Næsti kafli dagskrárgerðar á Íslandi - opið málþing
Næsti kafli dagskrárgerðar á Íslandi - opið málþing
- Ný tækni - ný sókn fyrir dagskrárgerð um allt land
- Áhrif kvikmyndagerðar á ferðaþjónustu
- Fjölmiðlun í dreifðum byggðum
- Tækifæri og áskoranir í kvikmynda- og dagskrárgerð í landsbyggðum
eru viðfangsefni málþings á vegum Castor Miðlun miðvikudaginn 26.06.24 sem öllum er velkomið að sækja. Málþingingu verður jafnframt streymt beint í gegnum facebook síðu SSNE.
Castor Miðlun er nýtt framleiðslufyrirtæki á Norðurlandi sem leggur upp úr því að framleiða myndefni og kvikmyndir fyrir allar tegundir miðla og hafa aðstendur að eigin sögn sérstaka ástríðu fyrir lifandi viðburðum og menningarefni. Miðvikudaginn 26. júní mun framleiðslufyrirtækið formlega opna nýtt myndver í húsnæði sínu við Höfða á Húsavík sem verður þá eina sjónvarpsmyndaverið utan höfuðborgarsvæðisins frá því að sjónvarpsstöðin N4 hætti starfsemi. Ráðherra menningarmála, Lilja Alfreðsdóttir, opnar aðstöðuna formlega kl. 13:00 og í beinu framhaldi fer fram málþing um stöðu dagskrárgerðar í landsbyggðum.
Málþingið er opið öllum, gengið er inn í nýju aðstöðuna i gegnum JaJa Ding Dong, Höfða 24b, Húsavík.
Dagskrá:
Ávarp ráðherra menningarmála
Lilja Alfreðsdóttir
Ný tækni - ný sókn fyrir dagskrárgerð um allt land
Ingimar Björn Eydal
Áhrif kvikmyndagerðar á ferðaþjónustu
Örlygur Hnefill Örlygsson
Fjölmiðlun í dreifðum byggðum
Tira Shubart, fjölmiðlakona frá Bretlandi
Pallborðsumræða: Tækifæri og áskoranir í kvikmynda- og dagskrárgerð í landsbyggðum
Lilja Alferðsdóttir - menningarráðherra
Atli Örvarsson - kvikmyndatónskáld
Baldvin Z - leikstjóri
Hilda Jana Gísladóttir - úr stjórn SSNE
Rakel Hinriksdóttir - fjölmiðlakona
Skarphéðinn Guðmundsson - dagskrárstjóri RÚV
Stjórn pallborðsumræðu - Hildur Halldórsdóttir menningarfulltrúi SSNE
Hér má finna facebook viðburð málþingsins.
Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði og er í takt við markmið Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
Í haust verða opnar vinnustofur til að móta verkefni og markmið næstu Sóknaráætlunar og hvetjum við öll til að taka þátt í þeirri mótun.