Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 06.11.2012

06.11.2012

40. fundur

 

Árið 2012, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29,  Akureyri.  Mætt voru:  Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson og  Bjarni Valdimarsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Hildur Stefánsdóttir, Logi Már Einarsson og Kjartan Ólafsson í forföllum Ingibjargar Sigurðardóttur. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.   

 

Fundarsetning:

Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð  fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.

 

1.  Nýkjörið menningarráð skiptir með sér verkum.

Arnór Benónýsson gaf kost á sér sem formaður, samþykkt samhljóða.  Arnór Benónýsson gerði tillögu um Loga Einarsson sem varaformann og Hildi Stefánsdóttur sem ritara.  Samþykkt samhljóða.

 

2. Stefnumótun sveitarfélaga í Eyþingi.

Vinna við sameiginlega stefnumótun sveitarfélaga í Eyþingi sem Menningarráð Eyþings vinnur að beiðni stjórnar Eyþings í tengslum við sóknaráætlun 2020. Staða verkefnisins kynnt fyrir nýjum stjórnarmönnum og sagt frá áframhaldandi vinnu sem fer fram í vetur.

 

3. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um menningarstefnu, 196. mál.

Ragnheiði Jónu falið að vinna áfram að málinu í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum og í samráði við menningafulltrúa landshluta.

 

4. Umsögn um frumvarp til sviðslistarlaga, 199 mál.

Arnóri og Ragnheiði Jónu falið að gera tillögu að umsögn til ráðuneytisins.

 

5. Úthlutun 2013.

Fyrir fundinum lágu auglýsingar og úthlutunarreglur fyrir árið 2013. Samþykkt að auglýsa hið fyrsta. Umsóknarfrestur er til 10 desember. 

 

6. Ákvörðun um úthlutunarfund fjármagns af safnliðum fjárlaga 2012.

Fundur haldinn 19. Nóvember kl. 12.30.

 

7. Önnur mál.

Arnór tók til máls og óskaði eftir því að ráðið notaði næstu tvö ár í að efla samtöðu innan svæðisins sem og samstarf innan ráðsins.

 

Fundi slitið kl 15:30.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir ritaði fundargerð.

 

 

Getum við bætt síðuna?