Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 19.04.2013

19.04.2013

 

Stjórn Eyþings

241. fundur

 

Árið 2013, föstudaginn 19. apríl, kom stjórn Eyþings saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps á Grenivík. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Soffía Helgadóttir varamaður Gunnlaugs Stefánssonar sem boðaði forföll. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. 

Fundur hófst kl. 13:00.

Þetta gerðist helst.

 

1.        Almenningssamgöngur.

(a)      Fundargerðir nefndar um almenningssamgöngur, dags. 14., 21. og 27. febrúar, 27. mars, 18. og 19. apríl,  13. – 18. fundargerð.

(b)     Rekstraráætlun 2013 og 2014, ásamt rekstraryfirliti fyrir janúar-mars 2013.

(c)      Minnisblað frá Smára Ólafssyni, dags. 19. apríl, með breytingartillögum í akstri.

Sigurður Valur fór yfir fundargerðir og þau gögn sem lágu fyrir fundinum. Mjög ójafnt sjóðstreymi yfir árið veldur vanda. Þá stefnir í hallarekstur á árinu miðað við fyrirliggjandi gögn. Ýmsir þættir valda s.s. að mun lægra hlutfall farþega greiðir fullt gjald en reiknað hafði verið með. Þegar hefur verið brugðist við að hluta og verður gert frekar í vetraráætlun næsta haust.

Nefndin leggur í 18. fundargerð fram nokkrar aðgerðir sem fara þarf í. Stjórnin samþykkir að auk þeirra verði óskað eftir fundi með Vegagerðinni þar sem rætt verði (a) hvernig hægt sé að tryggja að einkaleyfið á akstursleiðum haldi (b) um möguleika á auknu fjármagni vegna umfangs almenningssamgangna í landshlutanum og tenginga við ferjur og (c) um viðbrögð vegna niðurfellingar á endurgreiðslu olíugjalds.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að koma á fundi með Vegagerðinni sem fyrst.

 

2.        Skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur óskað eftir breytingu á skipun skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum (sjá 236. fund). Stjórn Eyþings staðfestir eftirfarandi tilnefningar sem hún hefur áður samþykkt með tölvupóstum:

Aðalmenn:

Dagbjört Jónsdóttir, Hólavegi 7, 650 Laugar.

Guðrún María Valgeirsdóttir, Reykjahlíð 1, 660 Mývatn.

Varamenn:

Bjarni Höskuldsson, Aðalbóli, 641 Húsavík.

Kolbrún Ívarsdóttir, Sjónarhóli, 660 Mývatn.

 

 

 

3.        Tilnefning fulltrúa í samráðshóp um gerð framkvæmdaáætlunar fyrir Félagsmálasjóð Evrópu.

Stjórnin hafði áður (232. fundur) tilnefnt Dagbjörtu Bjarnadóttur í samráðshópinn en hún hefur nú beðist lausnar.

Stjórnin samþykkir að tilnefna Indu Björk Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa og formann félagsmálaráðs Akureyrarbæjar.

 

4.        Aðalfundur 2013.

Samþykkt að halda aðalfundinn dagana 27. og 28. september. Fundurinn verður haldinn á Grenivík.

 

5.        Sóknaráætlun.

(a)      Sóknaráætlun Eyþings 2013.

Lokaskýrsla lögð fram með breytingum skv. óskum stýrinets sóknaráætlana.

(b)     Innbyrðis samstarf til sóknar í Eyþingi. Niðurstöður fundar samráðsvettvangs Eyþings 4. febrúar 2013.

Lögð fram samantekt Bjarna Snæbjarnar Jónssonar ráðgjafa.

(c)      Samningur um framkvæmd sóknaráætlunar fyrir árið 2013, dags. 22. mars 2013.

Samninginn undirrituðu Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsáðherra og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður Eyþings.

Á næstu dögum mun verða gengið frá samkomulagi um einstök verkefni sóknaráætlunar milli Eyþings og framkvæmdaaðila.

(d)     Sóknaráætlanir landshluta. Fréttatilkynning Stjórnarráðs Íslands 22. mars 2013.

Lögð fram.

 

6.        Endurnýjun heimasíðu Eyþings.

Lagt var fram tilboð frá Stefnu ehf. í gerð nýrrar heimasíðu fyrir Eyþing. Stjórnin samþykkir tilboðið og samþykkir að vísa kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Stjórnin felur jafnframt formanni og framkvæmdastjóra ásamt menningarfulltrúa að vera í samráði við hönnuði.

             

7.        Þingmál.

(a)      Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (kyntar veitur), 574. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0973.html       

Lagt fram.

(b)     Frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 577. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0982.html

Lagt fram.    

(c)      Frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu (samræming reglna um vatnsréttindi), 634. mál.

 www.althingi.is/altext/141/s/1110.html      

Lagt fram.

 

8.        Önnur mál.

(a)      Norðurslóðanet Íslands.

Aðalfundur Norðurslóðanetsins hefur verið boðaður 29. apríl og munu formaður og framkvæmdastjóri sitja fundinn.

(b)     Undirbúningur nýrrar byggðaáætlunar.

Pétur og Geir greindu frá upphafsfundi um stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017 sem haldinn var í Reykjavík 9. apríl.

(c)      Húsnæðismál.

Pétur og Geir greindu frá að viðræður væru um húsnæðismál fyrir stofnanir tengdar sveitarfélögunum og atvinnulífinu. Tveir staðir eru til skoðunar.

(d)     Vaðlaheiðargöng hf.

Nýráðinn framkvæmdastjóri, Valgeir Bergmann Magnússon, kemur til starfa 2. maí.

Þá fór Pétur yfir vandkvæði varðandi vinnubúðir sem upp hafa komið, m.a. í kjölfar nýrrar skipulagsreglugerðar sem tók gildi 1. febrúar sl. Enn sem komið er hefur aðeins tekist að fá leyfi fyrir verkstæðishúsi.

 

 

Fundi slitið kl. 15:10.

Pétur Þór Jónasson

Getum við bætt síðuna?