Fundargerð - Menningarráð - 28.05.2013
07.11.2013
45. fundur
Þriðjudaginn 28. maí kl. 14.00 kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mættir eru: Arnór Benónýsson, Þórgunnur Reykjalín, Bjarni Valdimarsson, Kjartan Ólafsson, Logi Már Einarsson, Hildur Stefánsdóttir í síma og Bryndís Símonardóttir í forföllum Hönnu Rósu Sveinsdóttur. Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Fundarsetning:
Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og gengið var til dagskrár.
Formaður óskaði eftir að færa fyrsta dagskrárlið aftur. Samþykkt samhljóða.
- Leiðarþing. Kynnt voru drög að dagskrá Leiðarþings. Tillaga formanns er að það verði haldið í Hlíðarbæ Hörgársveit 31. ágúst nk. Var það og drög að dagskrá samþykkt og formanni og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðu á fundinum og fyrirliggjandi tillögu.
- Verkefni sóknaráætlunar. Ragnheiður Jóna kynnti stöðuna á þróunarverkefninu Aftur heim. Átta þátttakendur hafa skráð sig í verkefnið og von er á tveim umsóknum í viðbót. Búið er að auglýsa styrki og rennur umsóknarfrestur út 29. maí. Gera má ráð fyrir að fyrstu verkefnin verði unnin í sumar og næsta haust. Arnór fór yfir verkefnið“ Kortlagning og grunngerð“ sem einnig fékk fjármagn úr sóknaráætlun. Nokkrar umræður fóru fram og lögð er áhersla á að metnaður verði lagður í verkefnið. Formanni og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að undirbúningi verkefnisins og tímabundinni ráðningu starfsmanns við verkefnið.
- Sjálfsmatsskýrsla. Farið var yfir drög að sjálfsmatsskýrslu lið fyrir lið. Nokkrar tillögur að breytingum voru lagðar til. Menningarfulltrúi og formaður vinna verkið áfram og senda skýrsluna út til samþykktar í viku 23. Til að sannreyna atriði í sjálfsmatsskýrslunni verður boðað til vinnustofu 11. júní nk. sem fulltrúar Capacent munu leiða. Á vinnustofuna verða boðaðir auk menningarráðs fulltrúar hagsmunaaðila. Fyrir fundinum lá tillaga að aðilum sem boðaðir verða á vinnustofuna, var hún samþykkt samhljóða.
- Önnur mál engin.
Fundi slitið kl. 17.00
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir ritaði fundargerð.