík þar sem meðal annars verða kynntar niðurstöður úr verkefni RHA.

Fundi slitið kl. 17:35.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?