Fara í efni

Fundargerð - Aðalfundur - aukafundur 12.02.2013

12.02.2013

Aukafundur Eyþings 2013

Haldinn í Hofi á Akureyri

12. febrúar 2013

 

Fundargerð

 

 

 

1.      Fundarsetning kl. 12:45.

 

Formaður Eyþings, Geir Kristinn Aðalsteinsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann greindi frá dagskrá fundarins og tilhögun. Þá nefndi Geir Kristinn vinnu sjö manna nefndar um skipulag Eyþings, en hún hefur skilað af sér og stjórnin fjallað um málið. Strætó er annað verkefni sem unnið hefur verið að í nefnd undir stjórn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar. Kerfið er komið á rekspöl. Þriðja atriðið sem GKA ræddi um er menningarmálin en níunda úthlutun Menningarráðs Eyþings fór fram í Ólafsfirði 7. febrúar sl. Einnig nefndi hann tvö stór verkefni sem náðst hefði jákvæð niðurstaða um, Vaðlaheiðargöng og Norðurslóðanet. Jafnframt gat hann um sóknaráætlun landshlutans sem er viðamikið verkefni og verður til umræðu á þessum fundi.

Að lokum bar Geir Kristinn fram tillögu um fundarstjóra, Eirík Björn Björgvinsson.

Samþykkt samhljóða.

1.1.    Starfsmenn þingsins og kjörnefnd.

Eiríkur Björn tók við fundarstjórn og lagði eftirfarandi til um starfsmenn þingsins og kjörnefnd:

Ritarar.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Akureyri.

Dagbjört Jónsdóttir, Þingeyjarsveit.

Samþykkt samhljóða.

Kjörbréfanefnd.

Kristján E. Hjartarson, Dalvíkurbyggð, formaður.

Guðrún María Valgeirsdóttir, Skútustaðahreppi.

Jón Hrói Finnsson, Svalbarðsstrandarhreppi.

Samþykkt samhljóða.

Ráðinn fundarritari.

Valtýr Sigurbjarnarson, Akureyri.

Yfirumsjón.

Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings.


 

2.      Val á endurskoðanda Eyþings, sbr. tillögu aðalfundar 2012.

 

Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, gerði grein fyrir niðurstöðu verðkönnunar. Fjögur fyrirtæki sendu inn tilboð í gerð ársreiknings og endurskoðun. Verðin eru á bilinu 420 til 550 þkr. og var lægsta tilboðið frá ENOR og lagði Pétur til að því yrði tekið. Hann gat þess að gott samstarf hefði verið við KPMG sem annast hefur endurskoðun fyrir Eyþing frá stofnun þess.

Fundarstjóri bar upp tillögu um að lægsta tilboði yrði tekið, þ.e. frá ENOR, 420 þkr.

Samþykkt samhljóða.

 

3.      Skipulag Eyþings. Tillögur nefndar og álit stjórnar.

 

Bergur Elías Ágústsson, formaður nefndar um skipulag Eyþings, gerði grein fyrir vinnu nefndarinnar og helstu niðurstöðum. Þrjár fundargerðir voru sendar til stjórnar. Lagt er til að aðalfundur Eyþings verði með óbreyttum hætti. Niðurstaða nefndarinnar varðandi stjórn Eyþings var að fjölgað yrði um tvo, þ.e. stjórnin yrði í framtíðinni skipuð sjö mönnum. Ennfremur að sett yrði á fót 20 manna fulltrúaráð með fulltrúum frá öllum sveitarfélögum innan Eyþings. Þessir 20 fulltrúar skipi jafnframt samráðsvettvang vegna sóknaráætlunar landshlutans. Þá yrði bætt við einum starfsmanni hjá Eyþingi.

Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Eyþings, sagði frá umræðum í stjórn Eyþings um tillögur nefndarinnar og að í megindráttum hefði stjórnin verið sammála þeim. Þó hefði það verið niðurstaða stjórnarinnar að bíða ætti með að fjölga í stjórninni, en einbeita sér fyrst í stað að fulltrúaráðinu. Vera mætti að sjö manna stjórn væri góð og gild en það mætti skoða nánar í ljósi reynslunnar af starfi fulltrúaráðsins. Hann gat þess einnig að nauðsynlegt væri að skýra hlutverk fulltrúaráðsins betur.  (GKA lauk máli sínu kl. 13:33).

 

 

Afgreiðsla kjörnefndar á kjörbréfum.

Kristján E. Hjartarson, formaður kjörnefndar gerði grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Mættir voru 30 aðalfulltrúar og 4 varamenn, samtals 34 fulltrúar frá 12 sveitarfélögum. Rétt til setu á fundinum áttu 40 fulltrúar frá 13 sveitarfélögum.

 

Umræður og afgreiðsla tillagna.

 

Sigurður Guðmundsson taldi stjórnina hafa hunsað tillögur nefndarinnar og sagðist illa geta sætt sig við hlut Akureyrarbæjar í fulltrúaráðinu, þ.e. 5 fulltrúa af 20, þar sem fjöldi íbúa á Akureyri væri yfir 60% af íbúum sveitarfélaga í Eyþingi. Á þessu væri mikill lýðræðishalli.

Geir Kristinn Aðalsteinsson nefndi að stjórnin hefði fallist á tillögu vinnuhópsins um tilhögun fulltrúaráðsins og enn væri til umræðu hvernig stjórnin yrði skipuð.

Bergur Elías Ágústsson benti á að í nefndinni hefði verið samstaða um niðurstöðuna. Annars vegar hefði umræðan snúist um fjölda fulltrúa í ráðinu og hins vegar um vægi einstakra sveitarfélaga þar.

Jón Hrói Finnsson sagðist hafa átt von á þessum fundi fyrr og gagnrýndi framgöngu stjórnar og framkvæmdastjóra. Hann taldi að gengið hefði verið fram hjá sveitarfélögunum og samráð hefði skort við þau í vinnu við skipulag Eyþings og lýsti furðu á stöðu mála. Einnig taldi hann að aukafundurinn hefði átt að ákveða hverjir sætu í samráðsvettvangi vegna sóknaráætlunar.

Hjálmar Bogi Hafliðason kvað það sína skoðun að 5 manna stjórn væri góð. Vægi milli sveitarfélaga snérist ekki bara um fjölda íbúa, heldur einnig auðlindir, orku, víðáttu og fleira.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson sagði að þetta hefði verið rætt í bæjarráði Akureyrar. Áskilinn væri réttur til breytinga á fram komnum tillögum á næsta aðalfundi. Mikilvægt væri að bæði meiri- og minnihluti í bæjarstjórn Akureyrar ættu fulltrúa í stjórn Eyþings.

Siggeir Stefánsson taldi mikilvægt að Akureyringar finndu sig í þessu samstarfi, sem langfjölmennasta sveitarfélagið og væru sáttir. Hann lagði til að fundurinn samþykkti að stjórnin yrði skipuð 7 fulltrúum.

Geir Kristinn sagði að þrátt fyrir niðurstöðu vinnuhópsins um 7 manna stjórn þá væri vissulega til umræðu að halda þar óbreyttum fjölda. Varðandi skipun í samráðsvettvanginn sagði hann að stjórnin hefði farið eftir leiðbeiningum í skapalóni um sóknaráætlanir landshluta líkt og gert hefði verið annarsstaðar.

Jónas Vigfússon tók að hluta til undir gagnrýni Jóns Hróa. Aðeins hefði verið boðað til eins fundar í samráðsvettvanginum vegna sóknaráætlunar en hann kannaðist ekki við að hliðstæð vinna hefði farið fram á vegum AFE eins og hjá AÞ. Vinna hefði þurft betur í grasrótinni.

Dagbjört Bjarnadóttir kvað 20 manna fulltrúaráð mikilvægt og það þyrfti að vera virkt til að efla tengsl Eyþings við sveitarfélögin. Til að auðvelda samskiptin mætti setja niður fasta fundartíma og nýta tæknina m.a. með fjarfundabúnaði. Dagbjört taldi ekki þörf á stærri stjórn, það yrði trúlega þyngra í vöfum og gæti dregið úr vægi fulltrúaráðsins.

Pétur Þór Jónasson skýrði aðkomu atvinnuþróunarfélaganna að gerð sóknaráætlunar. Þau hefðu bæði lagt til grunngögn en gert það hvort með sínum hætti.

Fundarstjóri sagðist líta svo á að í ljósi tillagna frá nefnd um skipulag Eyþings, umfjöllun stjórnar þar um og umræðu á fundinum, þyrfti að taka til afgreiðslu fjórar tillögur, þ.e. um fyrirkomulag aðalfundar, fjölda stjórnarmanna, fulltrúaráð og starfsmannamál Eyþings.

Aðalfundur Eyþings.

Fundarstjóri bar upp tillögu um að aðalfundur Eyþings yrði með óbreyttum hætti.

Samþykkt samhljóða.

Stjórn Eyþings.

Fundarstjóri bar upp tillögu um að stjórn Eyþings yrði skipuð 7 fulltrúum.

Samþykkt með þorra atkvæða. 5 voru á móti.

Fulltrúaráð Eyþings.

Fundarstjóri bar upp tillögu um að skipað yrði 20 manna fulltrúaráð Eyþings.

Samþykkt samhljóða.

Ráðning starfsmanns.

Eiríkur Hauksson spurði hvað nýr starfsmaður ætti að gera og hvort ekki mætti hagræða með samvinnu og samnýtingu húsnæðis, t.d. með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Markaðsstofu Norðurlands.

Guðmundur Sigvaldason sagði að efla þyrfti starfsemina, t.d. í umhverfismálum og lagði til að ráðnir yrðu tveir starfsmenn.

Halla Björk Reynisdóttir spurði um fjárhagslegar forsendur þess að fjölga starfsmönnum Eyþings.

Jón Hrói taldi að ekki hefðu komið fram nægar upplýsingar til að taka afstöðu til fjölgunar starfsmanna. Ræða þyrfti betur verkefni og kostnað.

Hjálmar Bogi spurði hvort það væri ekki hlutverk stjórnar að ákveða fjölda starfsmanna og sagðist treysta henni vel til þess.

Njáll Trausti Friðbertsson taldi að skoða þyrfti grundvöll fjölgunar starfsmanna betur, þ.e. þau verkefni sem framundan væru í samhengi við þá fjármuni sem væru til ráðstöfunar.

Bergur Elías greindi frá umræðum í nefndinni um skipulag Eyþings. Hann nefndi nokkur umfangsmikil mál sem unnið hefði verið að, strætó, umhverfismál, norðurslóðamál og sóknaráætlun. Hann sagði starfsmenn hafa skilað góðu starfi. Ljóst væri að Eyþing væri að breytast úr litlum hagsmunasamtökum í miklu meiri og fjölþættari starfsemi. Í því ljósi þyrfti að skoða tillögur nefndarinnar í starfsmannamálum.

Geir Kristinn lagði fram tillögu um að starfsmannamálum yrði vísað til stjórnar Eyþings.

Guðmundur Sigvaldason kvaðst styðja þá tillögu.

Hjálmar Bogi nefndi að gott hefði verið fyrir strætónefndina að hafa starfsmann.

Í óformlegum umræðum komu fram spurningar um lög Eyþings og umboð fundarins til samþykktar tillagna sem ekki ættu sér stoð í lögunum.

Bergur Elías sagðist telja að aðalfundur hefði með afgerandi hætti vísað málum til umræðu og afgreiðslu á þessum aukafundi og síðan þyrfti að útfæra framkvæmdina og væntanlega að gera breytingar á lögum samtakanna á næsta aðalfundi, t.d. vegna stjórnar og fulltrúaráðs.

 

Fundarstjóri bar upp tillögu um að vísa starfsmannamálum Eyþings til stjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Pétur Þór Jónasson fór yfir tiltekin atriði í lögum Eyþings í ljósi umræðunnar.

(Þessum dagskrárlið lauk kl. 14:25)

 

4.      Svæðisbundið samstarf sveitarfélaga á Norðurlöndum.

 

Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, (SSH) flutti erindi um hvað læra mætti af nágrannaþjóðum okkar. Hann greindi frá stöðu mála í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þar sem væru þrjú stjórnsýslustig; ríkið, formlegt héraðsstjórnarstig, þar sem héraðsstjórnir væru með skilgreind verkefni, ábyrgð og sérstakan fjárhag og síðan sveitarfélögin. Í Finnlandi væri þetta eins og á Íslandi, tvö formleg stjórnsýslustig, ríki og sveitarfélög en síðan væri valkvætt svæðisbundið samstarf án stjórnvaldsstöðu.

Héraðsstjórnirnar í þessum nágrannalöndum okkar eru lýðræðislega kjörnar, hafa skilgreinda tekjustofna, skýrt skilgreind verkefni og fasta landfræðilega afmörkun. Páll greindi nánar frá fyrirkomulagi í hverju landi fyrir sig og tók dæmi af verkefnum héraðsstjórna.

Í Finnlandi eru kosningar til tveggja stjórnsýslustiga eins og hér. Að auki er öflugt valkvætt svæðisbundið samstarf. Það er með tvennum hætti. Annars vegar 20 svæðisskrifstofur þar sem sveitarstjórnir kjósa í stjórnir, svipað og hjá landshlutasamtökum hér. Hins vegar er sveigjanlegt verkefnabundið samstarf sem ekki er bundið afmörkuðum svæðum.

Þessu næst ræddi Páll hvaða ályktanir og lærdóma við gætum dregið af mismunandi fyrirkomulagi þessara nágrannaþjóða og hvert við ættum að stefna. Hann taldi þörfina fyrir svæðisbundið samstarf fara vaxandi, m.a. vegna þess að sveitarfélögin væru stöðugt að taka yfir stóra málaflokka frá ríkinu og ákveðnar vísbendingar eru um að ríkisvaldið hafi mótað sé þá stefnu að nýta landshlutasamtökin sem viðviðmælanda.

Að lokum sagði Páll að sveitarstjórnarmenn stæðu frammi fyrir tveimur kostum. Að sitja hjá eða taka frumkvæði og hann var ekki í vafa um að þann síðar nefnda ætti að taka.

 

Umræður.

 

Jón Hrói Finnsson tók undir með Páli um að nú væri rétti tíminn til að velta fyrir sér breytingum.

Halla Björk Reynisdóttir tók undir með Jóni Hróa og trúlega hefði verið betra að vera fyrr á ferðinni með okkar stefnumótun. Þá spurði hún Pál hvort honum þætti finnska leiðin henta hér á landi.

Siggeir Stefánsson spurði Pál um peningahlið mála annars vegar og valdið hins vegar í þeim mismunandi kerfum sem hann hefði fjallað um.

Jóhann Ólafsson tók undir með Jóni Hróa og fleirum. Sóknaráætlunin hefði verið rædd á Húsavík fyrir tveimur árum og hvernig væri svo staðan í dag. Hefði mátt vinna hraðar? Dæmi um finnsku leiðina hér á landi taldi hann samstarf Dalvíkurbyggðar við SSNV um málefni fatlaðra, sem hefði gefist vel.

Njáll Trausti Friðbertsson spurði hvort alveg væri lokað á milli svæða varðandi ábyrgð og umsýslu tiltekinna verkefna í héraðsstjórnsýslunni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Páll svaraði fram komnum spurningum. Byrjaði á Njáli og sagði að í þessum löndum væru þrjú lög í stjórnsýslu. Verkefnum væri niður raðað. Verkaskipting væri skýr milli svæða og um verkefni. Allt væri klippt og skorið. Í svari til Höllu taldi hann finnsku leiðina hafa marga kosti fyrir okkur. Annars vegar væru héraðsskrifsstofur og hins vegar byggðasamlög án fastrar svæðisskiptingar.                       (Þessum dagskrárlið lauk kl. 15:13)

 

Kaffihlé.

 

5.      Tillaga að sóknaráætlun Norðurlands eystra.

 

Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi og Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, gerðu grein fyrir vinnu við sóknaráætlun landshlutans og fyrirliggjandi tillögum. BSJ sagði frá því hvernig vinnan hefði fram gengið og sýndi ýmsar glærur máli sínu til stuðnings. Meðal annars fjallaði hann um SVÓT greiningu fyrir Eyþings svæðið. Þá sýndi hann mynd um helstu stoðir í framtíðarsýn Eyþings. Þar er kjarninn markviss stefna til sóknar og framfara og um þennan kjarna snýst langtímastefna, fjölbreytni, deigla menningar og lærdómur og þekking.

Þessu næst sýndi Bjarni Snæbjörn grunn sóknaráætlunar í Eyþingi og skýrði hugsunina að baki hennar. Þar má sjá ákveðna heildarmynd og tillögur til verkefna.

Að endingu fór BSJ yfir þau verkefni sem tillaga væri gerð um að styrkja.

Málaflokkarnir eru:

Atvinnumál og nýsköpun/markaðsmál og verkefnin þar undir, annars vegar Norðurland hlið inn í landið og hins vegar orkuauðlindasamstarf.

Menntamál og heiti verkefnis, náin tengsl atvinnulífs og skóla - ný nálgun í símenntun.

Fjölmiðlun - snertir alla þætti og heiti verkefnis, fjölmiðlar og upplýsingamiðlun frá svæði Eyþings.

Menningarmál og heiti verkefna, annars vegar grunngerð og mannauður og hins vegar þróunarverkefnið „Aftur heim“.

 

Fundarstjóri Eiríkur Björn Björgvinsson þurfti að fara til annarra skyldustarfa. Geir Kristinn Aðalsteinsson tók við fundarstjórn.

 

Umræður.

 

Halla Björk Reynisdóttir beindi því til stjórnar að verkefni, t.d. í menntamálum, væri ekki hringferð peninga frá ríki til ríkis. Einnig talaði hún um fjölmiðlaverkefnið og spurði hvort sá peningur ætti að fara í ríkisfjölmiðla. Halla Björk tók undir með Páli um að nú væri rétti tíminn til að velta fyrir sér breytingum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson þakkaði fyrir góða vinnu og taldi að þarna væru mörg áhugaverð verkefni.

Pétur Þór Jónasson sagði að til ráðstöfunar í verkefninu væru 50.595 þkr. Skýrslu ætti að skila næstkomandi föstudag 15. febrúar. Málið færi fyrir stýrinefnd í þarnæstu viku. Í mars yrði gengið frá samningum við fjármálaráðuneytið. Hann greindi frá því að mótun tillagna í framhaldi af fundi samráðsvettvangs hefði mikið verið á hendi formanns og framkvæmdastjóra Eyþings, framkvæmdastjóra atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu, framkvæmdastjóra hjá SÍMEY og framkvæmdastjóra skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra í samstarfi við ráðgjafa. Fulltrúi atvinnulífsins hefði forfallast vegna veikinda. PÞJ þakkaði þeim gott samstarf.

Páll Guðjónsson kvaddi sér hljóðs. Kvaðst vera gestur á þessum fundi en vildi láta það koma fram að hann teldi að hér hefði verið unnið gott verk, sem smellpassaði við þá forsögn sem var gefin.

Bjarkey Gunnarsdóttir lýsti ánægju sinni með það sem fyrir lægi og vonaðist til að þau verkefni sem nefnd hefðu verið fengju farsælan framgang.

Gunnlaugur Stefánsson velti fyrir sér SVÓT greiningunni. Þar væri hvorki minnst á landbúnað né orkunýtingu og hann saknaði þess. Hann ræddi m.a. um fjarskiptamál og mikilvægi þess að auka verk- og tæknimenntun á svæðinu.

Geir Kristinn Aðalsteinsson gat þess vegna orða Gunnlaugs um fjarskipti að sérstök fjárveiting væri ætluð til þeirra mála til viðbótar þeim liðlega 50 mkr sem hér hefðu verið nefndar. Eyþing hefði fengið fjárveitingu til þess verkefnis og til Norðurslóðamiðstöðvar í gegnum sóknaráætlun fyrir árið 2012 sem unnin var með öðrum hætti.

Jón Hrói taldi að markmiðið ætti að vera að koma meiri fjármunum til sveitarfélaga. Þá taldi hann galla að þau verkefni sem hér væru sett fram beindust ekki að þeim markhópum sem m.a. hefði verið rætt um á fundi samráðsvettvangs 4. febrúar sl.

Bjarni Snæbjörn sagði í tilefni af umræðu um fjölmiðlun að ákveðið hefði verið að setja markmiðið fram frekar en að nefna ákveðið eða ákveðin fyrirtæki, t.d. N4.

Siggeir Stefánsson sagði að það vantaði í ógnanir í SVÓT greiningu að nefna auðlindagjaldið. Í sambandi við verkefni tengd fræðslumálum þá væri mikilvægt að byrja í grunnskólunum.

Jónas Vigfússon taldi að til bóta væri að einfalda árangursmælikvarða, a.m.k. suma þeirra.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ræddi árangursmælikvarða og hvernig best væri að haga þeim.

Bjarni Snæbjörn lauk þessari umræðu með því að þakka fyrir góðar ábendingar.

 

Fundarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu:

Fundurinn felur stjórn Eyþings að ganga frá sóknaráætlun í samræmi við fyrirliggjandi tillögur og umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

 

 

6.      Önnur mál.

 

Enginn tók til máls undir þessum dagskrárlið.

 

 

6.      Fundarslit.

 

Formaður Eyþings, Geir Kristinn Aðalsteinsson þakkaði fyrirlesurum og fundarmönnum fyrir góða fundarsetu og gagnlega umræðu. Hann óskaði öllum viðstöddum góðrar heimferðar og sleit síðan fundi kl. 16:31.

 


 

Fyrirlesarar:

Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi.

Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH.

 

Gestir:

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings.

Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

 

Starfsmenn og embættismenn:

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyri.

Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings.

Valtýr Sigurbjarnarson, ráðinn fundarritari.

 


 

Fulltrúar á aukafundi Eyþings 12. febrúar 2013

 

Sveitarfélag

 

Aðalfulltrúar

 

Varafulltrúar

Fjallabyggð

X

Bjarkey Gunnarsdóttir

 

Sigurður Hlöðversson

Fjallabyggð

X

Egill Rögnvaldsson

 

Guðmundur G. Sveinsson

Fjallabyggð

X

Sigurður Valur Ásbjarnarson

 

Ásdís Pálmadóttir

Fjallabyggð

X

Þorbjörn Sigurðsson

 

S. Guðrún Hauksdóttir

Dalvíkurbyggð

X

Björn Snorrason

 

 

Dalvíkurbyggð

X

Jóhann Ólafsson

 

Sveinn Torfason

Dalvíkurbyggð

X

Kristján E. Hjartarson

 

Heiða Hringsdóttir

Dalvíkurbyggð

X

Marinó Þorsteinsson

 

Guðmundur St. Jónsson

Hörgársveit

X

Guðmundur Sigvaldason

 

Axel Grettisson

Hörgársveit

X

Hanna Rósa Sveinsdóttir

 

Sunna Hlín Jóhannesdóttir

Akureyrarbær

X

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir

 

Edward H. Huijbens

Akureyrarbær

X

Geir Kristinn Aðalsteinsson

 

Oddur Helgi Halldórsson

Akureyrarbær

X

Guðmundur B. Guðmundsson

 

Petrea Ósk Sigurðardóttir r

Akureyrarbær

X

Halla Björk Reynisdóttir

 

Víðir Benediktsson

Akureyrarbær

 

Hlín Bolladóttir

X

Inda Björk Gunnarsdóttir

Akureyrarbær

 

Logi Már Einarsson

X

Ragnar Sverrisson

Akureyrarbær

 

Ólafur Jónsson

X

Njáll Trausti Friðbertsson

Akureyrarbær

 

Tryggvi Þór Gunnarsson

 

Silja Dögg Baldursdóttir

Akureyrarbær

X

Sigurður Guðmundsson

 

Anna Hildur Guðmundsdóttir

Eyjafjarðarsveit

X

Arnar Árnason

 

 

Eyjafjarðarsveit

X

Einar Gíslason

 

Kristín Kolbeinsdóttir

Eyjafjarðarsveit

X

Leifur Guðmundsson

 

Jón Stefánsson

Svalbarðsstrandarhreppur

X

Eiríkur Hauksson

 

Helga Kvam

Svalbarðsstrandarhreppur

X

Jón Hrói Finnsson

 

Guðmundur Bjarnason

Grýtubakkahreppur

X

Guðný Sverrisdóttir

 

Fjóla V. Stefánsdóttir

Grýtubakkahreppur

 

Jón Helgi Pétursson

 

Ásta Fönn Flosadóttir

Þingeyjarsveit

 

Arnór Benónýsson

 

Árni Pétur Hilmarsson

Þingeyjarsveit

X

Dagbjört Jónsdóttir

 

Ólína Arnkelsdóttir

Þingeyjarsveit

X

Margrét Bjarnadóttir

 

Friðrika Sigurgeirsdóttir

Skútustaðahreppur

X

Dagbjört Bjarnadóttir

 

Böðvar Pétursson

Skútustaðahreppur

X

Guðrún María Valgeirsdóttir

 

Friðrik Jakobsson

Norðurþing

X

Bergur Elías Ágústsson

 

Sigríður Valdimarsdóttir

Norðurþing

X

Hjálmar Bogi Hafliðason

 

Þráinn Guðni Gunnarsson

Norðurþing

 

Jón Helgi Björnsson

X

Gunnlaugur Stefánsson

Norðurþing

 

Jón Grímsson

 

Soffía Helgadóttir

Norðurþing

 

Trausti Aðalsteinsson

 

Olga Gísladóttir

Tjörneshreppur

 

Steinþór Heiðarsson

 

Eiður Árnason

Svalbarðshreppur

X

Elfa Benediktsdóttir

 

Sigurður Þór Guðmundsson

Langanesbyggð

X

Gunnólfur Lárusson

 

Ævar Rafn Marinósson

Langanesbyggð

X

Siggeir Stefánsson

 

Reimar Sigurjónsson

 

Rétt til setu á fundinum áttu 40 fulltrúar frá 13 sveitarfélögum. Mættir voru 34 frá 12 sveitarfélögum, þar af voru 4 varamenn, sjá ofangreinda töflu. Enginn mætti frá Tjörneshreppi. Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt voru Eiríkur Björn Björgvinsson, Akureyri og Jonas
Getum við bætt síðuna?