Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 11.05.2010

11.05.2010
Stjórn Eyþings
213. fundur

Árið 2010, þriðjudaginn 11. maí, kom stjórn Eyþings saman til fundar á Hótel KEA Akureyri. Mætt voru Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður, Bergur Elías Ágústsson, Marinó Þorsteinsson og Guðný Sverrisdóttir varamaður í forföllum Árna K. Bjarnasonar. Ólína Arnkelsdóttir boðaði forföll sem og varamaður hennar. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 13:30.

 

Þetta gerðist helst.

 

 
1. Samantekt að loknum fundi 11. maí með fulltrúum RÚV.
Farið var yfir umræður og niðurstöður fundar sem stjórnin átti í dag með Svanhildi Kaaber stjórnarformanni Ríkisútvarpsins ohf. og Páli Magnússyni útvarpsstjóra um framtíð svæðisútvarps og svæðisbundinna frétta. Fram kom vilji þeirra til að hefja svæðisútsendingar en leita yrði hagkvæmra leiða og með Norður- og Austurland undir einum hatti. Óskuðu þau aðstoðar við að draga fram lausnir og lýstu vilja sínum til að setja á fót starfshóp í framhaldi til að koma málinu í höfn. 
Stjórnin samþykkir að boða til fundar til hugmyndavinnu um ýmsa kosti í svæðisútsendingum. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa fundinn sem haldinn verði 1. júní nk. og til hans verði boðið starfsmönnum RÚV á Akureyri, fulltrúum HA, fulltrúum frá SSA og SSNV auk Eyþings.

 

2. Ársreikningur 2009.
Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur sambandsins á árinu 56,2 millj. kr. og voru þær 0,3 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins námu 58,2 millj. kr. og reyndust 1,3 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Hagnaður af starfsemi sambandsins nam samkvæmt rekstrarreikningi 0,9 millj. kr. Þar af nam hagnaður sambandsins án menningarráðs 1,6 millj. kr. en tap menningarráðs nam 0,7 millj. kr. Árið 2008 nam hagnaður sambandsins 0,3 millj. kr.
Fjármagnsliðir reyndust vera jákvæðir  um 2,8 millj. kr. 
Menningarráð Eyþings er rekið sem sjálfstæður þáttur í starfsemi sambandsins. Tekjur vegna menningarsamnings námu 38,8 millj. kr. Gjöld vegna samningsins námu 41,2 millj. kr. og reyndust 0,8 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Fyrirframinnheimtar tekjur frá árunum 2007 og  2008 sem ekki hafði enn verið úthlutað námu 11,0 millj. kr.  Fjármagnstekjur vegna menningarsamningsins námu 1,6 millj. kr.
Óráðstafað eigið fé nam 10,6 millj. kr. í árslok (þar af 1,8 millj. kr. vegna menningarráðs), en nam 9,7 millj. kr. í árslok 2008.
Hlutur Eyþings í áætluðum lífeyrisskuldbindingum hjá B-deild LSR vegna starfsmanna skólaþjónustu Eyþings nam 12,6 millj. kr. en nam 11,8 millj. kr. í árslok 2008.
Stjórn Eyþings staðfesti ársreikninginn með undirskrift sinni og vísar honum til aðalfundar.

 

3. Fundargerðir Menningarráðs Eyþings, dags. 17. desember sl., 28. febrúar, 1. mars og 21. apríl, 22. – 25. fundur.
Lagðar fram.

 

4. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 7. maí, um helstu viðburði á vegum sambandsins á komandi hausti.
Vakin er athygli á hafnasambandsþingi 23. og 24. september, landsþingi sambandsins 29. september til 1. október á Akureyri og fjármálaráðstefnu 14. og 15. október.

 

Bergur vék af fundi.

5. Þingmál.
(a) Frumvarp til laga um hafnalög (innheimta aflagjalds), 525. mál.

www.althingi.is/altext/138/s/0914.html
Lagt fram.

 

(b) Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009 – 2012, 582. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0973.html
Rætt var um forgangsröðun og helstu áherslur svæðisins. Framkvæmdastjóra falið að ljúka umsögn um málið og senda stjórnarmönnum til samþykktar.

 

(c) Frumvarp til laga um skipan ferðamála (gæðamál, tryggingarfjárhæðir), 575. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0966.html
Stjórnin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

(d) Frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi (heildarlög), 574. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0965.html
Lagt fram.

 

(e) Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (lengri úrskurðarfrestur ráðherra), 514. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0901.html
Lagt fram.

 

(f) Frumvarp til laga um erfðabreyttar lífverur (EES-reglur, upplýsingagjöf til almennings), 516. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0903.html
Lagt fram.

 

(g) Frumvarp til laga um úrvinnslugjald (hækkun gjalds), 515. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0902.html.
Lagt fram.

(h) Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (flutningskerfi, gjaldskrár, EES-reglur o.fl.), 573. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0964.html
Lagt fram.

 

(i) Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2010 – 2013, 521. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0910.html
Að mati stjórnarinnar felur tillagan í sér mjög miðstýrða áætlun sem réttara væri að nefna „stefnu og áherslur iðnaðarráðuneytisins í atvinnumálum á Íslandi“  fremur en byggðaáætlun. Fram kemur að byggðaáætluninni er ætlað að vera innlegg í Sóknaráætlun 2020 sem nú er unnið að. Það er skoðun stjórnarinnar að fresta beri afgreiðslu tillögunnar þar til kemur að afgreiðslu sóknaráætlunar.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá umsögn um tillöguna og senda stjórnarmönnum til samþykktar.

 

(j) Frumvarp til laga um upprunaábyrgð á raforku (EES-reglur), 576. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0967.html
Lagt fram.

 

(k) Tillaga til þingsályktunar um úttekt á virkjunarkostum fyrir álframleiðslu, 91. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0093.html
Lögð fram.

 

6. Önnur mál.
(a) Yfirfærsla málefna fatlaðra.
Formaður svaraði fyrirspurnum um stöðu málsins í landshlutanum. Fram komu áhyggjur af áhrifum niðurskurðaráforma ráðuneytisins.
(b) Endurskoðun samþykkta fyrir Menningarráð Eyþings.
Formaður vakti máls á að nauðsynlegt væri að yfirfara samþykktirnar fyrir aðalfund í haust.
(c) Starfshópur um sameiningu sveitarfélaga.
Fram kom að eitt sveitarfélag á eftir að tilnefna í starfshópinn. Einnig kom fram að nefnd um endurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun skila af sér tillögum til ráðherra á næstu dögum. Að mati stjórnarinnar mun skýrsla nefndarinnar innihalda mikilvægar upplýsingar fyrir starfshópinn.
 
Fundi slitið kl. 14:35.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.
Getum við bætt síðuna?