Fundargerð - Stjórn Eyþings - 08.10.2010
08.10.2010
Stjórn Eyþings
217. fundur
217. fundur
Árið 2010, föstudaginn 8. október, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Bátahúsinu á Siglufirði. Mætt voru Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður, Árni K. Bjarnason, Bergur Elías Ágústsson, Marinó Þorsteinsson og Ólína Arnkelsdóttir. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 10:30.
Þetta gerðist helst.
1. Aðalfundur 2010 – skýrsla stjórnar og fjárhagsáætlun.
(a) Skýrsla stjórnar.
Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra fyrir starfsárið 2009 – 2010 lögð fram og rædd. Samþykkt að leggja hana fyrir aðalfund.
(b) Fjárhagsáætlun 2011.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og samþykkt að leggja hana fyrir aðalfund. Gert er ráð fyrir að framlög sveitarfélaganna verði óbreytt eins og undanfarin ár, eða 1 millj. kr. Að auki bera sveitarfélögin kostnað vegna fulltrúa sinna á aðalfundi.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstri yfirstandandi árs. Stjórnin telur ekki tilefni til að leggja fram endurskoðaða áætlun fyrir árið 2010.
2. Fundargerð verkefnisstjórnar um sameiningu sveitarfélaga, dags. 17. september, 2. fundur.
Lögð fram.
Lögð fram.
3. Áhrif fjárlagafrumvarpsins á svæði Eyþings.
Lagt var fram yfirlit sem Árni stjórnarmaður hafði tekið saman fyrir fundinn. Áhrif frumvarpsins fara til frekari umræðu í nefndum aðalfundar.
Lagt var fram yfirlit sem Árni stjórnarmaður hafði tekið saman fyrir fundinn. Áhrif frumvarpsins fara til frekari umræðu í nefndum aðalfundar.
4. Til kynningar.
(a) Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 14. og 15. október.
(b) Boð á Ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 15. október.
(c) Ályktanir aðalfundar SASS (sass.is).
(d) Ályktanir aðalfundar SSV (ssv.is)
(e) Ályktanir aðalfundar SSA (austur.is)
(f) Ályktanir aðalfundar SSS (sss.is)
(a) Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 14. og 15. október.
(b) Boð á Ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 15. október.
(c) Ályktanir aðalfundar SASS (sass.is).
(d) Ályktanir aðalfundar SSV (ssv.is)
(e) Ályktanir aðalfundar SSA (austur.is)
(f) Ályktanir aðalfundar SSS (sss.is)
5. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 10. september, um gerð nýrrar skipulagsreglugerðar.
Í bréfinu er óskað eftir ábendingum varðandi nýja skipulagsreglugerð sem sett verður á grundvelli nýrra skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010.
Stjórnin felur framkvæmdastjóra að kanna möguleika á ítarlegum kynningarfundi um nýsamþykkt skipulagslög.
Í bréfinu er óskað eftir ábendingum varðandi nýja skipulagsreglugerð sem sett verður á grundvelli nýrra skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010.
Stjórnin felur framkvæmdastjóra að kanna möguleika á ítarlegum kynningarfundi um nýsamþykkt skipulagslög.
6. Bréf frá Blönduósbæ, dags. 22. september, um afgreiðslu bæjarstjórnar á athugasemd við aðalskipulag Blönduósbæjar 2010 – 2030.
Fram kemur að ekki hafi verið orðið við tilmælum, sbr. bréf Eyþings frá 16. júní sl., um að setja Húnavallaleið á aðalskipulag.
Fram kemur að ekki hafi verið orðið við tilmælum, sbr. bréf Eyþings frá 16. júní sl., um að setja Húnavallaleið á aðalskipulag.
7. Borgarafundur stjórnlaganefndar og Eyþings 20. október nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Á fundinum verður fjallað um áformaða endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Á fundinum verður fjallað um áformaða endurskoðun stjórnarskrárinnar.
8. Önnur mál.
Sigrún Björk þakkaði ánægjulegt samstarf í stjórn Eyþings þar sem fyrir lægi að þetta væri síðasti stjórnarfundur sinn og fleiri stjórnarmanna, en aðeins tveir stjórnarmenn eru áfram í hópi kjörinna fulltrúa á aðalfund. Aðrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóri tóku undir þakkir fyrir gott samstarf.
Sigrún Björk þakkaði ánægjulegt samstarf í stjórn Eyþings þar sem fyrir lægi að þetta væri síðasti stjórnarfundur sinn og fleiri stjórnarmanna, en aðeins tveir stjórnarmenn eru áfram í hópi kjörinna fulltrúa á aðalfund. Aðrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóri tóku undir þakkir fyrir gott samstarf.
Fundi slitið kl. 11:30
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.