Fundargerð - Menningarráð - 22.06.2012
38. fundur
Árið 2012, föstudaginn 22. Júní kl. 10.00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29, Akureyri. Mætt voru: Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson og Bjarni Valdimarsson. Forföll boðuðu Gunnólfur Lárusson, Ingibjörg Sigurðardóttir og Bryndís Símonardóttir og Sigurður Guðmundsson. Hildur Stefánsdóttir mætti í forföllum Gunnólfs Lárussonar og Kjartan Ólafasson í forföllum Ingibjargar Sigurðardóttur, ekki náðist í varamann Bryndísar Símonardóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi. Kl. 10.30 mættu eftirtaldir fulltrúar úr stjórn Eyþings á fundinn: Bergur Elías Ágústsson formaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður og Hanna Rósa Sveinsdóttir.
Fundarsetning:
Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.
1. Stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings
Kynnt voru drög að bréfi og spurningum sem senda á sveitarfélögunum. Samþykkt með smávægilegum breytingum.
2. Hugmynd að þróunarverkefni
Kynnt var hugmynd að þróunarverkefni á jaðarsvæðum Þingeyjarsýslna sem byggir á norska verkefninu Tilbagestrøm. Málið rætt, ákveðið var að fela menningarfulltrúa að vinna að undirbúningi verkefnisins í samræmi við umræður á fundinum.
3. Safnliðir fjárlaga (fulltrúar stjórnar Eyþings koma á fundinn)
Formaður bauð fulltrúa stjórnar Eyþings velkomna.
Ragnheiður Jóna og Bergur Elías fóru yfir stöðuna og samskipti við ráðuneytið. Bergur upplýsti fundinn um að ríkisstjórn væri að fjalla um málið á fundi. Ákveðið var að bíða með frekari ákvarðanir þar til ljóst væri hvað kæmi út úr þeim fundi.
4. Önnur mál.
Engin mál undir þessum lið.
Fundi slitið 11.15
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, ritaði fundargerð