Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 03.10.2014

22.01.2015

 

Stjórn Eyþings

258. fundur

 

Árið 2014, föstudaginn 3. október, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Narfastöðum í Reykjadal. Mættir voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarsonar, Siggeir Stefánsson og Soffía Helgadóttir varamaður í stað Gunnlaugs Stefánssonar sem boðaði forföll. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 11:00.

Þetta gerðist helst.

 

  1. Aðalfundur 2014.

(a)     Skýrsla stjórnar.

Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra fyrir starfsárið 2013 – 2014 var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.

(b)     Fjárhagsáætlun.

Samþykkt var að leggja ekki fram tillögu að endurskoðaðri áætlun 2014. Mikil umræða varð um áætlun 2015 en hún felur í sér miklar breytingar vegna aukinna verkefna. Í áætluninni er gert ráð fyrir ráðningu starfsmanns í samræmi við samþykkt stjórnar á 256. fundi og álit nefndar um skipulag og starf Eyþings frá 2012. Tillaga er gerð um hlutastarf. Árgjöld sveitarfélaga eru áætluð 9 milljónir kr. Tillagan var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.

(c)      Starfsmenn fundarins.

Gerð var tillaga að fundarstjórum og riturum sem borin verður upp á aðalfundi. Valtýr Sigurbjarnarson hefur verið ráðinn ritari fundarins.

(d)     Skipulag fundarstarfa.

Samþykkt var að á fundinum starfi þrjár málefnanefndir, auk kjörnefndar.

  1. Almenningssamgöngur.

Geir Kristinn gerði grein fyrir þeim lausnum sem unnið er að til að gera verkefnið rekstrarhæft hjá Eyþingi og greindi einnig frá vinnu sáttanefndar varðandir rekstur á leið 57 milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Stjórnin samþykkti að fela Geir Kristni að sinna áfram störfum í sáttanefnd fyrir hönd Eyþings þar til niðurstaða verður fengin í rekstur og uppgjör á leið 57.

Með hliðsjón af breyttum áherslum var samþykkt að leysa frá störfum þriggja manna nefnd Eyþings um almenningssamgöngur sem vann að skipulagningu og þróun verkefnisins. Nefndinni eru þökkuð vel unnin störf.

 

 

 

  1. Þingmál.

(a)     Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir í byggðamálum, 19. mál.  www.althingi.is/altext/144/s/0019.html

       Samþykkt að vísa til nýrrar stjórnar ef tími gefst til.

(b)     Frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum, 102. mál.

       www.althingi.is/altext/144/s/0552.html     

       Lagt fram.

(c)      Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (fjölgun tilkynningarskyldra framkvæmda, EES-reglur), 53. mál.

       www.althingi.is/altext/144/s/0053.html

       Lagt fram.

(d)     Frumvarp til laga um byggingarvörur (heildarlög, EES-reglur), 54. mál. www.althingi.is/altext/144/s/0054.html     

       Lagt fram.

(e)      Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum (landnotkun og sala ríkisjarða), 74. mál. www.althingi.is/altext/144/s/0074.html     

       Samþykkt að vísa til nýrrar stjórnar ef tími gefst til.

  1. Punktar, dags. 17. september, varðandi samning um sóknaráætlanir 2015 - 2019.

Lagðir fram til kynningar.

  1. Önnur mál.

Fyrir liggur að mikil breyting mun verða á stjórn þar sem fjórir af sjö stjórnarmönnum eru ekki lengur í hópi kjörinna fulltrúa og munu hætta störfum að sveitarstjórnarmálum, a.m.k. að sinni. Þetta eru stjórnarmennirnir Geir Kristinn Aðalsteinsson, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir og Halla Björk Reynisdóttir. Geir Kristinn formaður þakkaði fyrir einstaklega gott samstarf og mikla samheldni í stjórn og undir það var tekið.

 

Fundi slitið kl. 12:12.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?