Fundargerð - Menningarráð - 26.09.2011
33. fundur
Árið 2011, mánudaginn 26. september kl. 15:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29, Akureyri. Mætt voru: Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson, Bryndís Símonardóttir, Bjarni Valdimarsson og Gunnólfur Lárusson. Sigurður Guðmundsson mætti ekki en Andrea Hjálmsdóttir mætti sem varamaður fyrir hann. Ingibjörg Sigurðardóttir mætti ekki og ekki var unnt að boða varamann. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Fundarsetning:
Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.
1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011 og fjárhagsáætlun 2012
Hvorutveggja samþykkt.
2. Úthlutunarreglur og áherslur 2012
Samþykkt með áorðnum breytingum. Sjá fylgiskjal.
3. Erindi frá sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og framkvæmdarstjóra Bergs
Umræða fór fram um erindið og verður því svarað bréflega.
4. Erindi frá Arnheiði Jóhannsdóttur f.h. Flugklasans Air 66N
Erindið kynnt, en krefst ekki svars.
5. Erindi frá Safnasjóði
Vantar nánari upplýsingar um umfang verkefna þessa tengiliðar. Ragnheiði Jónu falið að svara erindinu.
6. Styrkbeiðni frá Freyvangsleikhúsinu
Erindinu tekið jákvætt og vísað í næstu úthlutun.
7. Önnur mál.
a) R. Jóna sagði frá gangi mála varðandi stefnumótun Menningarráðsins.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:30.
Bryndís Símonardóttir, fundarritari.