Fundargerð - Aðalfundur - aukafundur 12.02.2013
Aukafundur Eyþings 2013
Haldinn í Hofi á Akureyri
12. febrúar 2013
Fundargerð
1. Fundarsetning kl. 12:45.
Formaður Eyþings, Geir Kristinn Aðalsteinsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann greindi frá dagskrá fundarins og tilhögun. Þá nefndi Geir Kristinn vinnu sjö manna nefndar um skipulag Eyþings, en hún hefur skilað af sér og stjórnin fjallað um málið. Strætó er annað verkefni sem unnið hefur verið að í nefnd undir stjórn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar. Kerfið er komið á rekspöl. Þriðja atriðið sem GKA ræddi um er menningarmálin en níunda úthlutun Menningarráðs Eyþings fór fram í Ólafsfirði 7. febrúar sl. Einnig nefndi hann tvö stór verkefni sem náðst hefði jákvæð niðurstaða um, Vaðlaheiðargöng og Norðurslóðanet. Jafnframt gat hann um sóknaráætlun landshlutans sem er viðamikið verkefni og verður til umræðu á þessum fundi.
Að lokum bar Geir Kristinn fram tillögu um fundarstjóra, Eirík Björn Björgvinsson.
Samþykkt samhljóða.
1.1. Starfsmenn þingsins og kjörnefnd.
Eiríkur Björn tók við fundarstjórn og lagði eftirfarandi til um starfsmenn þingsins og kjörnefnd:
Ritarar.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Akureyri.
Dagbjört Jónsdóttir, Þingeyjarsveit.
Samþykkt samhljóða.
Kjörbréfanefnd.
Kristján E. Hjartarson, Dalvíkurbyggð, formaður.
Guðrún María Valgeirsdóttir, Skútustaðahreppi.
Jón Hrói Finnsson, Svalbarðsstrandarhreppi.
Samþykkt samhljóða.
Ráðinn fundarritari.
Valtýr Sigurbjarnarson, Akureyri.
Yfirumsjón.
Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings.
2. Val á endurskoðanda Eyþings, sbr. tillögu aðalfundar 2012.
Samþykkt samhljóða.
3. Skipulag Eyþings. Tillögur nefndar og álit stjórnar.
Afgreiðsla kjörnefndar á kjörbréfum.
Kristján E. Hjartarson, formaður kjörnefndar gerði grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Mættir voru 30 aðalfulltrúar og 4 varamenn, samtals 34 fulltrúar frá 12 sveitarfélögum. Rétt til setu á fundinum áttu 40 fulltrúar frá 13 sveitarfélögum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt með þorra atkvæða. 5 voru á móti.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
4. Svæðisbundið samstarf sveitarfélaga á Norðurlöndum.
Kaffihlé.
5. Tillaga að sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi og Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, gerðu grein fyrir vinnu við sóknaráætlun landshlutans og fyrirliggjandi tillögum. BSJ sagði frá því hvernig vinnan hefði fram gengið og sýndi ýmsar glærur máli sínu til stuðnings. Meðal annars fjallaði hann um SVÓT greiningu fyrir Eyþings svæðið. Þá sýndi hann mynd um helstu stoðir í framtíðarsýn Eyþings. Þar er kjarninn markviss stefna til sóknar og framfara og um þennan kjarna snýst langtímastefna, fjölbreytni, deigla menningar og lærdómur og þekking.
Þessu næst sýndi Bjarni Snæbjörn grunn sóknaráætlunar í Eyþingi og skýrði hugsunina að baki hennar. Þar má sjá ákveðna heildarmynd og tillögur til verkefna.
Að endingu fór BSJ yfir þau verkefni sem tillaga væri gerð um að styrkja.
Málaflokkarnir eru:
Atvinnumál og nýsköpun/markaðsmál og verkefnin þar undir, annars vegar Norðurland hlið inn í landið og hins vegar orkuauðlindasamstarf.
Menntamál og heiti verkefnis, náin tengsl atvinnulífs og skóla - ný nálgun í símenntun.
Fjölmiðlun - snertir alla þætti og heiti verkefnis, fjölmiðlar og upplýsingamiðlun frá svæði Eyþings.
Menningarmál og heiti verkefna, annars vegar grunngerð og mannauður og hins vegar þróunarverkefnið „Aftur heim“.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson þakkaði fyrir góða vinnu og taldi að þarna væru mörg áhugaverð verkefni.
Pétur Þór Jónasson sagði að til ráðstöfunar í verkefninu væru 50.595 þkr. Skýrslu ætti að skila næstkomandi föstudag 15. febrúar. Málið færi fyrir stýrinefnd í þarnæstu viku. Í mars yrði gengið frá samningum við fjármálaráðuneytið. Hann greindi frá því að mótun tillagna í framhaldi af fundi samráðsvettvangs hefði mikið verið á hendi formanns og framkvæmdastjóra Eyþings, framkvæmdastjóra atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu, framkvæmdastjóra hjá SÍMEY og framkvæmdastjóra skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra í samstarfi við ráðgjafa. Fulltrúi atvinnulífsins hefði forfallast vegna veikinda. PÞJ þakkaði þeim gott samstarf.
Páll Guðjónsson kvaddi sér hljóðs. Kvaðst vera gestur á þessum fundi en vildi láta það koma fram að hann teldi að hér hefði verið unnið gott verk, sem smellpassaði við þá forsögn sem var gefin.
Bjarkey Gunnarsdóttir lýsti ánægju sinni með það sem fyrir lægi og vonaðist til að þau verkefni sem nefnd hefðu verið fengju farsælan framgang.
Gunnlaugur Stefánsson velti fyrir sér SVÓT greiningunni. Þar væri hvorki minnst á landbúnað né orkunýtingu og hann saknaði þess. Hann ræddi m.a. um fjarskiptamál og mikilvægi þess að auka verk- og tæknimenntun á svæðinu.
Geir Kristinn Aðalsteinsson gat þess vegna orða Gunnlaugs um fjarskipti að sérstök fjárveiting væri ætluð til þeirra mála til viðbótar þeim liðlega 50 mkr sem hér hefðu verið nefndar. Eyþing hefði fengið fjárveitingu til þess verkefnis og til Norðurslóðamiðstöðvar í gegnum sóknaráætlun fyrir árið 2012 sem unnin var með öðrum hætti.
Jón Hrói taldi að markmiðið ætti að vera að koma meiri fjármunum til sveitarfélaga. Þá taldi hann galla að þau verkefni sem hér væru sett fram beindust ekki að þeim markhópum sem m.a. hefði verið rætt um á fundi samráðsvettvangs 4. febrúar sl.
Bjarni Snæbjörn sagði í tilefni af umræðu um fjölmiðlun að ákveðið hefði verið að setja markmiðið fram frekar en að nefna ákveðið eða ákveðin fyrirtæki, t.d. N4.
Siggeir Stefánsson sagði að það vantaði í ógnanir í SVÓT greiningu að nefna auðlindagjaldið. Í sambandi við verkefni tengd fræðslumálum þá væri mikilvægt að byrja í grunnskólunum.
Jónas Vigfússon taldi að til bóta væri að einfalda árangursmælikvarða, a.m.k. suma þeirra.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ræddi árangursmælikvarða og hvernig best væri að haga þeim.
Bjarni Snæbjörn lauk þessari umræðu með því að þakka fyrir góðar ábendingar.
Fundarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu:
Fundurinn felur stjórn Eyþings að ganga frá sóknaráætlun í samræmi við fyrirliggjandi tillögur og umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
6. Önnur mál.
Enginn tók til máls undir þessum dagskrárlið.
6. Fundarslit.
Formaður Eyþings, Geir Kristinn Aðalsteinsson þakkaði fyrirlesurum og fundarmönnum fyrir góða fundarsetu og gagnlega umræðu. Hann óskaði öllum viðstöddum góðrar heimferðar og sleit síðan fundi kl. 16:31.
Fyrirlesarar:
Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi.
Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH.
Gestir:
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings.
Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Starfsmenn og embættismenn:
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyri.
Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings.
Valtýr Sigurbjarnarson, ráðinn fundarritari.
Fulltrúar á aukafundi Eyþings 12. febrúar 2013
Sveitarfélag |
|
Aðalfulltrúar |
|
Varafulltrúar |
Fjallabyggð |
X |
Bjarkey Gunnarsdóttir |
|
Sigurður Hlöðversson |
Fjallabyggð |
X |
Egill Rögnvaldsson |
|
Guðmundur G. Sveinsson |
Fjallabyggð |
X |
Sigurður Valur Ásbjarnarson |
|
Ásdís Pálmadóttir |
Fjallabyggð |
X |
Þorbjörn Sigurðsson |
|
S. Guðrún Hauksdóttir |
Dalvíkurbyggð |
X |
Björn Snorrason |
|
|
Dalvíkurbyggð |
X |
Jóhann Ólafsson |
|
Sveinn Torfason |
Dalvíkurbyggð |
X |
Kristján E. Hjartarson |
|
Heiða Hringsdóttir |
Dalvíkurbyggð |
X |
Marinó Þorsteinsson |
|
Guðmundur St. Jónsson |
Hörgársveit |
X |
Guðmundur Sigvaldason |
|
Axel Grettisson |
Hörgársveit |
X |
Hanna Rósa Sveinsdóttir |
|
Sunna Hlín Jóhannesdóttir |
Akureyrarbær |
X |
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir |
|
Edward H. Huijbens |
Akureyrarbær |
X |
Geir Kristinn Aðalsteinsson |
|
Oddur Helgi Halldórsson |
Akureyrarbær |
X |
Guðmundur B. Guðmundsson |
|
Petrea Ósk Sigurðardóttir r |
Akureyrarbær |
X |
Halla Björk Reynisdóttir |
|
Víðir Benediktsson |
Akureyrarbær |
|
Hlín Bolladóttir |
X |
Inda Björk Gunnarsdóttir |
Akureyrarbær |
|
Logi Már Einarsson |
X |
Ragnar Sverrisson |
Akureyrarbær |
|
Ólafur Jónsson |
X |
Njáll Trausti Friðbertsson |
Akureyrarbær |
|
Tryggvi Þór Gunnarsson |
|
Silja Dögg Baldursdóttir |
Akureyrarbær |
X |
Sigurður Guðmundsson |
|
Anna Hildur Guðmundsdóttir |
Eyjafjarðarsveit |
X |
Arnar Árnason |
|
|
Eyjafjarðarsveit |
X |
Einar Gíslason |
|
Kristín Kolbeinsdóttir |
Eyjafjarðarsveit |
X |
Leifur Guðmundsson |
|
Jón Stefánsson |
Svalbarðsstrandarhreppur |
X |
Eiríkur Hauksson |
|
Helga Kvam |
Svalbarðsstrandarhreppur |
X |
Jón Hrói Finnsson |
|
Guðmundur Bjarnason |
Grýtubakkahreppur |
X |
Guðný Sverrisdóttir |
|
Fjóla V. Stefánsdóttir |
Grýtubakkahreppur |
|
Jón Helgi Pétursson |
|
Ásta Fönn Flosadóttir |
Þingeyjarsveit |
|
Arnór Benónýsson |
|
Árni Pétur Hilmarsson |
Þingeyjarsveit |
X |
Dagbjört Jónsdóttir |
|
Ólína Arnkelsdóttir |
Þingeyjarsveit |
X |
Margrét Bjarnadóttir |
|
Friðrika Sigurgeirsdóttir |
Skútustaðahreppur |
X |
Dagbjört Bjarnadóttir |
|
Böðvar Pétursson |
Skútustaðahreppur |
X |
Guðrún María Valgeirsdóttir |
|
Friðrik Jakobsson |
Norðurþing |
X |
Bergur Elías Ágústsson |
|
Sigríður Valdimarsdóttir |
Norðurþing |
X |
Hjálmar Bogi Hafliðason |
|
Þráinn Guðni Gunnarsson |
Norðurþing |
|
Jón Helgi Björnsson |
X |
Gunnlaugur Stefánsson |
Norðurþing |
|
Jón Grímsson |
|
Soffía Helgadóttir |
Norðurþing |
|
Trausti Aðalsteinsson |
|
Olga Gísladóttir |
Tjörneshreppur |
|
Steinþór Heiðarsson |
|
Eiður Árnason |
Svalbarðshreppur |
X |
Elfa Benediktsdóttir |
|
Sigurður Þór Guðmundsson |
Langanesbyggð |
X |
Gunnólfur Lárusson |
|
Ævar Rafn Marinósson |
Langanesbyggð |
X |
Siggeir Stefánsson |
|
Reimar Sigurjónsson |
Rétt til setu á fundinum áttu 40 fulltrúar frá 13 sveitarfélögum. Mættir voru 34 frá 12 sveitarfélögum, þar af voru 4 varamenn, sjá ofangreinda töflu. Enginn mætti frá Tjörneshreppi. Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt voru Eiríkur Björn Björgvinsson, Akureyri og Jonas