Fundargerð - Stjórn Eyþings - 04.03.2010
04.03.2010
Stjórn Eyþings
211. fundur
211. fundur
Árið 2010, fimmtudaginn 4. mars, kom stjórn Eyþings saman til fundar á Hótel KEA Akureyri. Mætt voru Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður, Árni K. Bjarnason, Bergur Elías Ágústsson, Marinó Þorsteinsson og Ólína Arnkelsdóttir. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 13:35.
Þetta gerðist helst.
1. Staða úrgangsmála í landshlutanum.
Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri Flokkunar mætti á fundinn undir þessum lið. Óskað hafði verið eftir að hann gerði grein fyrir stöðu úrgangsmála á svæðinu ásamt því að upplýsa um afdrif samstarfsverkefnis SSA og Eyþings sem stofnað var til á fundi með forsvarsmönnum sorpsamlaganna í janúar 2009. Á fundinum var skipuð verkefnisstjórn til að skoða mögulegt samstarf og samnýtingu lausna bæði innan og milli landshlutanna. Fram kom að ekkert varð af þessu samstarfsverkefni.
Þá greindi Eiður frá skýrslu sem unnin var af verkfræðistofunni Mannviti. Ein meginniðurstaða þeirrar hagkvæmniathugunar er að flutningskostnaður er mjög hamlandi þáttur í samstarfi yfir stærra svæði. Þá greindi hann frá að farið hefði verið í viðræður við félagið Norðurá um urðun á Sölvabakka skammt frá Blönduósi og unnið væri að gerð samnings. Hann sagði það skoðun sína að hagkvæmt væri að horfa til mun stærra svæðis en gert væri í dag vegna mikils fjárfestingarkostnaðar. Þá nefndi hann að beint lægi við að hafa samstarf við sorpbrennsluna á Húsavík um förgun á ýmsum úrgangi sem ekki megi setja í jarðgerðarstöðina Moltu eða urða.
Stjórnin samþykkir að óska eftir að fá skýrslu Mannvits senda og telur mikilvægt að komið verði á formlegu samstarfi sorpsamlaganna eins og að var stefnt á fyrrnefndum fundi í Mývatnssveit. Þá telur stjórnin mikilvægt að sveitarfélögin standi þétt saman um lausnir í þessum málaflokki.
2. Fundargerðir nefndar um endurskoðun fjallskilasamþykkta, dags. 15. janúar og 5. og 10. febrúar, 2. – 4. fundur.
Einnig voru lögð fram drög að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Eyjafjörð sem send hafa verið til umsagnar sveitarstjórna í Eyjafirði.
Fundargerðirnar samþykktar.
Einnig voru lögð fram drög að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Eyjafjörð sem send hafa verið til umsagnar sveitarstjórna í Eyjafirði.
Fundargerðirnar samþykktar.
3. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 25. janúar, um áætlað framlag sjóðsins til landshlutasamtakanna.
Samkvæmt endurskoðaðri áætlun nemur framlag til landshlutasamtakanna 17,6 mkr. á hvert þeirra á árinu 2010.
Samkvæmt endurskoðaðri áætlun nemur framlag til landshlutasamtakanna 17,6 mkr. á hvert þeirra á árinu 2010.
Ólína Arnkelsdóttir mætti á fundinn.
4. Þingmál.
(a) Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að hvetja til fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi, 13. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0013.html
Lögð fram.
(b) Frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ, 320. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0393.html
Lagt fram.
(c) Tillaga til þingsályktunar um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt, 332. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0476.html
Stjórnin hvetur til að þingsályktunartillagan verði samþykkt og vonar að hún leiði til góðra verka um allt land. Stjórnin leggur áherslu á að gætt verði sérstaklega að tengingu og skörun aðliggjandi svæða í sóknaráætluninni.
(a) Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að hvetja til fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi, 13. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0013.html
Lögð fram.
(b) Frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ, 320. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0393.html
Lagt fram.
(c) Tillaga til þingsályktunar um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt, 332. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0476.html
Stjórnin hvetur til að þingsályktunartillagan verði samþykkt og vonar að hún leiði til góðra verka um allt land. Stjórnin leggur áherslu á að gætt verði sérstaklega að tengingu og skörun aðliggjandi svæða í sóknaráætluninni.
5. Til kynningar.
(a) Afrit af bréfum Leiðar ehf. til Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Blönduósbæjar og Húnavallahrepps, um tillögur að styttingu Hringvegarins og nýjar veglínur á aðalskipulagi og samrit af bréfi til umhverfisráðherra, dags. 15. febrúar, varðandi aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Stjórn Eyþings tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar um að Húnavallaleið (Svínavatnsleið) og ný veglína í Skagafirði verði settar á aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga. Umræddar veglínur leiða til mikilvægrar styttingar á Hringveginum. Stjórnin minnir á samþykkt frá aðalfundi Eyþings 2009 um að skoðaðir verði ítarlega möguleikar á styttingu Hringvegarins milli Norðaustur- og Suðvesturlands.
(b) Skýrslan Arðsamar vegalengdarstyttingar milli Reykjavíkur og Akureyrar. Lokaverkefni í byggingartæknifræði. Höfundur Sigbjörn Nökkvi Björnsson. Háskólinn í Reykjavík.
Lögð fram.
(c) Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga 3. og 4. júní 2010.
Kynnt.
(a) Afrit af bréfum Leiðar ehf. til Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Blönduósbæjar og Húnavallahrepps, um tillögur að styttingu Hringvegarins og nýjar veglínur á aðalskipulagi og samrit af bréfi til umhverfisráðherra, dags. 15. febrúar, varðandi aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Stjórn Eyþings tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar um að Húnavallaleið (Svínavatnsleið) og ný veglína í Skagafirði verði settar á aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga. Umræddar veglínur leiða til mikilvægrar styttingar á Hringveginum. Stjórnin minnir á samþykkt frá aðalfundi Eyþings 2009 um að skoðaðir verði ítarlega möguleikar á styttingu Hringvegarins milli Norðaustur- og Suðvesturlands.
(b) Skýrslan Arðsamar vegalengdarstyttingar milli Reykjavíkur og Akureyrar. Lokaverkefni í byggingartæknifræði. Höfundur Sigbjörn Nökkvi Björnsson. Háskólinn í Reykjavík.
Lögð fram.
(c) Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga 3. og 4. júní 2010.
Kynnt.
6. Upplýsingar um vinnu að 20/20 Sóknaráætlun.
„Þjóðfundur“ fyrir Norðurland eystra var haldinn á Akureyri laugardaginn 27. febrúar sl. og þótti almennt takast mjög vel. Um 105 manns tóku þátt í fundinum auk starfsliðs. Áformað er að landshlutasamtökin skili af sér megin tillögum hver fyrir sinn landshluta á fundi á Akureyri þann 25. mars. Skipaðir eru úrvinnsluhópar á hverju svæði til að vinna nánar úr þeim hugmyndum sem fram komu.
Stjórnin samþykkti tillögu um að auk framkvæmdastjóra og formanns Eyþings sitji í útvinnsluhópi framkvæmdastjórar atvinnuþróunarfélaganna, Sigurður Steingrímsson frá Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri og Sólveig Ýr Sigurgeirsdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð á Húsavík.
„Þjóðfundur“ fyrir Norðurland eystra var haldinn á Akureyri laugardaginn 27. febrúar sl. og þótti almennt takast mjög vel. Um 105 manns tóku þátt í fundinum auk starfsliðs. Áformað er að landshlutasamtökin skili af sér megin tillögum hver fyrir sinn landshluta á fundi á Akureyri þann 25. mars. Skipaðir eru úrvinnsluhópar á hverju svæði til að vinna nánar úr þeim hugmyndum sem fram komu.
Stjórnin samþykkti tillögu um að auk framkvæmdastjóra og formanns Eyþings sitji í útvinnsluhópi framkvæmdastjórar atvinnuþróunarfélaganna, Sigurður Steingrímsson frá Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri og Sólveig Ýr Sigurgeirsdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð á Húsavík.
7. Skýrsla kennslugagnadeildar HA, 2009.
Eins og fram kemur í skýrslunni eru grunn- og leikskólar á svæðinu að nýta sér þjónustu kennslugagnadeildar í mjög mismiklum mæli.
Samþykkt að senda skýrsluna á sveitarfélögin með hvatningu um að þau nýti sér þessa samningsbundnu þjónustu kennslugagnadeildar. Minnt var á að framlög sveitarfélaganna vegna samningsins voru stórlækkuð á síðasta ári.
Eins og fram kemur í skýrslunni eru grunn- og leikskólar á svæðinu að nýta sér þjónustu kennslugagnadeildar í mjög mismiklum mæli.
Samþykkt að senda skýrsluna á sveitarfélögin með hvatningu um að þau nýti sér þessa samningsbundnu þjónustu kennslugagnadeildar. Minnt var á að framlög sveitarfélaganna vegna samningsins voru stórlækkuð á síðasta ári.
8. Tillögur starfshóps um framtíðarfyrirkomulag upplýsingamiðstöðva, dags. 26. nóvember 2009.
Stjórnin tekur undir tillögur starfshópsins en vegna stærðar Norðurlands telur hún að bæta beri einni landshlutamiðstöð við á Norðausturlandi t.d. við Mývatn eða á Húsavík.
Stjórnin tekur undir tillögur starfshópsins en vegna stærðar Norðurlands telur hún að bæta beri einni landshlutamiðstöð við á Norðausturlandi t.d. við Mývatn eða á Húsavík.
9. Minnispunktar frá vinnufundi 24.2. í Reykjavík um yfirfærslu málefna fatlaðra.
Formaður kynnti hugmynd um samstarf Eyfirðinga og Þingeyinga. Upplýst hefur verið að krafan um 8000 íbúa lágmarksþjónustusvæði er mjög afdráttarlaus. Spurningin er hvort hægt er að búa til einhverskonar samstarfsráð og koma á faglegu samstarfi á einu þjónustusvæði með tveimur sjálfstæðum undirsvæðum eða útibúum.
Formaður kynnti hugmynd um samstarf Eyfirðinga og Þingeyinga. Upplýst hefur verið að krafan um 8000 íbúa lágmarksþjónustusvæði er mjög afdráttarlaus. Spurningin er hvort hægt er að búa til einhverskonar samstarfsráð og koma á faglegu samstarfi á einu þjónustusvæði með tveimur sjálfstæðum undirsvæðum eða útibúum.
10. Drög að nýjum menningarsamningi fyrir árið 2010.
Einnig var lögð fram fundargerð frá fundi formanna menningarráða landshlutanna frá 15. febrúar.
Farið var yfir breytingartillögur sem landshlutasamtökin sameinuðust um að gera við drög sem bárust frá menntamálaráðuneytinu. Formaður og framkvæmdastjóri Eyþings ásamt framkvæmdastjóra SASS komu þeim á framfæri á fundi í ráðuneytinu. Breytingarnar eru í meginatriðum í samræmi við ábendingar formanna menningarráðanna. Ný drög eru væntanleg frá ráðuneytinu.
Einnig var lögð fram fundargerð frá fundi formanna menningarráða landshlutanna frá 15. febrúar.
Farið var yfir breytingartillögur sem landshlutasamtökin sameinuðust um að gera við drög sem bárust frá menntamálaráðuneytinu. Formaður og framkvæmdastjóri Eyþings ásamt framkvæmdastjóra SASS komu þeim á framfæri á fundi í ráðuneytinu. Breytingarnar eru í meginatriðum í samræmi við ábendingar formanna menningarráðanna. Ný drög eru væntanleg frá ráðuneytinu.
11. Rannsóknir á setlögum úti fyrir Norðurlandi.
Stjórnin styður heilshugar bókun sveitarstjórnar Norðurþings frá 23. febrúar 2010 þar sem því er beint til iðnaðarráðherra að hann hlutist til um að nú þegar verði hafist handa um framhald rannsókna á hugsanlegum kolvetnisauðlindum í Öxarfirði, Skjálfanda og hluta Eyjafjarðar.
12. Önnur mál.
(a) Lokun deildar SÁÁ á Akureyri.
Formaður greindi frá að unnið væri að lausn þannig að ekki kæmi til umræddrar lokunar.
Stjórnin styður heilshugar bókun sveitarstjórnar Norðurþings frá 23. febrúar 2010 þar sem því er beint til iðnaðarráðherra að hann hlutist til um að nú þegar verði hafist handa um framhald rannsókna á hugsanlegum kolvetnisauðlindum í Öxarfirði, Skjálfanda og hluta Eyjafjarðar.
12. Önnur mál.
(a) Lokun deildar SÁÁ á Akureyri.
Formaður greindi frá að unnið væri að lausn þannig að ekki kæmi til umræddrar lokunar.
(b) Staða svæðisútvarps RÚV.
Stjórnin lýsir áhyggjum og vonbrigðum með þær breytingar sem ákveðnar voru á rekstri svæðisstöðva Ríkisútvarpsins (RÚV). Svæðisstöðvarnar s.s. Svæðisútvarp Norðurlands á Akureyri, hafa gegnt mikilvægu hlutverki við fréttaflutning og dagskrárgerð á þjónustusvæðum sínum. Eðlilegt er að RÚV sinni þeirri þjónustu sem hinn frjálsi markaður getur ekki eða vill ekki sinna. Ástæða er til að minna stjórnendur Ríkisútvarpsins á að þeir stýra útvarpi allra landsmanna og sem landsmenn greiða skatt til hvar sem þeir búa.
Fram hefur komið að rekstur svæðisstöðvanna allra hefur kostað innan við 100 millj. kr. sem er mjög lítill hluti af rekstri RÚV. Þá hafa auglýsingatekjur svæðisstöðvanna verið umtalsverðar. Uppi eru hugmyndir um flutning starfsstöðvarinnar á Akureyri í annað húsnæði. Draga má í efa ávinning af þeim flutningi sem hlýtur að verða mjög kostnaðarsamur og mun skerða möguleika á að blása aftur til sóknar þegar betur fer að ára á ný í þjóðfélaginu.
Stjórn Eyþings óskar eftir fundi á Akureyri með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. um framtíðarskipulag svæðisfrétta og aðra þjónustu stofnunarinnar við landshlutann.
Stjórnin lýsir áhyggjum og vonbrigðum með þær breytingar sem ákveðnar voru á rekstri svæðisstöðva Ríkisútvarpsins (RÚV). Svæðisstöðvarnar s.s. Svæðisútvarp Norðurlands á Akureyri, hafa gegnt mikilvægu hlutverki við fréttaflutning og dagskrárgerð á þjónustusvæðum sínum. Eðlilegt er að RÚV sinni þeirri þjónustu sem hinn frjálsi markaður getur ekki eða vill ekki sinna. Ástæða er til að minna stjórnendur Ríkisútvarpsins á að þeir stýra útvarpi allra landsmanna og sem landsmenn greiða skatt til hvar sem þeir búa.
Fram hefur komið að rekstur svæðisstöðvanna allra hefur kostað innan við 100 millj. kr. sem er mjög lítill hluti af rekstri RÚV. Þá hafa auglýsingatekjur svæðisstöðvanna verið umtalsverðar. Uppi eru hugmyndir um flutning starfsstöðvarinnar á Akureyri í annað húsnæði. Draga má í efa ávinning af þeim flutningi sem hlýtur að verða mjög kostnaðarsamur og mun skerða möguleika á að blása aftur til sóknar þegar betur fer að ára á ný í þjóðfélaginu.
Stjórn Eyþings óskar eftir fundi á Akureyri með stjórn Ríkisútvarpsins ohf. um framtíðarskipulag svæðisfrétta og aðra þjónustu stofnunarinnar við landshlutann.
(c) Greið leið ehf.
Framkvæmdastjóri, sem jafnframt er formaður stjórnar Greiðrar leiðar, gerði grein fyrir sölu á rannsóknargögnum félagsins til Vegagerðarinnar. Nokkur umræða varð um framtíð félagsins og hugmyndir sem upp hafa komið.
Framkvæmdastjóri, sem jafnframt er formaður stjórnar Greiðrar leiðar, gerði grein fyrir sölu á rannsóknargögnum félagsins til Vegagerðarinnar. Nokkur umræða varð um framtíð félagsins og hugmyndir sem upp hafa komið.
(d) Kynnisferð á vegum ESB.
Eyþingi, líkt og öðrum landshlutasamtökum, barst í janúar beiðni um að finna tvo fulltrúa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í kynnisferð til Brussel í boði ESB. Í ferðina fóru Fjóla V Stefánsdóttir oddviti Grýtubakkahrepps og Jón Helgi Björnsson formaður byggðarráðs Norðurþings og var ferðin farin í byrjun febrúar.
Eyþingi, líkt og öðrum landshlutasamtökum, barst í janúar beiðni um að finna tvo fulltrúa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í kynnisferð til Brussel í boði ESB. Í ferðina fóru Fjóla V Stefánsdóttir oddviti Grýtubakkahrepps og Jón Helgi Björnsson formaður byggðarráðs Norðurþings og var ferðin farin í byrjun febrúar.
(e) Dagskrá almenns fundar um eflingu sveitarstjórnarstigsins í dag 4. mars kl. 16:30 á Hótel KEA.
Til fundarins er boðað af ráðherra sveitarstjórnarmála, Sambandi ísl. sveitarfélaga og Eyþingi.
Til fundarins er boðað af ráðherra sveitarstjórnarmála, Sambandi ísl. sveitarfélaga og Eyþingi.
(f) Erindi frá Birgi Guðmundssyni frá 5. febrúar um nöfnin Hólaheiði og Hófaskarðsleið á nýrri leið yfir Melrakkasléttu.
Umræðu frestað.
Umræðu frestað.
Fundi slitið kl. 15:50
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð