Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 20.01.2013

07.11.2013

 

42. Fundur

Árið 2013, sunnudaginn 20.janúar kl. 12:30, kom Menningarráð Eyþings saman á Hótel Reykjahlíð til fundar. Mætt voru: Arnór Benónýsson, Þórgunnur Reykjalín, Bjarni Valdimarsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir og Hildur Stefánsdóttir. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi. Forföll boðaði Ingibjörg Sigurðardóttir ekki náðist í varamann.

 

Fundarsetning:

Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og  gengið var til dagskrár.

1. Staða verkefna frá 2012

Menningarfulltrúi fór yfir stöðu verkefna sem fengu styrkvilyrði árið 2012.  Niðurfelldir og lækkaðir styrkir  að upphæð 2.727.500 þúsund vegna 2011 og 2012 koma aftur til úthlutunar.

2. Úthlutun

Borist höfðu 100 umsókn til menningarráðsins, samtals að upphæð  59.689.847.- kr.

Um vanhæfi:

Þórgunnur kvaðst vanhæf við umfjöllun umsóknar nr; 28, 48

Bjarni kvaðst vanhæfur í nr.  16, 65,

Hanna kvaðst vanhæf í nr. 59, 60, 85, 20, 46, 51, 54

Andrea kvaðst vanhæf í nr.  80

Arnór kvaðst vanhæfur í nr. 71, 78, 86, 89, 94, 

Unnið var að flokkun og yfirferð umsókna að fundarlokum.

Fleira ekki gert – fundið slitið til kl. 18:45

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Hildur Stefánsdóttir, fundarritarar.

Getum við bætt síðuna?