Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 07.02.2011

07.02.2011

 

28. fundur

Árið 2011, mánudaginn 7. febrúar kl. 11:00, kom Menningarráð Eyþings saman til símafundar.  

Mætt voru:  Arnór Benónýsson, Bjarni Valdimarsson, Bryndís Símonardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Þórgunnur Reykjalín og Sigurður Guðmundsson boðuðu forföll og í hans stað mætti Andrea Hjálmsdóttir, ekki náðist í varamann Þórgunnar Reykjalín. Gunnólfur Lárusson hringdi ekki inn á fundinn.  Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundarsetning:

Bjarni Valdimarsson, varaformaður setti fundinn og bauð fólkið velkomið. Hann gaf Ragnheiði Jónu orðið og var síðan gengið til dagskrár:

 

1.       Ákvörðun um úthlutun 2011

Af óviðráðanlegum orsökum hefur ekki reynst unnt að setja úthlutunarferlið í gang fyrr en nú, einum mánuði seinna en æskilegt hefði verið.

Ákveðið var að auglýsa eftir styrkumsóknum um miðjan febrúar og hafa umsóknarfrestinn einn mánuð, eða til 17. mars.  Auglýst verður með fyrirvara um undirskrift nýs menningarsamnings við ríkið fyrir þann tíma.

 

2.       Úthlutunarfundur

Vinnslutími umsókna tekur 2 til 3 vikur og því var ákveðið að úrhlutunarfundurinn verði haldinn dagana 3. og 4. apríl.

 

3.       Önnur mál

Engin mál tekin fyrir.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:18.

Fundargerð ritaði: Bryndís Símonardóttir ritari.

Getum við bætt síðuna?