Fundargerð - Menningarráð - 14.11.2011
34. fundur
Árið 2011, mánudaginn 14. nóvember kl. 15:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29, Akureyri. Mætt voru: Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson, Bryndís Símonardóttir, Bjarni Valdimarsson, Gunnólfur Lárusson, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Fundarsetning:
Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.
1. Stefnumótun Menningarráðs Eyþings
Haukur F. Hannesson fór yfir drög sem hann hafði áður sent ráðinu. Menningarfulltrúi mun vinna upp minnispunkta frá menningarráðinu sem Hauki verða sendir.
2. Erindi frá Norræna félaginu á Íslandi
Óskað er eftir því að Menningarráð Eyþings skipi einn fulltrúa í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar. Ragnheiður Jóna leitar eftir frekari upplýsingum um það hvort atriði sé að viðkomandi sitji í Menningarráðinu eða hvort megi velja einhvern til starfans sem ráðið treystir.
3. Heimsókn Erik Bugge á Norðurland eystra.
Erik er framkvæmdastjóri menningarráðs ( Cultural Council) Vesteralen á norðvestur svæði Noregs. Menningarfulltrúi kynnti honum svæðið. Erik hefur áhuga fyrir samstarfi við Menningarráð Eyþings. Ráðið tekur vel í það.
4. Breyting á verkefni, Lets walk local Húsavík.
Menningarráðið samþykkir ekki breytingu á verkefninu og fellur styrkurinn því niður.
5. Önnur mál: Engin mál.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.30
Bryndís Símonardóttir, fundarritari.