Fundargerð - Stjórn Eyþings - 02.10.2012
02.10.2012
Stjórn Eyþings
233. fundur
233. fundur
Árið 2012, þriðjudaginn 2. október, hélt stjórnin símafund. Mætt voru Bergur Elías Ágústsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir. Sigurður Valur Ásbjarnarson var forfallaður. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 9:00.
Þetta gerðist helst.
1. Aðalfundur 2012.
(a) Skipulag nefndastarfa.
Rætt var um skipulag nefndastarfa. Samþykkt að auk kjörnefndar starfi eftirtaldar þrjár nefndir: fjárhags- og stjórnsýslunefnd, velferðar-, mennta- og menningarmálanefnd og atvinnu- umhverfis- og samgöngumálanefnd.
Gerðar voru tillögur um formenn nefnda sem Pétri er falið að hafa samband við.
(b) Mál til nefnda.
Farið var yfir lista um mál sem óskað er eftir að nefndirnar ræði. Lagt er til að tvö mál verði rædd í öllum nefndunum, þ.e. annars vegar sóknaráætlun landshluta og hins vegar skipulag og aukin verkefni Eyþings. Það verði hlutverk fjárhags- og stjórnsýslunefndar að álykta um þau mál að teknu tilliti til umræðu í hinum nefndunum.
(c) Annað.
Dagbjört ræddi alvarlega stöðu heilbrigðisþjónustu á svæðinu, m.a. á FSA, og fór yfir upplýsingar sem fram komu á haustþingi Læknafélags Akureyrar og Norðurlandsdeildar Félags ísl. hjúkrunarfræðinga 29. september. Dagbjört mun senda gögn um málið, m.a. til upplýsingar í nefndastarfi aðalfundar.
(a) Skipulag nefndastarfa.
Rætt var um skipulag nefndastarfa. Samþykkt að auk kjörnefndar starfi eftirtaldar þrjár nefndir: fjárhags- og stjórnsýslunefnd, velferðar-, mennta- og menningarmálanefnd og atvinnu- umhverfis- og samgöngumálanefnd.
Gerðar voru tillögur um formenn nefnda sem Pétri er falið að hafa samband við.
(b) Mál til nefnda.
Farið var yfir lista um mál sem óskað er eftir að nefndirnar ræði. Lagt er til að tvö mál verði rædd í öllum nefndunum, þ.e. annars vegar sóknaráætlun landshluta og hins vegar skipulag og aukin verkefni Eyþings. Það verði hlutverk fjárhags- og stjórnsýslunefndar að álykta um þau mál að teknu tilliti til umræðu í hinum nefndunum.
(c) Annað.
Dagbjört ræddi alvarlega stöðu heilbrigðisþjónustu á svæðinu, m.a. á FSA, og fór yfir upplýsingar sem fram komu á haustþingi Læknafélags Akureyrar og Norðurlandsdeildar Félags ísl. hjúkrunarfræðinga 29. september. Dagbjört mun senda gögn um málið, m.a. til upplýsingar í nefndastarfi aðalfundar.
Fundi slitið kl. 10:00.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.