Fundargerð - Stjórn Eyþings - 15.02.2017
Árið 2017, miðvikudaginn 15. febrúar, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Eiríkur H. Hauksson, Elías Pétursson, Gunnar I. Birgisson og Olga Gísladóttir í forföllum Sifjar Jóhannesdóttur. Eva Hrund Einarsdóttir boðaði einnig forföll sem og varamaður hennar. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 16:00.
Þetta gerðist helst.
1. Fundarritun. Umfang og frágangur fundargerða.
Fundargerð síðasta fundar (291. fundur) er enn ósamþykkt vegna athugasemda sem bárust frá Gunnari I. Birgissyni varðandi verklag. Fundargerðin var lögð fram með breytingum ásamt minnisblaði frá framkvæmdastjóra.
Að lokinni umræðu samþykkti stjórn 291. fundargerð. Jafnframt samþykkti stjórn að fundargerð verði rituð og samþykkt í lok fundar.
2. Samningur við RHA um úttekt á kostum og göllum sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.
Stjórnin samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann. Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að skilgreina verkefnið og fjármagna sem áhersluverkefni innan sóknaráætlunar.
3. Endurskoðun fjölmenningarstefnu Eyþings.
Eyþing gaf út fjölmenningarstefnu í febrúar 2009 að undangenginni vinnu þriggja manna starfshóps sem í sátu Anna Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Gíslason og Pétur Þór Jónasson. Samhliða var gefin út handbók um móttöku innflytjenda í skóla. Talsvert hefur verið spurst fyrir um fjölmenningarstefnuna að undanförnu og hvort ekki sé þörf á að yfirfara hana m.a. með hliðsjón af lögum og reglugerðum.
Stjórnin samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp til að endurskoða fjölmenningarstefnu Eyþings ásamt handbók um móttöku innflytjenda. Stjórnin samþykkir að óska eftir að eftirtaldir taki sæti í starfshópnum:
Gunnar Gíslason, ráðgjafi
Helga Hauksdóttir, starfsmaður hjá Akureyrarbæ
Linda Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Eyþingi
4. Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
(a) Skipun varamanns í fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Brynhildur Bjarnadóttir sem tilnefnd var á síðasta fundi hefur beðist undan því að taka sætið. Stjórnin samþykkir að skipa Sigríði Bjarnadóttur, Eyjafjarðarsveit sem varamann í hennar stað.
(b) Greinargerð um Sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2016.
Lögð fram. Greinargerðinni var skilað til strýrihóps Stjórnarráðsins 31. janúar sl.
(c) Staða áhersluverkefna.
Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu einstakra verkefna sem samþykkt voru 2015 og 2016 og afrakstri þeirra verkefna sem er lokið.
Stjórnin fagnar sérstaklega verkefninu Birding Iceland sem er lokið og vill vekja athygli sveitarstjórnarmanna á þeim möguleikum sem felast í því.
(d) Fundargerðir stýrihóps Stjórnarráðsins, dags. 16. nóvember og 12. desember 2016 og 10. janúar 2017, 30. – 32. fundargerð.
Lagðar fram.
5. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 23. janúar, um áætluð framlög árið 2017 til landshlutasamtakanna.
Lagt fram. Áætlað er að framlagið verði 29.500.000 á hver samtök.
6. Fundargerðir landshlutasamtaka.
Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir stjórna SSNV, SSA og SASS.
7. Þingmál.
(a) Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga, 128. mál. (24/2)
http://www.althingi.is/altext/146/s/0187.html
Samband ísl. sveitarfélaga er að vinna umsögn í samstarfi við landshlutasamtökin um málið sem sem verður lögð fyrir stjórn Eyþings.
8. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 8. febrúar, um tilnefningu í starfshóp til undirbúnings ráðstefnu um menningarmál.
Í bréfinu kemur fram að megintilgangur ráðstefnunnar verði að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis. Óskað er eftir tilnefningu á karli og konu en ráðuneytið mun skipa með hliðsjón af kynjajafnræði.
Stjórnin samþykkir að tilnefna:
Arnór Benónýsson, stjórnarmann.
Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, menningarfulltrúa.
9. Önnur mál.
Rætt var um fyrirhugaðan fund stjórna Eyþings og SSNV um raforkumál 20. febrúar.
Fundi slitið kl. 17:15
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð