Fundargerð - Menningarráð - 17.09.2013
46. fundur
Þriðjudaginn 17. September kl. 15.00 kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mættir eru: Arnór Benónýsson, Bjarni Valdimarsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Logi Már Einarsson, Þórgunnur Reykjalín og Kjartan Ólafsson á skype. Hildur Stefánsdóttir boðaði forföll ekki náðist í varamann. Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Logi Már vék af fundi 15.45
Fundarsetning:
Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og gengið var til dagskrár.
Formaður óskaði eftir að bæta við lið á dagskrá fundarins undir trúnaðarmál. Samþykkt samhljóða.
1. Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarbók.
2. Matskýrsla
Farið var yfir drög að matskýrslu á menningarsamningi. Menningarráð telur þetta vera nokkuð góða samantekt af vinnustofu sem haldin var í vor á vegum Capacent. Endurspegla drögin þann anda sem ríkti á vinnustofunni um að menningarsamningurinn er að skila hlutverki sínu vel. Engar ályktanir eða niðurstaða liggur fyrir í meðfylgjandi drögum.
Menningarráð óskar eftir að sjá þær ályktanir sem dregnar verða af þessum drögum út frá því uppleggi sem lagt var upp með í 1. kafla á lýsingu á verkþáttum úttektarinnar.
Menningarfulltrúa og formanni falið að senda Capacent ábendingar um nokkrar augljósar staðreyndarvillur í samantektinni.
3. Stefna í menningarmálum á starfssvæði Eyþings
Síðasti dagur til að skila inn athugsemdum vegna stefnu í menningarmálum á starfssvæði Eyþings 2013-2020 var 5. september sl. Engar athugasemdir bárust. Samþykkt að stefnan fari í prentun og verði dreift á aðalfundi Eyþings 27.-28. september nk.
3. Leiðarþing
Arnór og Ragnheiður Jóna gerðu grein fyrir undirbúningi Leiðarþings sem haldið verður 12. október nk. Menningarfulltrúa og formanni falið að halda vinnunni áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
3. Önnur mál
Arnór og Ragnheiður Jóna gerðu grein fyrir væntanlegum flutningi Eyþings í Hafnarstræti 91-95.
Þórgunnur spurði um heimasíðu Eyþings og Menningarráðs. Heimasíðan er í vinnslu. Ragnheiður Jóna ýtir á að hún verði til hið fyrsta.
Fundi slitið 17.15