Fundargerð - Stjórn Eyþings - 05.04.2011
05.04.2011
Stjórn Eyþings
221. fundur
221. fundur
Árið 2011, þriðjudaginn 5. apríl, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mætt voru Bergur Elías Ágústsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. Fundur hófst kl. 10:00.
Þetta gerðist helst.
1. Fundargerð fundar stjórnar með þingmönnum NA-kjördæmis 7. febrúar 2011.
Lögð fram.
2. Fundargerð menningarráðs, dags 7. febrúar, 28. fundur.
Lögð fram.
Lögð fram.
3. Þingmál.
(a) Frumvarp til laga um fjöleignarhús (leiðsöguhundar o.fl.), 337. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0487.html
Lagt fram.
(b) Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra (einbýli), 214. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0239.html
Lagt fram.
(c) Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0401.html
Lögð fram.
(d) Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0123.html
Lagt fram.
(e) Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts af refa- og minkaveiðum), 164. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0180.html
Af hálfu Eyþings hefur því ítrekað verið andmælt hvernig ríkið hefur í auknum mæli ýtt kostnaði við refa- og minkaveiðar yfir á sveitarfélögin á undaförnum árum. Samþykkt frumvarpsins um endurgreiðslu virðisaukaskatts af refa- og minkaveiðum er því sanngirnismál að mati stjórnar Eyþings.
Stjórn Eyþings mælir eindregið með samþykkt frumvarpsins.
(f) Frumvarp til laga um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála (heildarlög), 385. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0542.html
Stjórn Eyþings tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
(g) Frumvarp til laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (heildarlög), 386. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0543.html
Stjórn Eyþings tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
(h) Tillaga til þingsályktunar um staðbundna fjölmiðla, 107. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0115.html
Stjórn Eyþings mælir með samþykkt tillögunnar og tekur undir meðfylgjandi greinargerð. Sú skerðing sem orðið hefur á þjónustu Ríkisútvarpsins við landsbyggðina er umhugsunarefni m.a. í ljósi þeirra framlaga sem íbúar þar leggja til stofnunarinnar í formi nefskatts. Gengið er út frá að nefnd þeirri sem tillagan gerir ráð fyrir verði sett ásættanleg tímamörk.
(i) Tillaga til þingsályktunar um metanframleiðslu, 251. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0282.html
Lögð fram.
(j) Frumvarp til umferðarlaga (heildarlög), 495. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0814.html
Stjórn Eyþings leggst gegn 4. málsgrein 82. greinar frumvarpsins um heimild til sveitarstjórna til gjaldtöku vegna notkunar negldra hjólbarða á nánar tilteknum svæðum, fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti eins og segir í frumvarpinu. Aðstæður í vetrarakstri á landinu eru mjög breytilegar og ekki verður séð hvernig framfylgja á banni á tilteknum svæðum, fyrir ákveðið tímabil eða ákveðið skipti, með viðunandi og sanngjörnum hætti. Í skýringu með greininni kemur t.d. fram að gert er ráð fyrir að ökumenn ökutækja sem aka inn á svæði þar sem gjaldskylda er fyrir hendi geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti.
Stjórn Eyþings leggur til að í stað þess að festa ákvæði af þessu tagi í lög þá verði haldið áfram að beita fræðslu og áróðri. Það virðist t.d. hafa skilað verulegum árangri í að fá bíleigendur á höfuðborgarsvæðinu til að velja annan kost en nagladekk til vetraraksturs. Þá telur stjórn Eyþings að vænta megi áfram örrar þróunar á vetrardekkjum sem muni leysa nagladekkin af hólmi á næstu árum.
Stjórn Eyþings gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við frumvarpið.
(k) Tillaga til þingsályktunar um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf, 273. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0316.html
Lögð fram.
(l) Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum), 393. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0601.html
Stjórn Eyþings mælir með samþykkt frumvarpsins.
(m) Frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, 533. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0870.html
Lagt fram.
(n) Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi, 283. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0326.html
Stjórn Eyþings vekur athygli á greinargerð sem unnin var af Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Þekkingarsetri Þingeyinga árið 2009 um rekstur og hýsingu Náttúruminjasafns Íslands í samstarfi safna/sýninga, stofnana og sveitarfélaga.
Megin atriði þeirrar hugmyndafræði sem þar er lögð til grundvallar felast í því annars vegar að gera safnið aðgengilegt sem flestum íbúum landsins og ferðamönnum og hins vegar að styrkja tengsl safnsins við viðfang sitt – íslenska náttúru – með því að staðsetja mismunandi sýningar þess vítt og breitt um landið.
Auk þess faglega ávinnings sem í þessu fyrirkomulagi felst liggur verulegur fjárhagslegur ávinningur í því einnig. Þannig sparast verulegir fjármunir í stofnkostnaði við að koma upp stóru sýningarrými á einum stað og þess í stað er sú ágæta sýningaraðstaða sem finna má víða um land betur nýtt. Þá skapar þetta fyrirkomulag svigrúm til þess að koma fjárhagslega betur til móts við þegar starfandi söfn og sýningar og efla þar með mikilvæga starfsemi um land allt.
Þingmenn eru sérstaklega hvattir til þess að kynna sér efni og hugmyndafræði greinargerðarinnar sem fylgir umsögn þessari og er aðgengileg á www.atthing.is eða á www.hac.is
(o) Tillaga til þingsályktunar um ljóðakennslu og skólasöng, 284. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0327.html
Lögð fram.
(p) Tillaga til þingsályktunar um aukna fræðslu í skólum um skaðsemi áfengis, 274. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0317.html
Lögð fram.
(q) Frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum, 561. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0949.html
Lagt fram.
(r) Frumvarp til laga um virkjun í neðri hluta Þjórsár (virkjunarleyfi og framkvæmdir), 540. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0905.html
Lagt fram.
(s) Frumvarp til laga um ferðamálaáætlun 2011 – 2020, 467. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0758.html
Stjórn Eyþings tekur undir efni tillögunnar. Stjórnin tekur sérstaklega undir það sem fram kemur undir b-lið í meginmarkmiðum um að lengja ferðamannatímabilið, minnka árstíðasveiflur og stuðla að betri dreifingu ferðamanna um landið. Eins og fram kemur í greinargerð með tillögunni er það álit ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi að nýta beri Akureyrarflugvöll í auknum mæli sem millilandaflugvöll til að ná því markmiði. Þetta þýðir m.ö.o. að bæta þarf við innkomustað í landið. Telja verður óraunhæft að reikna með dreifingu ferðamanna út um land yfir vetrarmánuðina meðan flugi er eingöngu beint til Keflavíkur. Ástæður þess eru einkum annars vegar að dvalartími ferðamanna er mun styttri að vetri en sumri og ferðamenn því ekki tilbúnir að eyða af þeim tíma í lengri ferðalög innanlands. Hin megin ástæðan er mikill aukakostnaður sem fylgir flugi innanlands. Auk þessa leggur stjórnin áherslu á mikilvægi þess að byggðir verði upp þeir innviðir sem þarf til móttöku aukins fjölda ferðamanna um allt land eins og fram kemur í tillögunni.
(a) Frumvarp til laga um fjöleignarhús (leiðsöguhundar o.fl.), 337. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0487.html
Lagt fram.
(b) Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra (einbýli), 214. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0239.html
Lagt fram.
(c) Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0401.html
Lögð fram.
(d) Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0123.html
Lagt fram.
(e) Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts af refa- og minkaveiðum), 164. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0180.html
Af hálfu Eyþings hefur því ítrekað verið andmælt hvernig ríkið hefur í auknum mæli ýtt kostnaði við refa- og minkaveiðar yfir á sveitarfélögin á undaförnum árum. Samþykkt frumvarpsins um endurgreiðslu virðisaukaskatts af refa- og minkaveiðum er því sanngirnismál að mati stjórnar Eyþings.
Stjórn Eyþings mælir eindregið með samþykkt frumvarpsins.
(f) Frumvarp til laga um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála (heildarlög), 385. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0542.html
Stjórn Eyþings tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
(g) Frumvarp til laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (heildarlög), 386. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0543.html
Stjórn Eyþings tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
(h) Tillaga til þingsályktunar um staðbundna fjölmiðla, 107. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0115.html
Stjórn Eyþings mælir með samþykkt tillögunnar og tekur undir meðfylgjandi greinargerð. Sú skerðing sem orðið hefur á þjónustu Ríkisútvarpsins við landsbyggðina er umhugsunarefni m.a. í ljósi þeirra framlaga sem íbúar þar leggja til stofnunarinnar í formi nefskatts. Gengið er út frá að nefnd þeirri sem tillagan gerir ráð fyrir verði sett ásættanleg tímamörk.
(i) Tillaga til þingsályktunar um metanframleiðslu, 251. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0282.html
Lögð fram.
(j) Frumvarp til umferðarlaga (heildarlög), 495. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0814.html
Stjórn Eyþings leggst gegn 4. málsgrein 82. greinar frumvarpsins um heimild til sveitarstjórna til gjaldtöku vegna notkunar negldra hjólbarða á nánar tilteknum svæðum, fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti eins og segir í frumvarpinu. Aðstæður í vetrarakstri á landinu eru mjög breytilegar og ekki verður séð hvernig framfylgja á banni á tilteknum svæðum, fyrir ákveðið tímabil eða ákveðið skipti, með viðunandi og sanngjörnum hætti. Í skýringu með greininni kemur t.d. fram að gert er ráð fyrir að ökumenn ökutækja sem aka inn á svæði þar sem gjaldskylda er fyrir hendi geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti.
Stjórn Eyþings leggur til að í stað þess að festa ákvæði af þessu tagi í lög þá verði haldið áfram að beita fræðslu og áróðri. Það virðist t.d. hafa skilað verulegum árangri í að fá bíleigendur á höfuðborgarsvæðinu til að velja annan kost en nagladekk til vetraraksturs. Þá telur stjórn Eyþings að vænta megi áfram örrar þróunar á vetrardekkjum sem muni leysa nagladekkin af hólmi á næstu árum.
Stjórn Eyþings gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við frumvarpið.
(k) Tillaga til þingsályktunar um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf, 273. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0316.html
Lögð fram.
(l) Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum), 393. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0601.html
Stjórn Eyþings mælir með samþykkt frumvarpsins.
(m) Frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, 533. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0870.html
Lagt fram.
(n) Tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi, 283. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0326.html
Stjórn Eyþings vekur athygli á greinargerð sem unnin var af Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Þekkingarsetri Þingeyinga árið 2009 um rekstur og hýsingu Náttúruminjasafns Íslands í samstarfi safna/sýninga, stofnana og sveitarfélaga.
Megin atriði þeirrar hugmyndafræði sem þar er lögð til grundvallar felast í því annars vegar að gera safnið aðgengilegt sem flestum íbúum landsins og ferðamönnum og hins vegar að styrkja tengsl safnsins við viðfang sitt – íslenska náttúru – með því að staðsetja mismunandi sýningar þess vítt og breitt um landið.
Auk þess faglega ávinnings sem í þessu fyrirkomulagi felst liggur verulegur fjárhagslegur ávinningur í því einnig. Þannig sparast verulegir fjármunir í stofnkostnaði við að koma upp stóru sýningarrými á einum stað og þess í stað er sú ágæta sýningaraðstaða sem finna má víða um land betur nýtt. Þá skapar þetta fyrirkomulag svigrúm til þess að koma fjárhagslega betur til móts við þegar starfandi söfn og sýningar og efla þar með mikilvæga starfsemi um land allt.
Þingmenn eru sérstaklega hvattir til þess að kynna sér efni og hugmyndafræði greinargerðarinnar sem fylgir umsögn þessari og er aðgengileg á www.atthing.is eða á www.hac.is
(o) Tillaga til þingsályktunar um ljóðakennslu og skólasöng, 284. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0327.html
Lögð fram.
(p) Tillaga til þingsályktunar um aukna fræðslu í skólum um skaðsemi áfengis, 274. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0317.html
Lögð fram.
(q) Frumvarp til laga um breytingu á vatnalögum, 561. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0949.html
Lagt fram.
(r) Frumvarp til laga um virkjun í neðri hluta Þjórsár (virkjunarleyfi og framkvæmdir), 540. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0905.html
Lagt fram.
(s) Frumvarp til laga um ferðamálaáætlun 2011 – 2020, 467. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0758.html
Stjórn Eyþings tekur undir efni tillögunnar. Stjórnin tekur sérstaklega undir það sem fram kemur undir b-lið í meginmarkmiðum um að lengja ferðamannatímabilið, minnka árstíðasveiflur og stuðla að betri dreifingu ferðamanna um landið. Eins og fram kemur í greinargerð með tillögunni er það álit ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi að nýta beri Akureyrarflugvöll í auknum mæli sem millilandaflugvöll til að ná því markmiði. Þetta þýðir m.ö.o. að bæta þarf við innkomustað í landið. Telja verður óraunhæft að reikna með dreifingu ferðamanna út um land yfir vetrarmánuðina meðan flugi er eingöngu beint til Keflavíkur. Ástæður þess eru einkum annars vegar að dvalartími ferðamanna er mun styttri að vetri en sumri og ferðamenn því ekki tilbúnir að eyða af þeim tíma í lengri ferðalög innanlands. Hin megin ástæðan er mikill aukakostnaður sem fylgir flugi innanlands. Auk þessa leggur stjórnin áherslu á mikilvægi þess að byggðir verði upp þeir innviðir sem þarf til móttöku aukins fjölda ferðamanna um allt land eins og fram kemur í tillögunni.
(t) Tillaga til þingsályktunar um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu (afturköllun umsóknar), 471. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0762.html
Stjórn Eyþings tekur ekki afstöðu til tillögunnar.
www.althingi.is/altext/139/s/0762.html
Stjórn Eyþings tekur ekki afstöðu til tillögunnar.
4. Verkefnið skatttekjur og ríkisútgjöld í Norðausturkjördæmi.
Með verkefninu er ætlunin að greina fjárlög ársins 2011 og finna út hversu miklu af skattfé ríkisins er aflað og eytt í Norðausturkjördæmi, m.ö.o. hvaða þjónustu er landshlutinn að fá og hverju skilar hann í sköttum.
Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá fundum sem þeir áttu með fulltrúum SSA á Egilsstöðum 23. febrúar og með austfirskum sveitarstjórnarmönnum 25. mars í Reykjavík til kynningar á verkefninu. Stjórn SSA hefur lýst yfir vilja til samstarfs um verkefnið.
Lögð voru fram drög að verksamningi við RHA. Stjórn Eyþings samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með smávægilegum ábendingum. Miðað er við að kostnaðarskipting milli SSA og Eyþings miðist við íbúafjölda.
Með verkefninu er ætlunin að greina fjárlög ársins 2011 og finna út hversu miklu af skattfé ríkisins er aflað og eytt í Norðausturkjördæmi, m.ö.o. hvaða þjónustu er landshlutinn að fá og hverju skilar hann í sköttum.
Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá fundum sem þeir áttu með fulltrúum SSA á Egilsstöðum 23. febrúar og með austfirskum sveitarstjórnarmönnum 25. mars í Reykjavík til kynningar á verkefninu. Stjórn SSA hefur lýst yfir vilja til samstarfs um verkefnið.
Lögð voru fram drög að verksamningi við RHA. Stjórn Eyþings samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með smávægilegum ábendingum. Miðað er við að kostnaðarskipting milli SSA og Eyþings miðist við íbúafjölda.
5. Ísland 2020 – sóknaráætlanir landshluta.
Lagt var fram minnisblað, dags. 25. febrúar, frá framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga þar sem hann hvetur landshlutasamtökin til áframhaldandi vinnu og frumkvæðis á grundvelli þeirrar stefnumörkunar sem felst í sóknaráætluninni Ísland 2020. Í minnisblaðinu fjallar hann einnig um þau tækifæri sem hann telur felast í verkefninu og um mögulegt skipulag vinnunnar í landshlutunum.
Lögð var fram fundargerð vinnufundar vegna gerðar landshlutaáætlana sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu 24. mars s.l., en fundinn sátu formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka, ásamt fulltrúum Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðuneyta. Kynningarfundir verða haldnir í öllum landshlutum. Stjórn Eyþings samþykkir að fundurinn verði haldinn í byrjun maí og felur framkvæmdastjóra að undirbúa fundinn með fulltrúa innanríkisráðuneytisins.
Stjórn Eyþings er tilbúin að leiða vinnu við sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra en verkefnið kallar á samstarf við fjölmarga aðila.
Þá var lögð fram samantekt um afrakstur „þjóðfundarins“ sem haldinn var á Akureyri í febrúar 2010. Verkefnin frá fundinum hafa verið sett í sex verkefnaflokka til einföldunar. Flokkarnir eru: (1) Ferðaþjónusta – náttúra og menning, (2) Heilsa og vellíðan, (3) „Hrein“ matvæli og vatn, (4) Þekkingarmiðstöðvar og rannsóknarsetur, (5) Nýting endurnýjanlegrar vistvænnar orku og (6) Nálægð við norðurslóð. Samþykkt að heimila framkvæmdastjóra að semja við aðila til að ljúka skýrslu um „þjóðfundinn“ og verkefnin sem frá honum komu. Unnið verður með þau áfram í sóknaráætlun landshlutans.
Lagt var fram minnisblað, dags. 25. febrúar, frá framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga þar sem hann hvetur landshlutasamtökin til áframhaldandi vinnu og frumkvæðis á grundvelli þeirrar stefnumörkunar sem felst í sóknaráætluninni Ísland 2020. Í minnisblaðinu fjallar hann einnig um þau tækifæri sem hann telur felast í verkefninu og um mögulegt skipulag vinnunnar í landshlutunum.
Lögð var fram fundargerð vinnufundar vegna gerðar landshlutaáætlana sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu 24. mars s.l., en fundinn sátu formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka, ásamt fulltrúum Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðuneyta. Kynningarfundir verða haldnir í öllum landshlutum. Stjórn Eyþings samþykkir að fundurinn verði haldinn í byrjun maí og felur framkvæmdastjóra að undirbúa fundinn með fulltrúa innanríkisráðuneytisins.
Stjórn Eyþings er tilbúin að leiða vinnu við sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra en verkefnið kallar á samstarf við fjölmarga aðila.
Þá var lögð fram samantekt um afrakstur „þjóðfundarins“ sem haldinn var á Akureyri í febrúar 2010. Verkefnin frá fundinum hafa verið sett í sex verkefnaflokka til einföldunar. Flokkarnir eru: (1) Ferðaþjónusta – náttúra og menning, (2) Heilsa og vellíðan, (3) „Hrein“ matvæli og vatn, (4) Þekkingarmiðstöðvar og rannsóknarsetur, (5) Nýting endurnýjanlegrar vistvænnar orku og (6) Nálægð við norðurslóð. Samþykkt að heimila framkvæmdastjóra að semja við aðila til að ljúka skýrslu um „þjóðfundinn“ og verkefnin sem frá honum komu. Unnið verður með þau áfram í sóknaráætlun landshlutans.
6. Almenningssamgöngur.
Lagt var fram yfirlit um stefnu stjórnavalda í almenningssamgöngum eins og hún birtist í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, samgönguáætlun 2009-2012 og Ísland 2020.
Lögð fram fundargerð frá fundi í innanríkisráðuneytinu 14. febrúar sl. um almenningssamgöngur
Lögð voru fram drög að samningi um almenningssamgöngur á Norðurlandi eystra sem gerð eru í samræmi við stefnu stjórnvalda um að færa umsýslu almenningssamgangna út í landshlutana.
Stjórn Eyþings telur rétt að ráðast í undirbúningsvinnu af hálfu heimamanna og síðan verði látið á það reyna hvort nægt fjármagn fylgi verkefninu í samræmi við sett markmið. Samþykkt var að skipa þriggja manna nefnd til að vinna tillögur að skipulagi, leiðakerfi o.fl. Samþykkt var að fela Sigurði Val Ásbjarnarsyni að leiða nefndina.
Þá var rætt um kynningarfund með fulltrúum sveitarstjórna.
Lagt var fram yfirlit um stefnu stjórnavalda í almenningssamgöngum eins og hún birtist í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, samgönguáætlun 2009-2012 og Ísland 2020.
Lögð fram fundargerð frá fundi í innanríkisráðuneytinu 14. febrúar sl. um almenningssamgöngur
Lögð voru fram drög að samningi um almenningssamgöngur á Norðurlandi eystra sem gerð eru í samræmi við stefnu stjórnvalda um að færa umsýslu almenningssamgangna út í landshlutana.
Stjórn Eyþings telur rétt að ráðast í undirbúningsvinnu af hálfu heimamanna og síðan verði látið á það reyna hvort nægt fjármagn fylgi verkefninu í samræmi við sett markmið. Samþykkt var að skipa þriggja manna nefnd til að vinna tillögur að skipulagi, leiðakerfi o.fl. Samþykkt var að fela Sigurði Val Ásbjarnarsyni að leiða nefndina.
Þá var rætt um kynningarfund með fulltrúum sveitarstjórna.
7. Menningarsamningur 2011 - 2013.
Lögð voru fram lokadrög að samningi. Formenn landshlutasamtakanna hafa verið boðaðir til undirritunar menningarsamninga 15. apríl í Ráðherrabústaðnum.
Framlag til samningsins er áætlað 37,2 milljónir kr. á ári og þar af leggur ríkið til 26,6 milljónir kr.
Stjórnin lýsir ánægju með samninginn sem hún samþykkir. Þá felur stjórnin framkvæmdastjóra að kanna möguleika á undirritun nýs samstarfssamnings sveitarfélaganna um menningarmál samhliða úthlutun menningarráðs á menningarstyrkjum 18. apríl n.k.
Lögð voru fram lokadrög að samningi. Formenn landshlutasamtakanna hafa verið boðaðir til undirritunar menningarsamninga 15. apríl í Ráðherrabústaðnum.
Framlag til samningsins er áætlað 37,2 milljónir kr. á ári og þar af leggur ríkið til 26,6 milljónir kr.
Stjórnin lýsir ánægju með samninginn sem hún samþykkir. Þá felur stjórnin framkvæmdastjóra að kanna möguleika á undirritun nýs samstarfssamnings sveitarfélaganna um menningarmál samhliða úthlutun menningarráðs á menningarstyrkjum 18. apríl n.k.
8. Erindi, dags. 30. mars, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga með boðun á málstofu á vegum ESB um stjórnunarkerfi evrópskra byggðamála, sem haldin verður 14. og 15. apríl í Reykjavík.
Formanni og framkvæmdastjóra er falið að taka þátt í málstofunni.
Formanni og framkvæmdastjóra er falið að taka þátt í málstofunni.
9. Atvinnuuppbygging og orkunýting í Þingeyjarsýslu.
Bergur greindi frá fundi með iðnaðarráðherra í Ýdölum fyrir skömmu. Viðræður standa yfir við nokkra aðila og við það miðað að hugsanlega verði samið við fleiri en einn aðila. Bergur telur orðið ljóst að samið verður við a.m.k. eitt fyrirtæki fyrir árslok. Í framhaldi af því muni menn snúa sér að uppbyggingu innviða. Þá upplýsti Bergur að í lok þessa árs muni um 16 milljarðar kr. hafa farið í verkefnið um atvinnuuppbyggingu á grunni orkunýtingar í Þingeyjarsýslu.
Bergur greindi frá fundi með iðnaðarráðherra í Ýdölum fyrir skömmu. Viðræður standa yfir við nokkra aðila og við það miðað að hugsanlega verði samið við fleiri en einn aðila. Bergur telur orðið ljóst að samið verður við a.m.k. eitt fyrirtæki fyrir árslok. Í framhaldi af því muni menn snúa sér að uppbyggingu innviða. Þá upplýsti Bergur að í lok þessa árs muni um 16 milljarðar kr. hafa farið í verkefnið um atvinnuuppbyggingu á grunni orkunýtingar í Þingeyjarsýslu.
10. Aðalfundur Eyþings 2011.
Samþykkt var að halda aðalfundinn 7. og 8. október og verður hann haldinn á Húsavík.
Samþykkt var að halda aðalfundinn 7. og 8. október og verður hann haldinn á Húsavík.
Fundi slitið kl. 11:55.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.