Fundargerð - Stjórn Eyþings - 15.05.2017
Árið 2017, mánudaginn 15. maí, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Eiríkur H. Hauksson, Elías Pétursson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar I. Birgisson og Sif Jóhannesdóttir. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 14:00.
Þetta gerðist helst.
1. Samkomulag vegna starfsloka menningarfulltrúa.
Formaður gerði grein fyrir samkomulaginu. Arnór óskaði eftir að framkvæmdastjóri viki af fundi og var það samþykkt af öllum stjórnarmönnum. Framkvæmdastjóri vék af fundi undir þessum lið.
Stjórnin samþykkti starfslokasamninginn.
2. Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
(a) Fundargerðir fagráðs menningar, dags. 26. og 27. mars, 11. – 13. fundur.
Lagðar fram.
(b) Fundargerð úthlutunarnefndar, dags. 3. apríl, 6. fundur.
Fundargerðin staðfest en hún hafði áður verið staðfest í tölvupósti af stjórnarmönnum fyrir úthlutun styrkja.
(c) Fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins, dags. 16. mars, 34. fundur.
Lögð fram.
(d) Tilkynning um aukið fjármagn.
Í tölvupósti 21. apríl sl. var tilkynnt um ákvörðun ráðherra byggðamála að hækka framlag til sóknaráætlana um 100 mkr. Hækkun á framlagi til Eyþings nemur því 17.319.397 kr. Samtals framlag til sóknaráætlunar
Norðurlands eystra árið 2018 nemur því 125.860.056 kr. sem er 15,96% hækkun milli ára.
3. Málþing um skipulag haf- og strandsvæða 17. maí.
Lögð var fram dagskrá málþingsins sem haldið verður á Reyðarfirði á vegum SSA og Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
4. Málþing um raforkumál á Norðurlandi eystra 7. júní.
Framkvæmdastjóri sagði frá drögum að dagskrá.
5. Þingmál.
(a) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006, með síðari breytingum (landupplýsingagrunnur og gjaldfrelsi landupplýsinga).
http://www.althingi.is/altext/146/s/0519.html
Lagt fram.
(b) Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 38/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
http://www.althingi.is/altext/146/s/0504.html
Lagt fram.
(c) Tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0567.html
Lagt fram.
6. Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf.
Lagt fram bréf frá Greiðri leið, dags. 12. maí, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 29. maí nk.
7. Fundur í fulltrúaráði Eyþings.
Ákveðið var að næsti fundur fulltrúaráðs yrði haldinn fimmtudaginn 8. júní kl. 15.00 á Húsavík.
8.Önnur mál.
(a) Aðalfundur Norðurslóðanets Íslands 16. maí.
(b) Fundur um breytingar á byggðakvóta 17. maí.
(c) Næsti stjórnarfundur áætlaður 7. júní.
Fundi slitið kl. 15:45.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.