Fundargerð - Fulltrúaráð - 20.09.2017
Fulltrúaráð Eyþings
Fundur á Hótel KEA, Akureyri kl. 15:00
20. september 2017
Fundargerð 7. fundar
Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður Eyþings setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna fyrir hönd stjórnar Eyþings.
Á fundi fulltrúaráðs 8. júní sl. var óskað eftir að fulltrúaráð myndi hittast aftur til að ræða skýrslu RHA um kosti og galla sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Auk hennar voru almenningssamgöngur á dagskrá fundarins sem og svæðisskipulag ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra, aðalfundur 2017 og önnur mál.
1. Skýrslu RHA: sameining Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra, maí 2017.
Á aðalfundi Eyþings 2016 var ákveðið að gera úttekt á sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Stjórn Eyþings samdi við RHA um gerð þeirrar úttektar. Skýrsla RHA var kynnt fyrir stjórn 7. júní sl. og fyrir fulltrúaráði 8. júní sl. Stjórn Eyþings vildi heyra viðbrögð sveitarfélaga við skýrslunni. Guðmundur Baldvin óskaði eftir því að fulltrúar gerðu grein fyrir afstöðu sinna sveitarfélaga.
Guðmundur Baldvin sagði að bæjarráð Akureyrar leggi áherslu á að áfram verði unnið að sameiningu.
Jón Stefánsson sagði að sameining brynni ekki á sveitarstjórnarmönnum í Eyjafjarðarsveit. Sterkustu rök fyrir sameiningu væru skilvirkari og ódýrari eining.
Böðvar Pétursson sagði að meiri hluti sveitarstjórnar Skútustaðahrepps teldi rétt að halda í Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga (AÞ).
Olga Gísladóttir sagði að Norðurþing sjái ekki hag í að sameina félögin. Það væri veikt atvinnulíf fyrir austan Húsavík sem þyrfti á AÞ að halda eins og staðan væri. Sif Jóhannesdóttir bætti við að þessi vilji Norðurþings hafi alltaf verið skýr.
Jóhanna María Oddsdóttir sagði að Hörgársveit vildi sameina félögin.
Steinþór Heiðarson sagði að Tjörneshreppur sæi ekki hag fyrir AÞ að sameinast.
Sigurður Þór Guðmundsson sagði að í Svalbarðshreppi væri ekki áhugi fyrir sameiningu.
Arnór Benónýsson benti á að aðalfundur hafi samþykkt að kanna kosti og galla sameiningar og stjórn Eyþings ætti að halda því áfram þar til næsti aðalfundur yrði haldinn. Þingeyjarsveit er hlynnt sameiningu.
Bjarni Th. Bjarnason las upp bókun byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: "Sveitarstjórn fagnar framkominni skýrslu sem RHA gerði fyrir EYÞING. Mikilvægt er að vinnu við sameiningu stoðstofnana á EYÞINGS svæðinu verði framhaldið. Huga skal að víðtækari sameiningu stoðstofnana en fram kemur í skýrslu RHA og má í því sambandi benda á símenntunarmiðstöðvar, Ferðamálastofu, skipulagsnefndir ofl. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum."
Steinunn María Sveinsdóttir sagði að málið hafi ekki verið formlega tekið fyrir í bæjarstjórn Fjallabyggðar en tók undir hjá Bjarna Th. Hún benti á að skýrslan hafi verið frekar rýr og það þurfi að skoða þetta áfram og setja upp hvernig sameinuð stofnun yrði skipulögð.
Eiríkur H. Hauksson sagði að það væri einhugur í sveitarstjórn Svalbarðsstrandahrepps að skoða áfram sameiningu. Það væru engir gallar við sameininguna heldur einungis verkefni.
Þröstur Friðfinnsson sagði að sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hafi ekki bókað um þetta en allir væru sammála um að halda áfram og stefna að sameiningu og taka Markaðsstofu Norðurlands inn líka. Þröstur lýsti yfir undrun sinni á því að sveitarfélögin austan Vaðlaheiðar tæku afstöðu gegn sameiningu svona snemma.
Nokkur umræða varð um þennan dagskrálið þar sem meðal annars var velt upp hvort raunhæft væri að sameina Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) og Eyþing án AÞ. Stefnu ríkisvaldsins í að efla landshlutasamtökin. Hvort halda eigi umræðunni áfram þrátt fyrir óeiningu um sameiningu. Skörun verkefna milli stofnana. Þörfina á frekari upplýsingum og gögnum til að geta tekið ákvörðun um sameiningu t.d. um staðsetningu starfsstöðva. Hvernig næsta skref eigi að vera.
Guðmundur Baldvin sagði að aðalfundur þyrfti að taka ákvörðun um næstu skref en núna væri ljóst hvernig landið lagi. Það væru 8 sveitarfélög hlynnt sameiningu og 5 sveitarfélög á móti. Stjórn Eyþings þyrfti að velta fyrir sér hvað hún kæmi til með að leggja fyrir aðalfund.
2. Almenningssamgöngur
Guðmundur Baldvin fór yfir sögu almenningssamgangna hjá Eyþingi.
Á miðju ári 2017 kom í ljós verulegur samdráttur í farþegatekjum. Vegagerðin stoppaði aukagreiðslur til Eyþings. Guðmundur Baldvin og Pétur Þór, framkvæmdastjóri funduðu með Vegagerðinni og Strætó bs. Ljóst var að Eyþing myndi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar og að verkefnið væri komið í þrot. Vegagerðin fór fram á raunhæfa lækkun á rekstrarkostnaði. Eyþing var löngu búið að hagræða í akstri eins og hægt var samkvæmt samningi. Því var ekki hægt að draga úr akstri nema að greiða skaðabætur til akstursaðilans HBA. HBA samþykkti að hætta akstri á leið 79 b. Stjórn Eyþings samþykkti að hætta akstrinum en við áttum ekki annarra kosta völ. Stjórn Eyþings og framkvæmdastjóri hafa átt samtal við ráðherra og þingmenn vegna þessa.
Framkvæmdastjórar landshlutasamtaka Vesturlands og Suðurlands og formaður Eyþings hafa verið að funda um almenningssamgöngur. Þar hefur verið rætt að grunnframlag Vegagerðarinnar hafi verið ranglega skipt í upphafi og Eyþing hafi fengið minna en eðlilegt hafi verið þar sem ekki hafi verið tekið tillit til mismunandi aðstæðna s.s. vegalengdar og fólksfjölda. Jafnframt voru farþegatekjur stórlega ofáætlaðar.
Við þurfum að velta fyrir okkur hvort við viljum halda áfram með þetta verkefni. Það þarf að segja samningnum upp í mars á næsta ári. Öll landshlutasamtökin eru að komast í þá stöðu að reksturinn sé rekinn með tapi. Vandinn er að verða víðtækari.
Mikil umræða var um almenningssamgöngur þar sem meðal annars kom fram ósk um að minnisblað þar sem farið yrði yfir söguna yrði tekið saman og dreift til sveitarfélaganna. Spurt var hvernig fjárhagsleg staða verkefnisins væri. Fulltrúar voru sammála um að þetta væri grafalvarlegt mál. Það þyrfti að fá svar við því hvort ríkið ætli að taka skuld Eyþings á sig við lok samningstímans eða hvort sveitarfélögin væru ábyrg fyrir henni. Spurt var hvort hætt væri við því að fleiri leiðir yrðu lagðar af. Guðmundur Baldvin svaraði að svo væri ekki. Fram kom að upplýsingar um samsetningu farþega væru ekki til og að farþegatekjur væru að dragast verulega saman á öllum leiðum og að einkaleyfi á leiðum væri ekki að halda. Almennt voru fulltrúar á því að Eyþing ætti að hætta með almenningssamgöngur.
Pétur Þór benti á að árið 2013 hafi Eyþing viljað skila verkefninu en Vegagerðin hafi leyst það þá með því að lofa að halda Eyþingi á floti.
3. Svæðisskipulag ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra.
Guðmundur Baldvin fór yfir tilurð þessa verkefnis. Það var samþykkt á aðalfundi 2015. Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Ráðgjafarfyrirtækið Alta var valið til að gera forverkefni í byrjun árs 2017. Alta skilaði inn verkefnistillögu á stjórnarfundi 14. ágúst sl. sem sjá má á heimasíðu verkefnisins https://www.eythingferdamal.com/
Nokkur umræða var um þennan dagskrálið. Fulltrúar voru sammála um að fresta svæðisskipulagi ferðaþjónustu um eitt til tvö ár en endanleg ákvörðun liggur hjá aðalfundi.
4. Aðalfundur 2017
Aðalfundur Eyþings átti að vera dagana 27. og 28. október en vegna þingkosninga verður að fresta honum þar til 10.-11. nóvember.
Á dagskrá fundarins verða
- Skýrsla RHA
- Almenningssamgöngur
- Svæðisskipulagið
- Sóknaráætlun
- Skipan fagráða og setutími
Guðmundur Baldvin hvatti fundarmenn til að koma með ábendingar um efni aðalfundar.
5. Önnur mál
Pétur Þór minnti á lokagreiðslu hlutafjár í Greiða leið ehf.
Fleiri kváðu sér ekki hljóðs og Guðmundur Baldvin þakkaði fundarmönnum fyrir fundinn og óskaði fundarmönnum góðrar heimferðar. Fundi slitið 17:05.
Fundarritari: Linda Margrét Sigurðardóttir.
Mætingarlisti
Sveitarfélag |
|
Aðalfulltrúar |
|
Varafulltrúar |
Fjallabyggð |
X |
Gunnar I. Birgisson |
|
S. Guðrún Hauksdóttir |
Fjallabyggð |
X |
Steinunn María Sveinsdóttir |
|
Ríkharður Hólm Sigurðsson |
Dalvíkurbyggð |
X |
Bjarni Th. Bjarnason |
|
Heiða Hilmarsdóttir |
Dalvíkurbyggð |
|
Valdís Guðbrandsdóttir |
|
Gunnþór E. Gunnþórsson |
Hörgársveit |
Axel Grettisson |
X |
Jóhanna María Oddsdóttir |
|
Akureyrarbær |
X |
Guðmundur B. Guðmundsson |
X |
Ingibjörg Ólöf Isaksen |
Akureyrarbær |
X |
Eva Hrund Einarsdóttir |
|
Silja Dögg Baldursdóttir |
Akureyrarbær |
|
Sigríður Huld Jónsdóttir |
|
Dagbjört Pálsdóttir |
Akureyrarbær |
|
Matthías Rögnvaldsson |
X |
Sigurjón Jóhannesson |
Akureyrarbær |
X |
Sóley Björk Stefánsdóttir |
|
Preben Jón Pétursson |
Eyjafjarðarsveit |
X |
Jón Stefánsson |
|
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir |
Svalbarðsstrandarhr. |
X |
Eiríkur H. Hauksson |
|
|
Grýtubakkahreppur |
X |
Þröstur Friðfinnsson |
|
Ásta F. Flosadóttir |
Þingeyjarsveit |
X |
Arnór Benónýsson |
|
Margrét Bjarnadóttir |
Skútustaðahreppur |
X |
Böðvar Pétursson |
|
Elísabet Sigurðardóttir |
Norðurþing |
X |
Sif Jóhannesdóttir |
|
|
Norðurþing |
X |
Olga Gísladóttir |
|
|
Tjörneshreppur |
X |
Steinþór Heiðarsson |
|
Sveinn Egilsson |
Svalbarðshreppur |
X |
Sigurður Þór Guðmundsson |
|
Sigurður Jens Sverrisson |
Langanesbyggð |
|
Elías Pétursson |
|
|