Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 28.05.2013

07.11.2013

45. fundur

Þriðjudaginn 28. maí kl. 14.00 kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mættir eru: Arnór Benónýsson, Þórgunnur Reykjalín,  Bjarni Valdimarsson, Kjartan Ólafsson,  Logi Már Einarsson, Hildur Stefánsdóttir í  síma og Bryndís Símonardóttir í forföllum Hönnu Rósu Sveinsdóttur.  Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

Fundarsetning:

Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og  gengið var til dagskrár.

Formaður óskaði eftir að færa fyrsta dagskrárlið aftur. Samþykkt samhljóða.

  1. Leiðarþing.   Kynnt voru drög að dagskrá Leiðarþings.  Tillaga formanns er að það verði haldið í Hlíðarbæ Hörgársveit 31. ágúst nk.  Var það og drög að dagskrá samþykkt og formanni og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðu á fundinum og fyrirliggjandi tillögu.
  2. Verkefni sóknaráætlunar.  Ragnheiður Jóna kynnti stöðuna á þróunarverkefninu Aftur heim.  Átta þátttakendur hafa skráð sig í verkefnið og von er á tveim umsóknum í viðbót.  Búið er að auglýsa styrki og rennur umsóknarfrestur út 29. maí. Gera má ráð fyrir að fyrstu verkefnin verði unnin í sumar og næsta haust.  Arnór fór yfir verkefnið“ Kortlagning og grunngerð“ sem einnig fékk fjármagn úr sóknaráætlun.  Nokkrar umræður fóru fram og lögð er áhersla á að metnaður verði lagður í verkefnið.  Formanni og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að undirbúningi verkefnisins og tímabundinni ráðningu starfsmanns við verkefnið.
  3. Sjálfsmatsskýrsla.  Farið var yfir drög að sjálfsmatsskýrslu lið fyrir lið. Nokkrar tillögur að breytingum voru lagðar til. Menningarfulltrúi og formaður vinna verkið áfram og senda skýrsluna út til samþykktar í viku 23.  Til að sannreyna atriði í sjálfsmatsskýrslunni verður boðað til vinnustofu 11. júní nk.  sem fulltrúar Capacent munu leiða.  Á vinnustofuna verða boðaðir auk menningarráðs fulltrúar hagsmunaaðila.  Fyrir fundinum lá tillaga að aðilum sem boðaðir verða á vinnustofuna, var hún samþykkt samhljóða.
  4. Önnur mál engin.

Fundi slitið kl. 17.00

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?