Fundargerð - Stjórn Eyþings - 13.09.2010
13.09.2010
Stjórn Eyþings
216. fundur
216. fundur
Árið 2010, mánudaginn 13. september, kom stjórn Eyþings saman til fundar á skrifastofu Norðurþings á Húsavík. Mætt voru Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður, Árni K. Bjarnason, Bergur Elías Ágústsson, Marinó Þorsteinsson og Ólína Arnkelsdóttir. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 10:30.
Fundur hófst kl. 10:30.
Þetta gerðist helst.
1. Bréf frá stjórn Greiðrar leiðar ehf., dags. 18. ágúst, varðandi aukningu hlutafjár í félaginu.
Í bréfinu eru kynnt áform um u.þ.b. tvöföldun hlutafjár í félaginu í um 200 mkr. í því skyni að taka þátt í stofnun nýs hlutafélags á móti Vegagerðinni um gerð Vaðlaheiðarganga. Samþykkt að undirrita viljayfirlýsingu sem fylgir bréfinu um aukningu hlutafjár í samræmi við 1,33% hlut Eyþings í félaginu.
2. Fundargerð Menningarráðs Eyþings, dags. 3. september, 26. fundur.
Formaður fór yfir fundargerðina og gerði sérstaklega grein fyrir rekstri og fjárhag menningarráðsins.
Formaður fór yfir fundargerðina og gerði sérstaklega grein fyrir rekstri og fjárhag menningarráðsins.
3. Fundargerð verkefnisstjórnar um sameiningu sveitarfélaga, dags. 3. september, 1. fundur.
Lögð fram.
Lögð fram.
4. Til kynningar.
(a) Fundargerð frá fundi landshlutasamtakanna og ráðuneytis sveitarstjórnarmála 16. ágúst.
Til umræðu voru einkum þrjú málefni, þ.e. verkefni landshlutasamtakanna og tengsl þeirra við ráðuneytið, sameining sveitarfélaga og tillögur um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
(b) Ályktun ársþings SSNV 27. og 28 ágúst 2010.
(c) Ályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga 3. og 4. september 2010.
(d) Efni frá landshlutasamtökum sveitarfélaga (dagskrár aðalfunda o.fl.).
(e) Tilkynning um landsþing Sambands ísl. Sveitarfélaga 29.9. – 1.10.
Formaður og framkvæmdastjóri munu sitja þingið.
(a) Fundargerð frá fundi landshlutasamtakanna og ráðuneytis sveitarstjórnarmála 16. ágúst.
Til umræðu voru einkum þrjú málefni, þ.e. verkefni landshlutasamtakanna og tengsl þeirra við ráðuneytið, sameining sveitarfélaga og tillögur um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
(b) Ályktun ársþings SSNV 27. og 28 ágúst 2010.
(c) Ályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga 3. og 4. september 2010.
(d) Efni frá landshlutasamtökum sveitarfélaga (dagskrár aðalfunda o.fl.).
(e) Tilkynning um landsþing Sambands ísl. Sveitarfélaga 29.9. – 1.10.
Formaður og framkvæmdastjóri munu sitja þingið.
5. Aðalfundur Eyþings 2010.
(a) Dagskrá.
Lögð fram drög að dagskrá fundarins og þau samþykkt.
(b) Nefndastörf.
Samþykkt að hafa að þessu sinni þrjár starfsnefndir auk kjörnefndar og var tekinn saman listi með ábendingum um umræðuefni í þeim. Samþykktar voru tillögur um formenn nefndanna og var framkvæmdastjóra falið að ræða við þá. Listi um skipan fulltrúa í nefndir verður lagður fram á aðalfundinum.
(c) Tillögur frá stjórn.
Samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögur um breytingar á lögum Eyþings, breytingar á samþykktum Menningarráðs Eyþings og breytingar á samstarfssamningi um heilbrigðisnefnd og rekstur heilbrigðiseftirlits.
(d) Starfsmenn fundarins.
Samþykkar voru tillögur til aðalfundarins um fundarstjóra og ritara. Einnig samþykkt að ráða Valtý Sigurbjarnarson sem ritara á aðalfundinum.
(a) Dagskrá.
Lögð fram drög að dagskrá fundarins og þau samþykkt.
(b) Nefndastörf.
Samþykkt að hafa að þessu sinni þrjár starfsnefndir auk kjörnefndar og var tekinn saman listi með ábendingum um umræðuefni í þeim. Samþykktar voru tillögur um formenn nefndanna og var framkvæmdastjóra falið að ræða við þá. Listi um skipan fulltrúa í nefndir verður lagður fram á aðalfundinum.
(c) Tillögur frá stjórn.
Samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögur um breytingar á lögum Eyþings, breytingar á samþykktum Menningarráðs Eyþings og breytingar á samstarfssamningi um heilbrigðisnefnd og rekstur heilbrigðiseftirlits.
(d) Starfsmenn fundarins.
Samþykkar voru tillögur til aðalfundarins um fundarstjóra og ritara. Einnig samþykkt að ráða Valtý Sigurbjarnarson sem ritara á aðalfundinum.
6. Erindi frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 8. september, varðandi námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Samþykkt að óska eftir námskeiðinu sem fyrst eða um mánaðamót október/nóvember og miða við að námskeið Eyþings og Símenntunar HA um lestur ársreikninga verði u.þ.b. tveimur vikum síðar.
Samþykkt að óska eftir námskeiðinu sem fyrst eða um mánaðamót október/nóvember og miða við að námskeið Eyþings og Símenntunar HA um lestur ársreikninga verði u.þ.b. tveimur vikum síðar.
7. Bréf frá Húnavatnshreppi, dags. 7. september, um afgreiðslu hreppsnefndar á athugasemdum við aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022.
Fram kemur að ekki hafi verið orðið við tilmælum, sbr. bréf Eyþings frá 16. júní sl., um að setja Húnavallaleið á aðalskipulag.
Fram kemur að ekki hafi verið orðið við tilmælum, sbr. bréf Eyþings frá 16. júní sl., um að setja Húnavallaleið á aðalskipulag.
8. Önnur mál.
(a) Upplýsingar um 20/20 Sóknaráætlun.
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem haldinn var í forsætisráðuneytinu 20. ágúst sl. Nýrri skrifstofa stjórnsýslu- og samfélagsþróunar innan forsætisráðuneytisins hefur verið falin umsjón Sóknaráætlunar. Fjallað verður um stöðu verkefnisins í heild og sóknaráætlun landshlutans á aðalfundi Eyþings.
(b) Gönguferð á vegum Greiðrar leiðar yfir Vaðlaheiði.
Framkvæmdastjóri sagði frá áformaðri Vaðlaheiðargangagöngu sem áformuð er næstkomandi laugardag 18. september. Gengið verður yfir áætlaðri legu Vaðlaheiðarganga. Með í för verður Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur sem mun fræða þátttakendur um jarðfræði svæðisins og aðstæður til gangagerðar.
(a) Upplýsingar um 20/20 Sóknaráætlun.
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem haldinn var í forsætisráðuneytinu 20. ágúst sl. Nýrri skrifstofa stjórnsýslu- og samfélagsþróunar innan forsætisráðuneytisins hefur verið falin umsjón Sóknaráætlunar. Fjallað verður um stöðu verkefnisins í heild og sóknaráætlun landshlutans á aðalfundi Eyþings.
(b) Gönguferð á vegum Greiðrar leiðar yfir Vaðlaheiði.
Framkvæmdastjóri sagði frá áformaðri Vaðlaheiðargangagöngu sem áformuð er næstkomandi laugardag 18. september. Gengið verður yfir áætlaðri legu Vaðlaheiðarganga. Með í för verður Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur sem mun fræða þátttakendur um jarðfræði svæðisins og aðstæður til gangagerðar.
Fundi slitið kl. 13:10
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.