Fundargerð - Menningarráð - 19.11.2012
19.11.2012
41. fundur
Árið 2012, mánudaginn 19. nóvember kl. 12.30, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Hotel Natur, Svalbarðsströnd. Mætt voru: Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson og Bjarni Valdimarsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Hildur Stefánsdóttir, Logi Már Einarsson og Kjartan Ólafsson í forföllum Ingibjargar Sigurðardóttur. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Fundarsetning:
Formaður, Arnór Benónýsson setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.
1. Úthlutun.
Borist höfðu20 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki til menningarráðsins, samtals að upphæð 36.454.500 .- kr.
Um vanhæfi: Hanna Rósa kvaðst vanhæf við umfjöllun umsóknar nr. 1, 18, 12, 15
Logi Már kvaðst vanhæfur í nr. 16
Arnór kvaðst vanhæfur í nr. 7
Farið var ítarlega yfir allar styrkumsóknir og hafðar voru að leiðarljósi leiðbeiningar um málsmeðferð við úthlutun styrkja úr opinberum sjóðum.
Eftirtaldar umsóknir hlutu stofn- eða rekstrarstyrk árið 2012
1 |
Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar |
Umsókn um styrk vegna reksturs og stofnkostnaðar Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar |
1.000.000 |
2 |
Gásakaupstaður ses |
Gásir í Eyjafirði, uppbygging miðaldakaupstaðar |
3.000.000 |
3 |
Hollvinafélag Húna II |
Húni II viðhald og sjóhæfni |
2.000.000 |
4 |
Mótorhjólasafn Íslands |
Framkvæmdastyrkur / Frágangur utanhúss |
700.000 |
5 |
Skjálftafélagið |
Jarðskjálftasetur á Kópaskeri |
2.000.000 |
6 |
Útgerðaminjasafnið á Grenivík |
Bygging staurabryggju við Útgerðaminjasafnið á Grenivík |
300.000 |
|
|
Samtals |
9.000.000 |
Fleira ekki gert – fundið slitið til kl. 17.40
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Hildur Stefánsdóttir, fundarritarar.