Fara í efni

Fundargerð - Aukaþing SSNE - 11. desember 2020

11.12.2020

Aukaþing SSNE
Vefþing
11.
desember 2020

Fundargerð

     1.          Þingsetning.
Formaður SSNE, Hilda Jana Gísladóttir, setti fund kl. 8:30 og bauð fundarmenn velkomna fyrir hönd stjórnar.

     1.1.       Kosning fundarstjóra og tveggja ritara.
Formaður lagði til eftirfarandi starfsmenn fundarins.

Fundarritarar:
Helga María Pétursdóttir.
Ari Páll Pálsson.
Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri:
Sigurður Þór Guðmundsson.
Samþykkt samhljóða.

Sigurður tók við fundarstjórn og þakkaði traustið. Hann fór yfir það hvernig kosið yrði á fundinum. Þegar hann hefði borið upp tillögu réttu þeir upp hönd rafrænt (raise hand) sem samþykktu tillöguna. Hann bað fundargesti að skíra sig fullu nafni og þingfulltrúa auk þess að setja A framan við nafnið sitt og fyrir hvaða sveitarfélag þeir mættu til að auðvelda yfirferð á atkvæðagreiðslum.

Sigurður kynnti eftirfarandi tillögu stjórnar um kjörnefnd fundarins.

Kjörnefnd:
Helgi Héðinsson formaður.
Helena Eydís Ingólfsdóttir.
Samþykkt samhljóða.

Sigurður kynnti eftirfarandi tillögu stjórnar um fjárhags- og stjórnsýslunefnd fundarins.

Fjárhags- og stjórnsýslunefnd:
Katrín Sigurjónsdóttir, formaður.
Gunnar Gíslason.
Finnur Yngvi Kristinsson.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.
Árni Pétur Hilmarsson.
Samþykkt samhljóða.

Helgi Héðinsson, formaður kjörnefndar, upplýsti fundinn um að fleiri en 2/3 þingfulltrúa væru mættir og fundurinn því lögmætur.

Fundarstjóri lýsti fundinn lögmætan og gengið var til auglýstrar dagskrár.

Hér má hlusta á upptöku.

     2.         Umhverfismál – staða og næstu skref.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ræddi úrgangsmál, samstarf ríkis og sveitarfélaga í umhverfismálum og fjármagn ráðuneytisins til sóknaráætlana landshlutanna. Hann sagði frá vinnu við breytingar á úrgangslöggjöf og að þar hefðu verið stigin ákveðin skref. Guðmundur sagði að horft væri til hringrásarhagkerfisins og að reynt væri að koma á heildstæðu kerfi sem tæki til úrgangsmála, betri hönnunar frá fyrstu stigum og nýtingar á úrgangi sem efni í frekari vöru eða þjónustu.

Guðmundur sagði stöðuna í úrgangsmálum hér á landi ekki nógu góða þótt víða væri vissulega unnið gott starf. Tölur yfir endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs sýndu um 30% en m.v. markmið sem lagt hefði verið upp með ætti það að vera um 50%. Hann sagði of mikið vera urðað og of lítið endurunnið og að unnið væri eftir markmiðum því tengdu í nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs.

Guðmundur sagði leiðir til að ná markmiðunum um endurvinnslu vera að taka upp sérstaka söfnun, þ.e. að safna pappa og pappír sérstaklega, plasti sérstaklega o.s.frv. Hann sagði þessa leið hafa gefist vel í Evrópu til að gera mismunandi úrgangsstrauma hreinni svo þeir hentuðu betur til endurvinnslu. Samhliða yrði sett bann á að urða það sem væri flokkað. Þá yrði lagt til að flokkun sorps á heimilum og í fyrirtækjum yrði gert að skyldu og flokkun samræmd á öllu landinu. Samhliða þessu yrði horft til sanngjarnari gjaldtöku og búnir til hvatar fyrir fólk og fyrirtæki til að flokka.

Guðmundur sagði alltaf eitthvað falla til sem ekki væri hægt að endurvinna sem væri þá betra að brenna en að urða. Hann sagði Umhverfisstofnun hafa umsjón með gerð úttektar á brennslumálum á Íslandi og að verið væri að vinna úr skýrslu því tengdu. Meginniðurstöður væru þær að til lengri tíma væri ekki fýsilegur kostur að flytja til útlanda í brennslu. Hann sagði frekari greiningu á brennslu hérlendis hafna og þá hvort fýsilegra væri að vera með eina stóra brennslustöð eða fleiri minni.

Varðandi samstarf ríkis og sveitarfélaga í umhverfismálum sagði Guðmundur ráðuneytið vera í samstarfi við SÍS. Hann sagðist velta fyrir sér hvort koma þyrfti á formlegri samstarfsvettvangi þar sem verkefnið væri sameiginlegt. Sveitarfélögin bæru ábyrgð á að uppfylla markmiðin en ríkið færi með löggjöf og gæti aðstoðað með fjármagn. Hann sagði að ein leið væri að halda ársþing eða hafa fulltrúa sveitarfélaga í samstarfshópum með ráðuneytinu.

Guðmundur kvaðst ánægður með aukna áherslu á umhverfismál í sóknaráætlunum landshlutanna. Hann sagði það í takti við hringrásarhagkerfishugsun og loftslagsmál. Árið 2020 var framlag umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til sóknaráætlana 10 m.kr. Hann sagði að á næsta ári færi ráðuneytið í gang með styrki til nýsköpunar, til að stuðla að frekari endurvinnslu og flokkun, sem sveitarfélög og aðrir gætu sótt í.

Fundarstjóri opnaði fyrir umræður um umhverfismál.

Hér má hlusta á upptöku.

     3.         Skýrslur um framvindu starfs- og fjárhagsáætlunar.

     3.1.      Starfsáætlun 2021.
Hilda Jana kynnti starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2021, helstu verkefni SSNE frá síðasta ársþingi og vinnu við val á áhersluverkefnum fyrir árið 2021. Þingfulltrúar fengu starfsáætlunina senda fyrir þingið.

Á ársþingi SSNE 9. og 10. október sl. var lagt til að markmiðum og áhersluatriðum í sóknaráætlun yrði fækkað og var stjórn falið að koma með tillögu í þeim efnum á aukaþingi í desember. Hilda Jana sagði þá vinnu hafna en vegna mikilla anna starfsfólks óskaði stjórn eftir heimild aukaþings til að fresta því að tillögurnar kæmu fram þar til á fyrirhuguðu ársþingi í apríl 2021.

Þá fól ársþingið stjórn að skoða sérstaklega hvort tilefni væri til að stofna fagráð umhverfismála og með hvaða hætti fylgja ætti eftir áherslum í sóknaráætlun er varðar umhverfismál innan SSNE. Á stjórnarfundi miðvikudaginn 9. desember sl. var samþykkt að óska eftir því við aukaþing að skipuð yrði undirnefnd umhverfismála og að þingið veitti stjórn heimild til að skipa í hana innan mánaðar.

Hilda Jana lýsti yfir óánægju með frumvarp um opinberan stuðning við nýsköpun í kjölfar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og sá stjórn SSNE ástæðu til þess að bóka um málið. Hilda Jana taldi eðlilegt að aukaþingið ályktaði með sambærilegum hætti væri það sammála bókun stjórnar.

Fundarstjóri opnaði fyrir umræður um málefnið.

     3.1.1.   Tillögur.
Fundarstjóri bar fyrstu tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

„Aukaþing SSNE samþykkir að skipuð verði undirnefnd umhverfismála hjá SSNE og felur stjórn að skipa í hana innan mánaðar.“

Samþykkt með þorra atkvæða.

Fundarstjóri bar aðra tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

„Aukaþing SSNE samþykkir að veita stjórn heimild til þess að fresta fyrirhugaðri endurskoðun á sóknaráætlun til næsta þings SSNE í apríl 2021.“

Samþykkt samhljóða.

Sveinn Margeirsson lagði fram breytingatillögu varðandi ályktun um frumvarp um opinberan stuðning við nýsköpun og dró Hilda Jana í kjölfarið tillögu stjórnar til baka.

Fundarstjóri las upp breytingatillöguna þegar tekið hafði verið tillit til athugasemda þingfulltrúa:

"Aukaþing SSNE telur nauðsynlegt að frumvarp um opinberan stuðning við nýsköpun verði sett fram með skýrari hætti en gert hefur verið. Gríðarlegir hagsmunir eru undir í því að skapa öflugt stuðningskerfi við nýsköpun á landsbyggðunum og er nauðsynlegt að útfæra með hvaða hætti ná skal því markmiði á landsbyggðunum að efla nýsköpun með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila. Aukaþing SSNE telur eðlilegt að í stjórn Tækniseturs í Vatnsmýrinni sé að lágmarki þriðjungur stjórnarmanna búsettir utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar, auk þess sem útfært verði með hvaða hætti jafna eigi möguleika fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðunum til þess að nýta aðstöðu og sérhæfðan tækjabúnað í Vatnsmýrinni."

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

     3.2.    Fjárhagsáætlun 2020 og 2021.
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóra SSNE, kynnti endurskoðaðar fjárhagsáætlanir 2020 og 2021. Þingfulltrúar fengu áætlanirnar og greinargerð, með nánari útlistun á helstu breytingum, sendar fyrir þingið.

Fundarstjóri gaf því næst Katrínu Sigurjónsdóttur, formanni fjárhags- og stjórnsýslunefndar, orðið.

Katrín las upp bókun nefndarinnar sem fundaði 10. desember sl. og lagði hún síðan til að áætlanirnar yrðu samþykktar.

„Fjárhags- og stjórnsýslunefnd hefur farið yfir endurskoðaðar fjárhagsáætlanir SSNE fyrir árin 2020 og 2021 og gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Nefndin fagnar því að birt er greinargerð vegna fjárhagsáætlunar sem varpar ljósi á forsendur, gerir allt upplýsingaflæði betra og málefnið skýrara.“

Fundarstjóri opnaði fyrir umræður um fjárhagsáætlun 2020 og 2021.

Fundarstjóri bar endurskoðaðar fjárhagsáætlanir SSNE undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

     3.3.    Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs.
Katrín Sigurjónsdóttir, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs, kynnti starf nefndarinnar. Hún fór yfir umsóknarferli ársins sagði nefndina nú þegar hafa fundað og sett upp tímalínu. Nefndin hafði þá meðal annars rætt um aukið vægi styrkja á sviði umhverfismála. 201 umsókn barst sjóðnum og er það 27% aukning á milli ára. Til úthlutunar vegna ársins 2021 eru 75 m.kr. en sótt var um 436 m.kr. og sagði hún því ljóst að mikil vinna væri fyrir höndum.

Fundarstjóri frestaði umræðum um þennan lið, ef einhverjar yrðu, fram yfir kaffihlé.

Hér má hlusta á upptöku.

Kaffihlé.

     4.         Áfangastaðastofur.
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE, kynnti tillögur að uppsetningu áfangastaðastofu á Norðurlandi. Hann sagði framkvæmdastjóra MN, SSNV og SSNE hafa sammælst um tillögu að hlutverki og formi áfangastaðastofu Norðurlands og sett fram greinargerð þar um. Greinargerðin var lögð fyrir stjórnir landshlutasamtakanna og bókaði stjórn SSNE um málið.

Eyþór sagði að hlutverk og verkefni væru skilgreind í samningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið en það væri sett í hendur landshlutasamtakanna að útfæra áfangastaðastofuna. Hann sagði markmið samningsins vera að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi ferðaþjónustu á starfssvæði samtakanna.

Eyþór sagði að SSNE væri í samtali við SSNV og MN um útfærslur og að verkefnið væri nálgast með það fyrir augum að til yrði þjónustusamningur landshlutasamtakanna við MN um að annast verkefni áfangastaðastofu. Landshlutasamtökin fengju þá hvor sinn mann í stjórn MN við breytingarnar. Hann sagði sveitarfélög þannig fá aðkomu að stjórn MN í stað áheyrnarfulltrúa og tækifæri til að hafa áhrif á starfsemi þar bæði í gegnum stjórnarmann og þjónustusamning.

Hilda Jana sagði að í samræmi við verkefni og tilgang félagsins vildi stjórn SSNE fá fram afstöðu þingsins til að halda áfram vegferðinni.

Fundarstjóri opnaði fyrir umræður um tillögur að uppsetningu áfangastaðastofu á Norðurlandi.

     4.1.     Tillaga.
Fundarstjóri bar tillögu stjórnar undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

„Ársþing felur stjórn að ganga til samninga um áfangastaðastofur.“

Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

     5.        Samvinna sveitarstjórnarfulltrúa og þingmanna.
Hilda Jana ræddi samvinnu sveitarstjórnarfulltrúa og þingmanna sem hefðu fundað reglulega undanfarin ár. Hún sagði fundina hafa verið gagnlega en að fyrirkomulagið hefði einnig verið gagnrýnt. Margir sveitarstjórnarfulltrúar kölluðu eftir því að samtalið og samvinnan yrði markvissari og ekki jafn einhliða og þeir hafa upplifað hingað til. Að lokum fór hún yfir helstu ábendingar sveitarstjórnarfulltrúa sem myndu leiða til betri samvinnu og lagði fram tillögu að áskorun aukaþings til þingmanna kjördæmisins.

Fundarstjóri opnaði fyrir umræður um samvinnu sveitarstjórnarfulltrúa og þingmanna.

     5.1.     Tillaga.
Fundarstjóri bar aðra tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

„Aukaþing SSNE skorar á þingmenn kjördæmisins að vinna í samstarfi við sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi eystra að bættu, skilvirkara, skipulagðara og öflugra samráði við sveitarstjórnarfólk á svæðinu. Aukaþing SSNE leggur til að þrír þingmenn kjördæmisins og þrír fulltrúar SSNE vinni sameiginlega tillögu til úrbóta á skipulagi samstarfs kjörinna fulltrúa á Norðurlandi eystra.“

Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

     6.        Önnur mál.

     6.1.     Laun stjórnarmanna og nefndarmanna í starfshópum, fagráðum og úthlutunarnefnd.
Hilda Jana kynnti tillögu um tímabundinn viðauka við samþykkta tillögu ársþings um greiðslu þóknana til stjórnar og nefndarmanna í starfshópum, fagráðum og úthlutunarnefnd. Hún sagði laun stjórnar beintengd stjórnarlaunum hjá Akureyrarbæ og vildi stjórn bera undir þingið hvort SSNE fara ætti sömu leið varðandi lækkun launa (15. gr. í reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ).

Fundarstjóri opnaði fyrir umræður um breytingu á launum stjórnar og nefndarmanna í starfshópum, fagráðum og úthlutunarnefnd.

Elías Pétursson bar upp munnlega tillögu þar sem stjórn var falið endurskoða viðmiðmiðunarfjárhæð launa og hafa hana ekki beintengda við viðmiðunarfjárhæð Akureyrarbæjar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson lagði til að tillaga stjórnar um viðmiðunarfjárhæð launa yrði kynnt ekki síðar en á aukaþingi í desember 2021 og tæki gildi árið 2022.

     6.1.1.  Tillaga.
Fundarstjóri bar tillögu stjórnar undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

„Frá 1. janúar til 31. desember 2021 gildir tenging við launavísitölu ekki. Laun stjórnarmanna lækka um 5% 1. janúar 2021 og taka ekki öðrum breytingum til loka árs 2021.

Laun stjórnarmanna SSNE skulu vera 45.266 kr. fyrir setinn stjórnarfund. Laun formanns skulu einnig vera 45.266 kr. fyrir setinn stjórnarfund auk mánaðarlauna að fjárhæð 118.821 kr.

Laun nefndarmanna í starfshópum, fagráðum eða úthlutunarnefnd, fyrir fundarsetu, sem nema tveimur þriðju af launum stjórnarmanna SSNE á hverjum tíma skulu vera 30.177 kr. fyrir setinn fund og laun formanns 45.266 kr. Auk þess fá nefndarmenn og formaður úthlutunarnefndar 750 kr. fyrir yfirferð hverrar verkefnaumsóknar og 1.000 kr. fyrir yfirferð hverrar umsóknar um stofn- og rekstrarstyrk.“

Samþykkt samhljóða.

     6.2.    Almennar umræður.
Fram kom ábending um frekari fylgigögn sem send yrðu þingfulltrúum fyrir ársþing varðandi þau málefni sem yrðu rædd. Þá var farið yfir ritun fundargerða ársþinga og bókun stjórnar SSNE þess efnis frá 9. desember sl. Bókunin er svohljóðandi:

„Stjórn SSNE samþykkir að í fundargerðum árs- og aukaþinga sé farið eftir venjum um ritun fundargerða og að þær innifeli skýran inngangstexta og afgreiðslu mála þar sem fylgiskjöl og upptaka fylgi viðkomandi lið“.

Að lokum var borin upp tillaga stjórnar um hvar ársþing SSNE 2021 skyldi haldið.

     6.2.1.  Tillaga.
Fundarstjóri bar tillögu stjórnar undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.

„Ársþing SSNE verður haldið 16-17. apríl 2021 í Eyjafjarðarsveit (ef aðstæður leyfa).“

Samþykkt samhljóða.

     7.         Þingslit.
Fundarstjóri kallaði eftir samþykki fundarins fyrir því að fela fundarstjóra og fundarriturum að klára fundargerð og að hún yrði síðan birt á vefsíðu SSNE.

Fundarstjóri bað þá sem samþykktu að rétta upp hönd.

Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund og gaf Hildu Jönu orðið.

Hilda Jana þakkaði fundarstjóra, starfsmönnum og stjórn kærlega fyrir sitt framlag.

Hér má hlusta á upptöku.

Fundi slitið kl. 11:47.

Fyrirlesari:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Skráðir gestir:
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Norðausturkjördæmis.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit.
Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Norðausturkjördæmis.
Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit.

Starfsmenn og embættismenn:
Ari Páll Pálsson, verkefnastjóri hjá SSNE.
Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri hjá SSNE.
Charlotta Englund, verkefnastjóri hjá SSNE.
Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE.
Helga María Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Karen Nótt Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Nanna Steina Höskuldsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri menningarmála hjá SSNE.

Þingfulltrúalisti 2020:

Aðalmenn

Mæting

Varamenn

Mæting

Þröstur Friðfinnsson

x

Grýtubakkahreppur

Fjóla V. Stefánsdóttir

 

Margrét Melstað

x

Grýtubakkahreppur

Þórarinn Ingi Pétursson

 

Kristján Þór Magnússon

x

Norðurþing

Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir

 

Helena Eydís Ingólfsdóttir

x

Norðurþing

Birna Ásgeirsdóttir

 

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

 

Norðurþing

Berglind Hauksdóttir

 

Hjálmar Bogi Hafliðason

x

Norðurþing

Bergur Elías Ágústsson

 

Hafrún Olgeirsdóttir

 

Norðurþing

Hrund Ásgeirsdóttir

 

Arnór Benónýsson

x

Þingeyjarsveit

Margrét Bjarnadóttir

 

Árni Pétur Hilmarsson

x

Þingeyjarsveit

Dagbjört Jónsdóttir

 

Jóna Björg Hlöðversdóttir

 

Þingeyjarsveit

Sigríður Hlynur H. Snæbjörnsson

 

Gestur Jensson

 

Svalbarðsstrandarhreppur

Anna Karen Úlfarsdóttir

x

Björg Erlingsdóttir

x

Svalbarðsstrandarhreppur

Ólafur Rúnar Ólafsson

 

Axel Grettisson

 

Hörgársveit

Ásrún Árnadóttir

 

Jón Þór Benediktsson

 

Hörgársveit

Jónas Þór Jónasson

 

Þorsteinn Ægir Egilsson

x

Langanesbyggð

Halldóra J. Friðbergsdóttir

 

Siggeir Stefánsson

x

Langanesbyggð

   

Jónas Egilsson

x

Langanesbyggð

Áheyrnarfulltrúi

 

Sigurður Þór Guðmundsson

x

Svalbarðshreppur

Sigríður Jóhannesdóttir

 

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

x

Dalvíkurbyggð

Valdemar Þór Karlsson

 

Katrín Sigurjónsdóttir

x

Dalvíkurbyggð

Þórhalla Franklín Karlsdóttir

 

Lilja Guðnadóttir

x

Dalvíkurbyggð

Felix Rafn Felixson

 

Kristján Eldjárn Hjartarson

x

Dalvíkurbyggð

Guðmundur St. Jónsson

 

Helga Helgadóttir

x

Fjallabyggð

Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir

 

Fjallabyggð

Nanna Árnadóttir

 

Jón Valgeir Baldursson

 

Fjallabyggð

Tómas Atli Einarsson

 

Elías Pétursson

x

Fjallabyggð

Særún Hlín Laufeyjardóttir

 

Halla Björk Reynisdóttir

x

Akureyrarbær

Þórhallur Jónsson

 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson

x

Akureyrarbær

Geir Kristinn Aðalsteinsson

 

Hilda Jana Gísladóttir

x

Akureyrarbær

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

 

Andri Teitsson

 

Akureyrarbær

Rósa Njálsdóttir

 

Ingibjörg Ólöf Isaksen

 

Akureyrarbær

Unnar Jónsson

 

Heimir Haraldsson

x

Akureyrarbær

Lára Halldóra Eiríksdóttir

 

Gunnar Gíslason

 

Akureyrarbær

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

 

Eva Hrund Einarsdóttir

x

Akureyrarbær

Anna Fanney Stefánsdóttir

 

Sóley Björk Stefánsdóttir

x

Akureyrarbær

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

 

Hlynur Jóhannsson

 

Akureyrarbær

Þórhallur Harðarson

 

Helgi Héðinsson

x

Skútustaðahreppur

Dagbjört Bjarnadóttir

 

Sveinn Margeirsson

x

Skútustaðahreppur

Margrét Halla Lúðvíksdóttir

 

Jón Stefánsson

x

Eyjafjarðarsveit

Halldóra Magnúsdóttir

 

Hermann Ingi Gunnarsson

x

Eyjafjarðarsveit

Rósa Margrét Húnadóttir

 

Ásta Arnbjörg Pétursdóttir

x

Eyjafjarðarsveit

Sigríður Bjarnadóttir

 
Getum við bætt síðuna?